Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar 20. janúar 2025 07:02 Á undirstöðu Frelsisstyttunnar í New York er málmplata með sonnettu eftir Emmu Lazarus (1849–1887). Hún var ort árið 1883 þegar skáldkonan safnaði fé til að smíða fótstall undir þessa risastyttu sem Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum. Í þá daga trúðu margir því að Bandaríkin væru athvarf og von þeirra ofsóttu. Ég sá ljóðið þarna eitt hundrað árum síðar þegar ég fór með báti frá Manhattan til Liberty Island. Þá eimdi, að ég held, enn eftir af þessari trú. Mér varð hugsað til þessa ljóðs eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember og reyndi þá að snúa því á íslensku. NÝJA RISASTYTTAN Hann fornar þjóðir minnti á sinn mátt og málmsins þótta, risi í grískri höfn, en hér við elfar ós hjá saltri dröfn mun ólík honum kona er reisir hátt þann lampa sem af elding funa fær og fagnar mildum augum hverjum þeim sem undan kúgun leitar hingað heim, því hrakta fólki og þreytta móðir kær. Af vörum hennar heyrist þögult óp: „Þótt hafið áfram fornu tignarlönd allt prjál og tilgerð hérna gefast grið og flóttamanna mergð í stórum hóp þið megið senda vestur hér að strönd. Ég lyfti kyndli á loft við gullin hlið.“ Í fyrstu línunum er Frelsisstyttan borin saman við eldri risastyttu sem var reist á grísku eynni Ródos á þriðju öld f. Kr. og var á sínum tíma eitt af sjö undrum veraldar. Risinn á Ródos var að einhverju leyti fyrirmynd Frelsistyttunnar. Að kyndillin geymi eldingu vísar væntanlega til þess að í honum er rafmagnsljós sem var nýlunda þegar ljóðið var ort. Ég vona að sonnetta Emmu Lazarus gleymist ekki á okkar undarlegu tímum heldur haldi áfram að snerta fólk og hreyfa við því. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Harðarson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á undirstöðu Frelsisstyttunnar í New York er málmplata með sonnettu eftir Emmu Lazarus (1849–1887). Hún var ort árið 1883 þegar skáldkonan safnaði fé til að smíða fótstall undir þessa risastyttu sem Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum. Í þá daga trúðu margir því að Bandaríkin væru athvarf og von þeirra ofsóttu. Ég sá ljóðið þarna eitt hundrað árum síðar þegar ég fór með báti frá Manhattan til Liberty Island. Þá eimdi, að ég held, enn eftir af þessari trú. Mér varð hugsað til þessa ljóðs eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember og reyndi þá að snúa því á íslensku. NÝJA RISASTYTTAN Hann fornar þjóðir minnti á sinn mátt og málmsins þótta, risi í grískri höfn, en hér við elfar ós hjá saltri dröfn mun ólík honum kona er reisir hátt þann lampa sem af elding funa fær og fagnar mildum augum hverjum þeim sem undan kúgun leitar hingað heim, því hrakta fólki og þreytta móðir kær. Af vörum hennar heyrist þögult óp: „Þótt hafið áfram fornu tignarlönd allt prjál og tilgerð hérna gefast grið og flóttamanna mergð í stórum hóp þið megið senda vestur hér að strönd. Ég lyfti kyndli á loft við gullin hlið.“ Í fyrstu línunum er Frelsisstyttan borin saman við eldri risastyttu sem var reist á grísku eynni Ródos á þriðju öld f. Kr. og var á sínum tíma eitt af sjö undrum veraldar. Risinn á Ródos var að einhverju leyti fyrirmynd Frelsistyttunnar. Að kyndillin geymi eldingu vísar væntanlega til þess að í honum er rafmagnsljós sem var nýlunda þegar ljóðið var ort. Ég vona að sonnetta Emmu Lazarus gleymist ekki á okkar undarlegu tímum heldur haldi áfram að snerta fólk og hreyfa við því. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun