Solskjær: Lét mig vinna launalaust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 23:31 Það lá mjög vel á Ole Gunnar Solskjær á fyrsta blaðamannafundi hans eftir að hann tók við liði Besiktas í Tyrklandi. Getty/Saycan Sayim Ole Gunnar Solskjær hitti tyrkneska blaðamenn í fyrsta sinn um helgina eftir að hann tók að sér að verða nýr knattspyrnustjóri hjá Besiktas. Hann leyfði sér líka að skjóta létt á forseta tyrkneska félagsins en það lá vel á Norðmanninum á fjölmiðlafundinum. Það var troðfullt í salnum þegar Solskjær hélt sinn blaðamannafund og áhuginn er greinilega mikill á Norðmanninum í Tyrklandi. Hann var mjög kátur og glaður og augljóslega klár í alvöruna á ný eftir að hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ég vil þakka fyrir góðar móttökur sem ég hef fengið hér. Við erum samt að tala um að byggja liðið upp frá grunni. Það er eitthvað sem ég trúi á og það er einmitt það sem heillaði mig við þetta verkefni. Við viljum byggja upp þetta lið með ykkur,“ sagði Solskjær og brosti. Norska ríkisútvarpið sagði frá. „Við verðum að koma með stöðugleika inn í þetta félag og ég tel að ég sé rétti maðurinn í það. Ég lít svo á að ég sé góður maður í slíkum aðstæðum,“ sagði Solskjær. Besiktas hefur farið í gegnum afar marga knattspyrnustjóra á síðustu árum. Þetta er því einn heitasti stóllinn í boltanum. Norðmaðurinn segist hafa átt góða daga í Istanbul og að það sé mikill heiður að taka við frábæru félagi eins og Besiktas. „Núna byrjar vinnan og við ætlum að njóta þess,“ sagði Solskjær en áður en túlkurinn kláraði að þýða orð hans þá vildi Ole Gunnar leiðrétta sig. „Fyrirgefið, ég sagði ekki rétt frá vegna þess að ég er þegar byrjaður að vinna. Forsetinn lét mig vinna launalaust. Ég hef horft á fullt af leikjum, leikgreint þá og sent frá mér greinargerðir. Nú byrja ég samt formlega í vinnunni,“ sagði Solskjær og glotti. Nú er bara spurningin hvort stemmningin verði áfram svona létt og skemmtileg á blaðamannafundum hans en úrslit leikjanna ráða náttúrulega nær öllu um það. Tyrkneski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Það var troðfullt í salnum þegar Solskjær hélt sinn blaðamannafund og áhuginn er greinilega mikill á Norðmanninum í Tyrklandi. Hann var mjög kátur og glaður og augljóslega klár í alvöruna á ný eftir að hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ég vil þakka fyrir góðar móttökur sem ég hef fengið hér. Við erum samt að tala um að byggja liðið upp frá grunni. Það er eitthvað sem ég trúi á og það er einmitt það sem heillaði mig við þetta verkefni. Við viljum byggja upp þetta lið með ykkur,“ sagði Solskjær og brosti. Norska ríkisútvarpið sagði frá. „Við verðum að koma með stöðugleika inn í þetta félag og ég tel að ég sé rétti maðurinn í það. Ég lít svo á að ég sé góður maður í slíkum aðstæðum,“ sagði Solskjær. Besiktas hefur farið í gegnum afar marga knattspyrnustjóra á síðustu árum. Þetta er því einn heitasti stóllinn í boltanum. Norðmaðurinn segist hafa átt góða daga í Istanbul og að það sé mikill heiður að taka við frábæru félagi eins og Besiktas. „Núna byrjar vinnan og við ætlum að njóta þess,“ sagði Solskjær en áður en túlkurinn kláraði að þýða orð hans þá vildi Ole Gunnar leiðrétta sig. „Fyrirgefið, ég sagði ekki rétt frá vegna þess að ég er þegar byrjaður að vinna. Forsetinn lét mig vinna launalaust. Ég hef horft á fullt af leikjum, leikgreint þá og sent frá mér greinargerðir. Nú byrja ég samt formlega í vinnunni,“ sagði Solskjær og glotti. Nú er bara spurningin hvort stemmningin verði áfram svona létt og skemmtileg á blaðamannafundum hans en úrslit leikjanna ráða náttúrulega nær öllu um það.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira