Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar 20. janúar 2025 10:30 Tillöguhöfundur hefur starfað í ferðaþjónustunni í áratugi og hefur orðið vitni að miklum og jákvæðum breytingum fyrir ríkissjóð, sérstaklega í formi aukinna tekna af virðisaukaskatti. Samkvæmt lögum er virðisaukaskattur neytendaskattur, en fyrir fyrirtæki er hann gegnumstreymisskattur. Fjölgun erlendra ferðamanna leiðir beint til fjölgunar neytenda í landinu, neytenda sem verja hlutfallslega mun meiri fjármunum á dag en íbúar landsins. Þetta þekkjum við sjálf þegar við ferðumst – dagleg útgjöld eru hærri á ferðalögum. Eyðsla ferðamanna dreifist víðar en aðeins til hefðbundinna greina ferðaþjónustunnar og er því oft vangreind í uppgjöri ríkissjóðs, sem væri efni í ítarlega umræðu. Það sem ég vil sérstaklega vekja athygli á og uppræta er kerfisbundin sniðganga í virðisaukaskattskerfinu, sérstaklega innan stórs hluta deilihagkerfisins. Upphaflega var deilihagkerfið hugsað sem lítið og sniðið að einkaaðilum, til að nýta betur vannýtt húsnæði í skammtímaleigu, s.s. sumarbústaði eða heimili. Til einföldunar var sett regla um að heimilt væri að leigja út í allt að 90 daga á ári og hafa tekjur allt að 2 milljónum króna án þess að innheimta virðisaukaskatt. Hugmyndin var að skapa svigrúm fyrir einkaframtak til að nýta eignir sínar betur, en reynslan hefur verið önnur. Stærstu aðilar í skammtímaleigu eru bæði innlendar og erlendar leigumiðlanir, s.s. Airbnb og aðrar sambærilegar þjónustur. Þessar miðlanir innheimta greiðslur fyrir leigutíma en halda eftir fjármunum oft í marga mánuði, þar til viðskiptavinurinn hefur nýtt sér leiguna. Að því loknu gerir leigumiðlunin upp við eigandann, að því gefnu að enginn ágreiningur hafi komið upp. Þetta ber skýr merki þess að leigumiðlunin sjálf er hinn raunverulegi söluaðili þjónustunnar. Hún tekur við greiðslunni og skilar hluta hennar til eiganda eignarinnar án þess að skila virðisaukaskatti líkt og ferðaskrifstofur þurfa að gera. Leigumiðlanir skila í einhverjum tilfellum virðisaukaskatti af sinni þóknun, en ekki af allri upphæðinni, eins og krafist er í öðrum atvinnugreinum. Svör sem ég hef fengið frá þessum aðilum benda til þess að þeirra skoðun sé að ábyrgðin á greiðslu virðisaukaskattsins sé hjá eiganda eignarinnar, ef velta hans fer yfir 2 milljónir króna á ári. Þetta gengur ekki upp í samræmi við anda laganna, þar sem skattskylda sala á þjónustu felur í sér að sá sem innheimtir greiðsluna ber ábyrgð á greiðslu virðisaukaskattsins. Lögin eru skýr á því að sá sem tekur við greiðslunni er ábyrgur fyrir greiðslu virðisaukaskatts af allri upphæðinni. Í dag er þetta litla deilihagkerfi orðið að alvarlegu skuggahagkerfi sem skapar mikla röskun á samkeppni við aðra gistimöguleika vegna umfangs þess. Þessi sniðganga dregur verulega úr tekjum ríkissjóðs og veitir óeðlilega samkeppnisforskot gagnvart lögbundnum rekstraraðilum ferðaþjónustunnar. Tillaga um breytingar Mín tillaga er að kerfið verði tekið til heildarendurskoðunar og ábyrgð þeirra sem selja og innheimta greiðslur fyrir gistingu verði skýrari. Ég legg til að eftirfarandi breytingar verði gerðar: Tímarammi undanþágu frá virðisaukaskatti verði styttur úr 90 dögum í 60 daga á ári. Tekjumörk fyrir undanþágu á virðisaukaskatti lækki úr 2 milljónum króna í 1 milljón króna á ári. Skýrt verði kveðið á um að sá sem innheimtir greiðsluna, hvort sem það er leigumiðlun eða eigandi, beri ábyrgð á greiðslu virðisaukaskattsins. Samræming verði gerð á skattlagningu í skammtímaleigu svo hún standist sömu skilyrði og hefðbundin gistiþjónusta. Einnig er vert að benda á að verðlagning í skammtímaleigu virðist ekki breytast hvort sem leigusalinn er fyrir ofan eða neðan viðmiðunarmörkin. Þetta bendir til þess að virðisaukaskattur sem ætti að skila sér í ríkissjóð endi þess í stað í vasa leigusalans. Þetta er ekki réttlátt gagnvart löglegum rekstraraðilum né gagnvart almennum skattgreiðendum. Ég hvet því til þess að stjórnvöld taki þessi mál til alvarlegrar skoðunar og tryggi að virðisaukaskattskerfið sé réttlátt og samræmt fyrir alla aðila í ferðaþjónustu. Ofanrituð tillaga var send inn í samráðgátt stjórnvalda um hagræða í rekstri ríkisins og í því fellst væntanlega að leita leiða til að hagræða sem og að auka tekjur og bæta samkeppnisstöðu á markaði. Höfundur er eigandi Hótel Varmaland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilihagkerfi Rekstur hins opinbera Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Tillöguhöfundur hefur starfað í ferðaþjónustunni í áratugi og hefur orðið vitni að miklum og jákvæðum breytingum fyrir ríkissjóð, sérstaklega í formi aukinna tekna af virðisaukaskatti. Samkvæmt lögum er virðisaukaskattur neytendaskattur, en fyrir fyrirtæki er hann gegnumstreymisskattur. Fjölgun erlendra ferðamanna leiðir beint til fjölgunar neytenda í landinu, neytenda sem verja hlutfallslega mun meiri fjármunum á dag en íbúar landsins. Þetta þekkjum við sjálf þegar við ferðumst – dagleg útgjöld eru hærri á ferðalögum. Eyðsla ferðamanna dreifist víðar en aðeins til hefðbundinna greina ferðaþjónustunnar og er því oft vangreind í uppgjöri ríkissjóðs, sem væri efni í ítarlega umræðu. Það sem ég vil sérstaklega vekja athygli á og uppræta er kerfisbundin sniðganga í virðisaukaskattskerfinu, sérstaklega innan stórs hluta deilihagkerfisins. Upphaflega var deilihagkerfið hugsað sem lítið og sniðið að einkaaðilum, til að nýta betur vannýtt húsnæði í skammtímaleigu, s.s. sumarbústaði eða heimili. Til einföldunar var sett regla um að heimilt væri að leigja út í allt að 90 daga á ári og hafa tekjur allt að 2 milljónum króna án þess að innheimta virðisaukaskatt. Hugmyndin var að skapa svigrúm fyrir einkaframtak til að nýta eignir sínar betur, en reynslan hefur verið önnur. Stærstu aðilar í skammtímaleigu eru bæði innlendar og erlendar leigumiðlanir, s.s. Airbnb og aðrar sambærilegar þjónustur. Þessar miðlanir innheimta greiðslur fyrir leigutíma en halda eftir fjármunum oft í marga mánuði, þar til viðskiptavinurinn hefur nýtt sér leiguna. Að því loknu gerir leigumiðlunin upp við eigandann, að því gefnu að enginn ágreiningur hafi komið upp. Þetta ber skýr merki þess að leigumiðlunin sjálf er hinn raunverulegi söluaðili þjónustunnar. Hún tekur við greiðslunni og skilar hluta hennar til eiganda eignarinnar án þess að skila virðisaukaskatti líkt og ferðaskrifstofur þurfa að gera. Leigumiðlanir skila í einhverjum tilfellum virðisaukaskatti af sinni þóknun, en ekki af allri upphæðinni, eins og krafist er í öðrum atvinnugreinum. Svör sem ég hef fengið frá þessum aðilum benda til þess að þeirra skoðun sé að ábyrgðin á greiðslu virðisaukaskattsins sé hjá eiganda eignarinnar, ef velta hans fer yfir 2 milljónir króna á ári. Þetta gengur ekki upp í samræmi við anda laganna, þar sem skattskylda sala á þjónustu felur í sér að sá sem innheimtir greiðsluna ber ábyrgð á greiðslu virðisaukaskattsins. Lögin eru skýr á því að sá sem tekur við greiðslunni er ábyrgur fyrir greiðslu virðisaukaskatts af allri upphæðinni. Í dag er þetta litla deilihagkerfi orðið að alvarlegu skuggahagkerfi sem skapar mikla röskun á samkeppni við aðra gistimöguleika vegna umfangs þess. Þessi sniðganga dregur verulega úr tekjum ríkissjóðs og veitir óeðlilega samkeppnisforskot gagnvart lögbundnum rekstraraðilum ferðaþjónustunnar. Tillaga um breytingar Mín tillaga er að kerfið verði tekið til heildarendurskoðunar og ábyrgð þeirra sem selja og innheimta greiðslur fyrir gistingu verði skýrari. Ég legg til að eftirfarandi breytingar verði gerðar: Tímarammi undanþágu frá virðisaukaskatti verði styttur úr 90 dögum í 60 daga á ári. Tekjumörk fyrir undanþágu á virðisaukaskatti lækki úr 2 milljónum króna í 1 milljón króna á ári. Skýrt verði kveðið á um að sá sem innheimtir greiðsluna, hvort sem það er leigumiðlun eða eigandi, beri ábyrgð á greiðslu virðisaukaskattsins. Samræming verði gerð á skattlagningu í skammtímaleigu svo hún standist sömu skilyrði og hefðbundin gistiþjónusta. Einnig er vert að benda á að verðlagning í skammtímaleigu virðist ekki breytast hvort sem leigusalinn er fyrir ofan eða neðan viðmiðunarmörkin. Þetta bendir til þess að virðisaukaskattur sem ætti að skila sér í ríkissjóð endi þess í stað í vasa leigusalans. Þetta er ekki réttlátt gagnvart löglegum rekstraraðilum né gagnvart almennum skattgreiðendum. Ég hvet því til þess að stjórnvöld taki þessi mál til alvarlegrar skoðunar og tryggi að virðisaukaskattskerfið sé réttlátt og samræmt fyrir alla aðila í ferðaþjónustu. Ofanrituð tillaga var send inn í samráðgátt stjórnvalda um hagræða í rekstri ríkisins og í því fellst væntanlega að leita leiða til að hagræða sem og að auka tekjur og bæta samkeppnisstöðu á markaði. Höfundur er eigandi Hótel Varmaland.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun