„Það hjálpar ekki neitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. janúar 2025 22:17 Dagur Sigurðsson var tekinn tali af fjölmörgum fjölmiðlum eftir leik og mikið kraðak á viðtalssvæðinu. Vísir/Vilhelm Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. „Þetta var erfitt kvöld, einhvern veginn datt ekkert með okkur. Fráköstin duttu einhvern veginn öll til þeirra svo fengu þeir að stjórna hraðanum líka vel. Voru sterkir. Maður verður bara að viðurkenna það, þeir voru virkilega sterkir.“ Dagur sá þó ljósa punkta í varnarleiknum en sóknarleikurinn var bras eins og hann orðaði það. „Við spiluðum góða vörn. Markverðirnir okkar áttu ekki neitt sérstakan dag, ekki eins og maður er vanur. Sóknarleikurinn var bras, með eiginlega tvo nýja leikmenn á miðjunni og það kom aldrei neitt nægjanlegt flæði á það. Þannig að þetta var svona smá bras á okkur.“ Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Dagur staðfesti að þeir væru alveg frá. „Þeir eru báðir frá, ég geri ekki ráð fyrir þeim aftur. Það er svolítið högg fyrir okkur.“ Þarf að stilla liðið af upp á nýtt sóknarlega Verkefnið hjá Degi er núna að finna lausnir á þessu skorti á flæði í sókninni en hann virtist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því. „Það er vandamálið okkar og við finnum eitthvað út úr því. Við erum að fara inn á móti Íslandi og Slóveníu. Það verða bara hörku leikir. Ég er ágætlega bjartsýnn ef við náum að stilla okkur aðeins af, þá erum við sterkir. Við vorum oft í færum að komast inn í þennan leik og gera hann virkilega spennandi og einhvern veginn hentum því alltaf frá okkur. Það verður eiginlega að skrifast á lélega nýtingu í dauðafærum.“ Króatar lentu í hálfgerðum eltingaleik í kvöld og Dagur viðurkenndi að það hefði dregið orku úr hans mönnum. „Það gerir það. Tók svolítið úr mönnum en þeir börðust vel og ég var ánægður með varnarleikinn. Ef markvarslan kemur eins og hún er vön að vera þá er ég hvergi banginn.“ Dagur var að lokum spurður hvort hann væri til í að spá fyrir um úrslitin í leik Íslands og Slóveníu á morgun en hann svaraði því á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Það er eiginlega ómögulegt sko. Ég sé nú Íslendinga kannski aðeins sterkari akkúrat núna en það hjálpar ekki neitt.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. HM karla í handbolta 2025 Handbolti Tengdar fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt. 19. janúar 2025 11:05 Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins. 19. janúar 2025 15:11 „Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. 19. janúar 2025 19:54 Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Stuðningsfólki íslenska landsliðsins er óðum að fjölga í Zagreb og má segja að stúkan hafi verið blá í gær þegar strákarnir okkar völtuðu yfir Kúbu, 40-19. 19. janúar 2025 07:02 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Sjá meira
„Þetta var erfitt kvöld, einhvern veginn datt ekkert með okkur. Fráköstin duttu einhvern veginn öll til þeirra svo fengu þeir að stjórna hraðanum líka vel. Voru sterkir. Maður verður bara að viðurkenna það, þeir voru virkilega sterkir.“ Dagur sá þó ljósa punkta í varnarleiknum en sóknarleikurinn var bras eins og hann orðaði það. „Við spiluðum góða vörn. Markverðirnir okkar áttu ekki neitt sérstakan dag, ekki eins og maður er vanur. Sóknarleikurinn var bras, með eiginlega tvo nýja leikmenn á miðjunni og það kom aldrei neitt nægjanlegt flæði á það. Þannig að þetta var svona smá bras á okkur.“ Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Dagur staðfesti að þeir væru alveg frá. „Þeir eru báðir frá, ég geri ekki ráð fyrir þeim aftur. Það er svolítið högg fyrir okkur.“ Þarf að stilla liðið af upp á nýtt sóknarlega Verkefnið hjá Degi er núna að finna lausnir á þessu skorti á flæði í sókninni en hann virtist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því. „Það er vandamálið okkar og við finnum eitthvað út úr því. Við erum að fara inn á móti Íslandi og Slóveníu. Það verða bara hörku leikir. Ég er ágætlega bjartsýnn ef við náum að stilla okkur aðeins af, þá erum við sterkir. Við vorum oft í færum að komast inn í þennan leik og gera hann virkilega spennandi og einhvern veginn hentum því alltaf frá okkur. Það verður eiginlega að skrifast á lélega nýtingu í dauðafærum.“ Króatar lentu í hálfgerðum eltingaleik í kvöld og Dagur viðurkenndi að það hefði dregið orku úr hans mönnum. „Það gerir það. Tók svolítið úr mönnum en þeir börðust vel og ég var ánægður með varnarleikinn. Ef markvarslan kemur eins og hún er vön að vera þá er ég hvergi banginn.“ Dagur var að lokum spurður hvort hann væri til í að spá fyrir um úrslitin í leik Íslands og Slóveníu á morgun en hann svaraði því á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Það er eiginlega ómögulegt sko. Ég sé nú Íslendinga kannski aðeins sterkari akkúrat núna en það hjálpar ekki neitt.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Tengdar fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt. 19. janúar 2025 11:05 Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins. 19. janúar 2025 15:11 „Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. 19. janúar 2025 19:54 Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Stuðningsfólki íslenska landsliðsins er óðum að fjölga í Zagreb og má segja að stúkan hafi verið blá í gær þegar strákarnir okkar völtuðu yfir Kúbu, 40-19. 19. janúar 2025 07:02 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Sjá meira
HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt. 19. janúar 2025 11:05
Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins. 19. janúar 2025 15:11
„Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. 19. janúar 2025 19:54
Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Stuðningsfólki íslenska landsliðsins er óðum að fjölga í Zagreb og má segja að stúkan hafi verið blá í gær þegar strákarnir okkar völtuðu yfir Kúbu, 40-19. 19. janúar 2025 07:02
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn