Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 07:16 Leikstjórnandinn Josh Allen fagnar sigri Buffalo Bills í nótt en með honum tryggði liðið sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Getty/Kevin Sabitus Buffalo Bills og Philadelphia Eagles tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum deildanna í úrslitakeppni NFL deildarinnar í nótt. Þar með er ljóst hvaða lið spila um sæti í Super Bowl um næstu helgi. Báðir leikirnir í nótt voru æsispennandi og snjókoma setti svip á báða leiki. Philadelphia Eagles vann fyrst 28-22 sigur á Los Angeles Rams en Buffalo Bills vann svo 27-25 sigur á Baltimore Ravens í svakalegum leik. Þetta þýðir að Kansas City Chiefs tekur á móti Buffalo Bills í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en Philadelphia Eagles fær Washington Commanders í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikur Buffalo Bills og Baltimore Ravens var um leið uppgjör leikstjórnendanna Josh Allen og Lamar Jackson sem þykja líklegastir til að vera kostir mikilvægustu leikmenn deildarinnar á þessari leiktíð. Lamar Jackson og félagar í Ravens þurfa að sætta sig enn á ný að komast ekki langt í úrslitakeppninni. Hann hefur nú spilaði í sjö ár í deildinni án þess að komast í stóra leikinn. Innherjinn Mark Andrews missti boltann rúmri mínútu fyrir leikslok þegar hann gat jafnað metin í tveggja stiga tilraun og tryggt liði sínu framlengingu. Buffalo hafði komist í 21-10 í leiknum og nýtt sér vel þrjá tapaða bolta hjá Baltimore. Baltimore kom til baka og það munaði engu að þeim tækist að jafna. Þess í stað fáum við enn eina viðureignina á milli Patrick Mahomes og Josh Allen sem hefur hingað til verið mikil veisla. Þeir mætast nú í fjórða sinn á fimm árum í úrslitakeppninni og Chiefs liðið hefur unnið alla hina. Allen á enn eftir að komast í sinn fyrsta Super Bowl. Í sigri Philadelphia Eagles var hlauparinn Saquon Barkley í miklu stuði að vanda en hann fór 205 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Eagles vörnin var líka öflug þegar Rams liðið gerði sig líklegt til að fá eitthvað út úr leiknum. NFL Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira
Báðir leikirnir í nótt voru æsispennandi og snjókoma setti svip á báða leiki. Philadelphia Eagles vann fyrst 28-22 sigur á Los Angeles Rams en Buffalo Bills vann svo 27-25 sigur á Baltimore Ravens í svakalegum leik. Þetta þýðir að Kansas City Chiefs tekur á móti Buffalo Bills í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en Philadelphia Eagles fær Washington Commanders í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikur Buffalo Bills og Baltimore Ravens var um leið uppgjör leikstjórnendanna Josh Allen og Lamar Jackson sem þykja líklegastir til að vera kostir mikilvægustu leikmenn deildarinnar á þessari leiktíð. Lamar Jackson og félagar í Ravens þurfa að sætta sig enn á ný að komast ekki langt í úrslitakeppninni. Hann hefur nú spilaði í sjö ár í deildinni án þess að komast í stóra leikinn. Innherjinn Mark Andrews missti boltann rúmri mínútu fyrir leikslok þegar hann gat jafnað metin í tveggja stiga tilraun og tryggt liði sínu framlengingu. Buffalo hafði komist í 21-10 í leiknum og nýtt sér vel þrjá tapaða bolta hjá Baltimore. Baltimore kom til baka og það munaði engu að þeim tækist að jafna. Þess í stað fáum við enn eina viðureignina á milli Patrick Mahomes og Josh Allen sem hefur hingað til verið mikil veisla. Þeir mætast nú í fjórða sinn á fimm árum í úrslitakeppninni og Chiefs liðið hefur unnið alla hina. Allen á enn eftir að komast í sinn fyrsta Super Bowl. Í sigri Philadelphia Eagles var hlauparinn Saquon Barkley í miklu stuði að vanda en hann fór 205 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Eagles vörnin var líka öflug þegar Rams liðið gerði sig líklegt til að fá eitthvað út úr leiknum.
NFL Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira