Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 08:33 Sara Björk Gunnarsdóttir kom fyrst til baka eftir barnsburð sem leikmaður Juventus en hún spilar nú í Sádi Arabíu. Getty/Giorgio Perottino Alþjóðaleikmannasamtökin vöktu athygli á því á miðlum sínum hvað knattspyrnukonur heimsins eigi íslensku knattspyrnukonunni Söru Björk Gunnarsdóttur mikið að þakka. Sara Björk náði á sínum tíma sögulegum árangri í baráttunni fyrir réttindum knattspyrnukvenna. Hún barðist þá fyrir rétti þeirra til að verða mæður án þess að fórna um leið knattspyrnuferli sínum. Oftar en ekki hafa konurnar þurft að velja á milli fjölskyldunnar og fótboltans en ekki lengur. Nú eiga þær valið og það er ekki síst þökk sé baráttu Söru fyrir dómstólum. Öll alvöru félög bjóða nú kanttspyrnukonum fæðingarorlof og réttan stuðning á leið sinni til baka inn á fótboltavöllinn. Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, minntust þess að það eru nú tvö ár frá sigri Söru í réttarkerfinu. Hún hefur unnið marga sigra inn á velinum en einn þann stærsta á ferlinum vann hún í réttarsalnum. FIFPRO fór yfir það hvernig Sara Björk hjálpaði fótboltakonum heimsins að geta valið bæði fjölskyldu og fótboltann. Sara Björk varð ófrísk þegar hún var leikmaður franska liðsins Lyon. Félagið studdi hana ekkert, forráðamenn eða þjálfarar höfðu ekkert samband við hana og þeir buðu henni ekki aðgengi að sérhæfðum þjálfurum. Hún fékk heldur engar leiðbeiningar og ofan á allt þetta lækkaði franska félagið launin hennar verulega. Sara fór með franska félagið fyrir dómstóla og nýtti sér þá nýja reglugerð FIFA. Hún hafði fullan stuðning Alþjóðaleikmannasamtakanna í málinu. Sara varð síðan fyrsta konan til að vinna mál eftir að félag borgaði leikmanni ekki laun í fæðingarorlofi. Alls þurfti Lyon að borga henni meira en 82 þúsund evrur eða tæpar tólf milljónir króna. Sara Björk hjálpaði einnig FIFPRO að setja saman leiðbeiningar fyrir ófrískar knattspyrnukonur. Þar má finna allar nauðsynlegar upplýsingar vegna heilsu þeirra, réttinda og síðast en ekki síst eru þar góð ráð á svo krefjandi tímum. Sara hafði mikið fram að færa enda nýbúin að ganga í gegnum þetta allt saman sjálf og henni tókst að komast aftur á hæsta stig fótboltans, bæði með félagsliði sínu sem og með íslenska landsliðinu á EM 2022. „Sögulegur sigur Söru skipti miklu meira máli en peningar. Þetta snerist um sanngirni og réttindi. Mál Söru sannaði að félög verða að styðja á bak við leikmenn í fæðingarorlofi því annars verður þeim refsað,“ segir á miðlum FIFPRO. „Þetta var risastór sigur fyrir knattspyrnukonur heimsins,“ segir að lokum í færslu FIFPRO en það má sjá hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FIFPRO (@fifpro) Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Sara Björk náði á sínum tíma sögulegum árangri í baráttunni fyrir réttindum knattspyrnukvenna. Hún barðist þá fyrir rétti þeirra til að verða mæður án þess að fórna um leið knattspyrnuferli sínum. Oftar en ekki hafa konurnar þurft að velja á milli fjölskyldunnar og fótboltans en ekki lengur. Nú eiga þær valið og það er ekki síst þökk sé baráttu Söru fyrir dómstólum. Öll alvöru félög bjóða nú kanttspyrnukonum fæðingarorlof og réttan stuðning á leið sinni til baka inn á fótboltavöllinn. Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, minntust þess að það eru nú tvö ár frá sigri Söru í réttarkerfinu. Hún hefur unnið marga sigra inn á velinum en einn þann stærsta á ferlinum vann hún í réttarsalnum. FIFPRO fór yfir það hvernig Sara Björk hjálpaði fótboltakonum heimsins að geta valið bæði fjölskyldu og fótboltann. Sara Björk varð ófrísk þegar hún var leikmaður franska liðsins Lyon. Félagið studdi hana ekkert, forráðamenn eða þjálfarar höfðu ekkert samband við hana og þeir buðu henni ekki aðgengi að sérhæfðum þjálfurum. Hún fékk heldur engar leiðbeiningar og ofan á allt þetta lækkaði franska félagið launin hennar verulega. Sara fór með franska félagið fyrir dómstóla og nýtti sér þá nýja reglugerð FIFA. Hún hafði fullan stuðning Alþjóðaleikmannasamtakanna í málinu. Sara varð síðan fyrsta konan til að vinna mál eftir að félag borgaði leikmanni ekki laun í fæðingarorlofi. Alls þurfti Lyon að borga henni meira en 82 þúsund evrur eða tæpar tólf milljónir króna. Sara Björk hjálpaði einnig FIFPRO að setja saman leiðbeiningar fyrir ófrískar knattspyrnukonur. Þar má finna allar nauðsynlegar upplýsingar vegna heilsu þeirra, réttinda og síðast en ekki síst eru þar góð ráð á svo krefjandi tímum. Sara hafði mikið fram að færa enda nýbúin að ganga í gegnum þetta allt saman sjálf og henni tókst að komast aftur á hæsta stig fótboltans, bæði með félagsliði sínu sem og með íslenska landsliðinu á EM 2022. „Sögulegur sigur Söru skipti miklu meira máli en peningar. Þetta snerist um sanngirni og réttindi. Mál Söru sannaði að félög verða að styðja á bak við leikmenn í fæðingarorlofi því annars verður þeim refsað,“ segir á miðlum FIFPRO. „Þetta var risastór sigur fyrir knattspyrnukonur heimsins,“ segir að lokum í færslu FIFPRO en það má sjá hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FIFPRO (@fifpro)
Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira