Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2025 11:01 Ein mynd úr ranni Vár, félags um verndun Fjarðar. Meirihluti Seyðfirðinga vill samkvæmt nýlegri könnun ekki sjókvíaeldi í fjörðinn sinn. Þessi afstaða kemur sumum á óvart því fyrirtækin eru yfirleitt fljót að koma ár sinni fyrir borð í þeim bæjarfélögum þar sem til stendur að setja niður sjókvíaeldi. VÁ Nú þegar þetta er skrifað hafa tæp tólf þúsund skrifað undir bænaskjal þar sem biðlað er til stjórnvalda að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Umsagnaferlinu lýkur í dag og þá leggst kerfið yfir það hvort þar séu ábendingar sem vert er að taka mark á. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar. Hún segir að þrátt fyrir það verði undirskrifalistinn opinn til áfram eða til 10. apríl. „Við erum auðvitað í skýjunum vegna viðbragðanna og hversu mikillar athygli þessi barátta hefur notið,“ segir Benedikta en hún hefur nú barist í fjögur ár fyrir því að Seyðisfjörður fái að vera í friði fyrir sjókvíaeldinu. „Meirihluti landsmanna er neikvæður gagnvart sjókvíaeldi, það liggur fyrir,“ segir Benedikta og vísar í skoðanakannanir. Hún segist ánægð með hversu mikillar athygli málið hefur notið. Og má í því sambandi nefna afdráttarlausa grein stjórnarþingmannsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem fer ítarlega yfir málið. Benedikta segir ekki eitt heldur allt sem setja megi út á þessa fyrirhuguðu framkvæmd sem er á vegum fyrirtækisins Kaldvík. „Það væri hægt að stoppa þetta einfaldlega á þeim forsendum að þetta kemst ekki fyrir í firðinum. En þeir vilja troða þessu einhvern veginn inn. Dómharka og dylgjur Þó meirihluti bæjarbúa hafi sýnt sig í að vera þessu andvígir eru vissulega Seyðfirðingar sem hafa tekið til máls og viljað halda því á loft að þeir séu hlynntir. Margrét Guðjónsdóttir er ein þeirra og hefur hún skrifað Facebook-pistil þar sem hún gagnrýnir ofsa í málflutningi náttúruverndarsinna. Pistillinn hefur notið nokkurs stuðnings. Margrét Guðjónsdóttir Seyðfirðingur hefur ritað grein þar sem hún viðrar önnur sjónarmið, þau að sjókvíaeldi geti fært Seyðfirðingum aukin lífsgæði.Facebook „Ég tel að dómharka og dylgjur sumra þeirra er mest höfðu sig frammi í andstöðunni, hafi orðið til þess að ójafnvægi myndaðist snemma í umræðunni. Einstaklingar sem voru ekki mótfallnir fiskeldi héldu sig margir til hlés í opinberri umræðu vegna ofsa og persónuárása sem einkenndu umræðuna,” segir Margrét meðal annars í eftirtektarverðum pistli. Hún telur Vá hafa átt sviðið og talað sem hinn eini sanni málsvari íbúa Seyðisfjarðar en þar sé í raun um áróðursvél að ræða, leidd af fólki sem býr ekki á Seyðisfirði! „Ég hlakka til þess að fá nýja og kraftmikla starfsemi í fjörðinn. Ég gleðst yfir því að hafa tækifæri til að sækja um ný störf, ég gleðst yfir því að tugir einstaklinga sóttu um þau fiskeldisstörf sem nýlega voru auglýst á Seyðisfirði. Ég samgleðst þeim sem fengu störfin og ég er spennt fyrir hönd þeirra sem bíða eftir að geta sótt um síðar. Ég er spennt að sjá hverjir grípa tækifærin í afleiddri starfsemi og skapa þannig enn fleiri störf. Ég trúi því ekki að tilkoma fiskeldis verði á kostnað annarrar uppbyggingar í bænum,“ segir Margrét. Búið að skipta bæjarbúum í tvö horn Benedikta segir stöðuna þegar orðna persónulega og ömurlega en fyrirtækið hefur nú auglýst og ráðið í störf við starfsemina. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er ábyrgðarmaður undirskriftastöfnunarinnar og formaður Vár - félags um verndun fjarðar. Hún segir málið farið að verða ljótt eftir að Kaldvík tók upp á því að auglýsa störf áður en leyfið er fyrirliggjandi. „Þetta er alltaf sama aðferðarfræðin,“ segir Benedikta og vísar í rómaða bók sem Andri Snær Magnason skrifaði og gaf út 2019; „Draumalandið – Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð“. „Við erum að glíma við ofurefli og ekki hægt annað en vera með háværa rödd og leggja mikið á sig til að eiga möguleika á að snúa þessu við.“ Er bjartsýn á að ný ríkisstjórn stöðvi málið Benedikta segist bjartsýn á að lyktir málsins verði með þeim hætti að horfið verði frá þessum fyrirætlunum. „Ef hin nýja ríkisstjórn horfir á öll þau gögn sem við höfum lagt fram. Það hefur verið boðið upp á sýndarsamráð trekk í trekk en ef ég væri í þessari ríkisstjórn vildi ég ekki bera ábyrgð á því að hleypa þessu leyfi í gegn. Það er mikilvægt að ríkið festi það ekki í sessi að það verði skaðabótaskylt gagnvart fyrirtækinu. Og það gerist, ef þeir veita þetta leyfi, fara inn í kauphöllina, þeir eru komnir með væntingar í sínum viðskiptum. En nú er hægt að bremsa.“ Benedikta segir ekki hægt að hafa þetta vofandi yfir samfélaginu lengi enn, það verður að klára þetta mál í eitt skipti fyrir öll. Umhverfismál Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Múlaþing Tengdar fréttir Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis á Seyðisfirði. Formaður félagasamtaka sem stendur fyrir söfnuninni segist vonast til þess að landsmenn skrifi undir og félagið fái umboð til að sýna stjórnvöldum að framkvæmdin fari gegn vilja landsmanna. 15. janúar 2025 20:46 Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann. 15. janúar 2025 12:44 Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Umsagnaferlinu lýkur í dag og þá leggst kerfið yfir það hvort þar séu ábendingar sem vert er að taka mark á. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar. Hún segir að þrátt fyrir það verði undirskrifalistinn opinn til áfram eða til 10. apríl. „Við erum auðvitað í skýjunum vegna viðbragðanna og hversu mikillar athygli þessi barátta hefur notið,“ segir Benedikta en hún hefur nú barist í fjögur ár fyrir því að Seyðisfjörður fái að vera í friði fyrir sjókvíaeldinu. „Meirihluti landsmanna er neikvæður gagnvart sjókvíaeldi, það liggur fyrir,“ segir Benedikta og vísar í skoðanakannanir. Hún segist ánægð með hversu mikillar athygli málið hefur notið. Og má í því sambandi nefna afdráttarlausa grein stjórnarþingmannsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem fer ítarlega yfir málið. Benedikta segir ekki eitt heldur allt sem setja megi út á þessa fyrirhuguðu framkvæmd sem er á vegum fyrirtækisins Kaldvík. „Það væri hægt að stoppa þetta einfaldlega á þeim forsendum að þetta kemst ekki fyrir í firðinum. En þeir vilja troða þessu einhvern veginn inn. Dómharka og dylgjur Þó meirihluti bæjarbúa hafi sýnt sig í að vera þessu andvígir eru vissulega Seyðfirðingar sem hafa tekið til máls og viljað halda því á loft að þeir séu hlynntir. Margrét Guðjónsdóttir er ein þeirra og hefur hún skrifað Facebook-pistil þar sem hún gagnrýnir ofsa í málflutningi náttúruverndarsinna. Pistillinn hefur notið nokkurs stuðnings. Margrét Guðjónsdóttir Seyðfirðingur hefur ritað grein þar sem hún viðrar önnur sjónarmið, þau að sjókvíaeldi geti fært Seyðfirðingum aukin lífsgæði.Facebook „Ég tel að dómharka og dylgjur sumra þeirra er mest höfðu sig frammi í andstöðunni, hafi orðið til þess að ójafnvægi myndaðist snemma í umræðunni. Einstaklingar sem voru ekki mótfallnir fiskeldi héldu sig margir til hlés í opinberri umræðu vegna ofsa og persónuárása sem einkenndu umræðuna,” segir Margrét meðal annars í eftirtektarverðum pistli. Hún telur Vá hafa átt sviðið og talað sem hinn eini sanni málsvari íbúa Seyðisfjarðar en þar sé í raun um áróðursvél að ræða, leidd af fólki sem býr ekki á Seyðisfirði! „Ég hlakka til þess að fá nýja og kraftmikla starfsemi í fjörðinn. Ég gleðst yfir því að hafa tækifæri til að sækja um ný störf, ég gleðst yfir því að tugir einstaklinga sóttu um þau fiskeldisstörf sem nýlega voru auglýst á Seyðisfirði. Ég samgleðst þeim sem fengu störfin og ég er spennt fyrir hönd þeirra sem bíða eftir að geta sótt um síðar. Ég er spennt að sjá hverjir grípa tækifærin í afleiddri starfsemi og skapa þannig enn fleiri störf. Ég trúi því ekki að tilkoma fiskeldis verði á kostnað annarrar uppbyggingar í bænum,“ segir Margrét. Búið að skipta bæjarbúum í tvö horn Benedikta segir stöðuna þegar orðna persónulega og ömurlega en fyrirtækið hefur nú auglýst og ráðið í störf við starfsemina. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er ábyrgðarmaður undirskriftastöfnunarinnar og formaður Vár - félags um verndun fjarðar. Hún segir málið farið að verða ljótt eftir að Kaldvík tók upp á því að auglýsa störf áður en leyfið er fyrirliggjandi. „Þetta er alltaf sama aðferðarfræðin,“ segir Benedikta og vísar í rómaða bók sem Andri Snær Magnason skrifaði og gaf út 2019; „Draumalandið – Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð“. „Við erum að glíma við ofurefli og ekki hægt annað en vera með háværa rödd og leggja mikið á sig til að eiga möguleika á að snúa þessu við.“ Er bjartsýn á að ný ríkisstjórn stöðvi málið Benedikta segist bjartsýn á að lyktir málsins verði með þeim hætti að horfið verði frá þessum fyrirætlunum. „Ef hin nýja ríkisstjórn horfir á öll þau gögn sem við höfum lagt fram. Það hefur verið boðið upp á sýndarsamráð trekk í trekk en ef ég væri í þessari ríkisstjórn vildi ég ekki bera ábyrgð á því að hleypa þessu leyfi í gegn. Það er mikilvægt að ríkið festi það ekki í sessi að það verði skaðabótaskylt gagnvart fyrirtækinu. Og það gerist, ef þeir veita þetta leyfi, fara inn í kauphöllina, þeir eru komnir með væntingar í sínum viðskiptum. En nú er hægt að bremsa.“ Benedikta segir ekki hægt að hafa þetta vofandi yfir samfélaginu lengi enn, það verður að klára þetta mál í eitt skipti fyrir öll.
Umhverfismál Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Múlaþing Tengdar fréttir Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis á Seyðisfirði. Formaður félagasamtaka sem stendur fyrir söfnuninni segist vonast til þess að landsmenn skrifi undir og félagið fái umboð til að sýna stjórnvöldum að framkvæmdin fari gegn vilja landsmanna. 15. janúar 2025 20:46 Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann. 15. janúar 2025 12:44 Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis á Seyðisfirði. Formaður félagasamtaka sem stendur fyrir söfnuninni segist vonast til þess að landsmenn skrifi undir og félagið fái umboð til að sýna stjórnvöldum að framkvæmdin fari gegn vilja landsmanna. 15. janúar 2025 20:46
Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann. 15. janúar 2025 12:44
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32