„Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. janúar 2025 16:45 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, var nokkuð brattur þegar fréttamenn bar að garði á hóteli landsliðsins í Zagreb í dag. Sigur á Grænhöfðaeyjum er að baki og stefnt að öðrum eins gegn Kúbu á morgun. Ísland byrjaði leik gærdagsins við Grænhöfðaeyjar vel. Liðið var tíu mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir hægt lið andstæðinganna fyrir hlé. „Ég er bara að leita eftir frammistöðu frá mínu liði og ég fékk hana, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurftum að ná í tvö stig, við gerðum það og svo lögðum við þennan leik til hliðar og það er Kúba á morgun,“ segir Snorri Steinn. Kaflinn var slæmur, og hvað? Líkt og Snorri nefnir þá dró úr kraftinum þegar á leið. Eftir fína byrjun á síðari hálfleik tók við erfiður kafli þar sem Ísland fékk á sig fimm mörk gegn engu og tapaði boltanum ítrekað í sókninni. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Gjarnan hefur verið talað um hinn svokallaða slæma kafla hjá íslenska liðinu, hugtak sem hefur fest sig rækilega í sessi frá því áður en Snorri sjálfur spilaði fyrir landsliðið. En á hann stoð í raunveruleikanum? Er alltaf slæmur kafli sem íslenska liðið á og á þetta hugtak við á hverju stórmóti, sama hvaða leikmönnum er stillt upp í liðið? „Ég held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi. Kaflinn var slæmur. Og hvað? Við getum kallað þetta það sem við viljum. Það var bara kafli í seinni hálfleik sem var verulega slappur og þá er það slæmur kafli. Þá þurfum við bara að díla við það og gera betur. Eina leiðin til að útrýma þessum slæma kafla er bara að hætta þessu,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik liðsins á HM klukkan 19:30 annað kvöld. Landsliðinu verður fylgt vel eftir hér á Vísi fram að leik, sem og á Stöð 2 og Bylgjunni. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. 17. janúar 2025 16:00 HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag. 17. janúar 2025 11:02 Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02 „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Elliði Snær Viðarsson spilaði aðeins í rúmar tíu mínútur þegar Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar, 34-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta þar sem hann fékk rautt spjald. 17. janúar 2025 10:03 Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. 17. janúar 2025 13:01 Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Ísland byrjaði leik gærdagsins við Grænhöfðaeyjar vel. Liðið var tíu mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir hægt lið andstæðinganna fyrir hlé. „Ég er bara að leita eftir frammistöðu frá mínu liði og ég fékk hana, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurftum að ná í tvö stig, við gerðum það og svo lögðum við þennan leik til hliðar og það er Kúba á morgun,“ segir Snorri Steinn. Kaflinn var slæmur, og hvað? Líkt og Snorri nefnir þá dró úr kraftinum þegar á leið. Eftir fína byrjun á síðari hálfleik tók við erfiður kafli þar sem Ísland fékk á sig fimm mörk gegn engu og tapaði boltanum ítrekað í sókninni. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Gjarnan hefur verið talað um hinn svokallaða slæma kafla hjá íslenska liðinu, hugtak sem hefur fest sig rækilega í sessi frá því áður en Snorri sjálfur spilaði fyrir landsliðið. En á hann stoð í raunveruleikanum? Er alltaf slæmur kafli sem íslenska liðið á og á þetta hugtak við á hverju stórmóti, sama hvaða leikmönnum er stillt upp í liðið? „Ég held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi. Kaflinn var slæmur. Og hvað? Við getum kallað þetta það sem við viljum. Það var bara kafli í seinni hálfleik sem var verulega slappur og þá er það slæmur kafli. Þá þurfum við bara að díla við það og gera betur. Eina leiðin til að útrýma þessum slæma kafla er bara að hætta þessu,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Ísland mætir Kúbu í öðrum leik liðsins á HM klukkan 19:30 annað kvöld. Landsliðinu verður fylgt vel eftir hér á Vísi fram að leik, sem og á Stöð 2 og Bylgjunni.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. 17. janúar 2025 16:00 HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag. 17. janúar 2025 11:02 Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02 „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Elliði Snær Viðarsson spilaði aðeins í rúmar tíu mínútur þegar Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar, 34-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta þar sem hann fékk rautt spjald. 17. janúar 2025 10:03 Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. 17. janúar 2025 13:01 Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb. 17. janúar 2025 16:00
HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag. 17. janúar 2025 11:02
Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé. 16. janúar 2025 23:02
„Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Elliði Snær Viðarsson spilaði aðeins í rúmar tíu mínútur þegar Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar, 34-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta þar sem hann fékk rautt spjald. 17. janúar 2025 10:03
Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. 17. janúar 2025 13:01