Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar 19. janúar 2025 16:01 Fyrir nokkrum árum komst Íslensk erfðagreining að þeirri niðurstöðu að 1,9% Íslendinga væru rangfeðraðir. Nánar tiltekið er hlutfallið 3% meðal þeirra sem fæddir eru fyrir 1970 en fellur niður í 1% eftir það tímamark. Það er því töluverður fjöldi landsmanna sem hefur verið eða er rangfeðraður. Mörg komast ekki að því fyrr en á fullorðinsárum að þau séu rangfeðruð, jafnvel eftir miðjan aldur þegar foreldrar eru fallnir frá. Fæstir vita þó hvernig þeir eiga að bera sig að til að fá faðerni sitt lagfært. Að leiðrétta faðerni verður ekki gert nema með dómi og þarf þá viðkomandi að leita liðsinni lögmanns. Ef einstaklingur hefur verið rangfeðraður þarf alltaf að byrja á því að affeðra. Það verður ekki gert nema með dómi og fyrsta skrefið er að höfða svokallað vefengingarmál. Með vefengingu á faðerni eru þau lagalegu tengsl sem til staðar eru milli barnsins og þess manns sem hefur ranglega verið skráður faðir þess rofin. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess, skráður faðir eða sá maður sem telur sig vera föður þess. Sé skráður faðir eða sá sem telur sig föður barns látinn þá geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað vefengingarmál. Í vefengingarmáli úrskurðar dómari að mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á barni og skráðum föður og ræður niðurstaða rannsóknarinnar málalyktum. Þegar búið er að affeðra er hægt að huga að réttri feðrun. Séu báðir blóðforeldrar á lífi getur feðrun farið fram með einfaldri viðurkenningu, að því gefnu að báðir foreldrar vilji gangast við barninu. Sé annað blóðforeldið látið eða vilji ekki gangast við barninu þarf að höfða faðernismál fyrir dómi. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess eða sá maður sem telur sig vera réttan föður. Sé blóðfaðir látinn þarf að stefna þeim erfingjum hans sem ganga barninu jafnhliða eða næst að erfðum. Oftast eru það hálfsystkin sem stæðu þá jafnhliða að erfðum en ef þeim er ekki til að dreifa þá þarf að stefna öðrum erfingjum. Í sumum tilvikum getur það reynst vandkvæðum bundið að finna blóðföður. Það á sérstaklega við þegar barnið er orðið fullorðið og foreldrarnir fallnir frá og fáir eftir til frásagnar. Í flestum tilfellum hafa svona leyndarmál þó varðveist innan fjölskyldna með einum eða öðrum hætti. Þess er þó dæmi að einstaklingur hafi staðið uppi eftir vefengingu án nokkurra vísbendinga um hver gæti verið blóðfaðir. Til er tækni sem getur aðstoðað við að finna blóðtengsl sem geta gefið vísbendingar um þetta efni. MyHeritage er alþjóðlegt fyrirtæki sem framkvæmir rannsóknir á erfðaefni og veitir fólki aðgang að netsíðu þar sem það getur rakið uppruna sinn og fundið aðra notendur sem tengjast þeim blóðböndum. Ég þekki dæmi um einstakling sem hafði verið affeðraður með dómi en vissi ekki hver blóðfaðir sinn gæti verið. Með aðstoð MyHeritage fann viðkomandi einstakling sem var sagður tengjast honum blóðböndum og væri að öllum líkindum föðurbróðir hans. Undir rekstri faðernismáls úrskurðar dómari um að fram fari mannerfðafræðileg rannsókn, alveg eins og gert er í vefengingarmálum. Þegar blóðfaðir er látinn þarf alltaf að kanna hvort til séu lífsýni úr honum á lífsýnasafni meinafræðideildar Landspítalans. Nú til dags er það nær undantekningarlaust að lífsýni finnst. Hins vegar er ekki alltaf hægt að nýta lífsýnin ef þau eru orðin gömul eða hafa skemmst af einhverjum sökum. Í slíkum tilvikum er hægt að fá úrskurð um að sýni sé tekið úr erfingjum mannsins, börnum eða þeim sem næstir honum standa. Kostnaður við bæði vefengingar- og faðernismál greiðist úr ríkissjóði ef barnið sjálft höfðar málið. Það eru grundvallarréttindi að þekkja báða foreldra sína og af þeim sökum á viðkomandi ekki að þurfa að bera neinn kostnað af þessum málaferlum. Faðernis- og vefengingarmál er líka undanþegin dómsmálagjöldum eins og þingfestingargjaldi. Þá ber að hafa í huga að barnið getur verið dæmt til þess að greiða gagnaðila í dómsmáli málskostnað ef það tapar málinu, t.d. ef röngum manni hefur verið stefnt. Einnig eru dæmi þess að faðernismáli hafi verið vísað frá dómi vegna vanreifunar og var þá barnið einnig dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þótt sérreglur barnalaga gildi um réttarfar þessara mála þá gilda eftir sem áður formreglur einkamálaréttarfars og reglur laga um meðferð einkamála að öðru leyti. Því ber lögmönnum, sem taka þessi mál að sér, að vanda til verka eftir sem áður. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Fjölskyldumál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum komst Íslensk erfðagreining að þeirri niðurstöðu að 1,9% Íslendinga væru rangfeðraðir. Nánar tiltekið er hlutfallið 3% meðal þeirra sem fæddir eru fyrir 1970 en fellur niður í 1% eftir það tímamark. Það er því töluverður fjöldi landsmanna sem hefur verið eða er rangfeðraður. Mörg komast ekki að því fyrr en á fullorðinsárum að þau séu rangfeðruð, jafnvel eftir miðjan aldur þegar foreldrar eru fallnir frá. Fæstir vita þó hvernig þeir eiga að bera sig að til að fá faðerni sitt lagfært. Að leiðrétta faðerni verður ekki gert nema með dómi og þarf þá viðkomandi að leita liðsinni lögmanns. Ef einstaklingur hefur verið rangfeðraður þarf alltaf að byrja á því að affeðra. Það verður ekki gert nema með dómi og fyrsta skrefið er að höfða svokallað vefengingarmál. Með vefengingu á faðerni eru þau lagalegu tengsl sem til staðar eru milli barnsins og þess manns sem hefur ranglega verið skráður faðir þess rofin. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess, skráður faðir eða sá maður sem telur sig vera föður þess. Sé skráður faðir eða sá sem telur sig föður barns látinn þá geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað vefengingarmál. Í vefengingarmáli úrskurðar dómari að mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á barni og skráðum föður og ræður niðurstaða rannsóknarinnar málalyktum. Þegar búið er að affeðra er hægt að huga að réttri feðrun. Séu báðir blóðforeldrar á lífi getur feðrun farið fram með einfaldri viðurkenningu, að því gefnu að báðir foreldrar vilji gangast við barninu. Sé annað blóðforeldið látið eða vilji ekki gangast við barninu þarf að höfða faðernismál fyrir dómi. Slíkt mál getur barnið sjálft höfðað, móðir þess eða sá maður sem telur sig vera réttan föður. Sé blóðfaðir látinn þarf að stefna þeim erfingjum hans sem ganga barninu jafnhliða eða næst að erfðum. Oftast eru það hálfsystkin sem stæðu þá jafnhliða að erfðum en ef þeim er ekki til að dreifa þá þarf að stefna öðrum erfingjum. Í sumum tilvikum getur það reynst vandkvæðum bundið að finna blóðföður. Það á sérstaklega við þegar barnið er orðið fullorðið og foreldrarnir fallnir frá og fáir eftir til frásagnar. Í flestum tilfellum hafa svona leyndarmál þó varðveist innan fjölskyldna með einum eða öðrum hætti. Þess er þó dæmi að einstaklingur hafi staðið uppi eftir vefengingu án nokkurra vísbendinga um hver gæti verið blóðfaðir. Til er tækni sem getur aðstoðað við að finna blóðtengsl sem geta gefið vísbendingar um þetta efni. MyHeritage er alþjóðlegt fyrirtæki sem framkvæmir rannsóknir á erfðaefni og veitir fólki aðgang að netsíðu þar sem það getur rakið uppruna sinn og fundið aðra notendur sem tengjast þeim blóðböndum. Ég þekki dæmi um einstakling sem hafði verið affeðraður með dómi en vissi ekki hver blóðfaðir sinn gæti verið. Með aðstoð MyHeritage fann viðkomandi einstakling sem var sagður tengjast honum blóðböndum og væri að öllum líkindum föðurbróðir hans. Undir rekstri faðernismáls úrskurðar dómari um að fram fari mannerfðafræðileg rannsókn, alveg eins og gert er í vefengingarmálum. Þegar blóðfaðir er látinn þarf alltaf að kanna hvort til séu lífsýni úr honum á lífsýnasafni meinafræðideildar Landspítalans. Nú til dags er það nær undantekningarlaust að lífsýni finnst. Hins vegar er ekki alltaf hægt að nýta lífsýnin ef þau eru orðin gömul eða hafa skemmst af einhverjum sökum. Í slíkum tilvikum er hægt að fá úrskurð um að sýni sé tekið úr erfingjum mannsins, börnum eða þeim sem næstir honum standa. Kostnaður við bæði vefengingar- og faðernismál greiðist úr ríkissjóði ef barnið sjálft höfðar málið. Það eru grundvallarréttindi að þekkja báða foreldra sína og af þeim sökum á viðkomandi ekki að þurfa að bera neinn kostnað af þessum málaferlum. Faðernis- og vefengingarmál er líka undanþegin dómsmálagjöldum eins og þingfestingargjaldi. Þá ber að hafa í huga að barnið getur verið dæmt til þess að greiða gagnaðila í dómsmáli málskostnað ef það tapar málinu, t.d. ef röngum manni hefur verið stefnt. Einnig eru dæmi þess að faðernismáli hafi verið vísað frá dómi vegna vanreifunar og var þá barnið einnig dæmt til greiðslu málskostnaðar. Þótt sérreglur barnalaga gildi um réttarfar þessara mála þá gilda eftir sem áður formreglur einkamálaréttarfars og reglur laga um meðferð einkamála að öðru leyti. Því ber lögmönnum, sem taka þessi mál að sér, að vanda til verka eftir sem áður. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun