Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram. Þar segir að stúlkan hafi komið í heiminn á fallegum vetrardegi fyrir mánuði síðan.
„Þann 18. desember urðum við þriggja manna fjölskylda,“ skrifar parið.
Heiðar Logi er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann rekur einnig fyrirtækið Fasteignafegrun þar sem hann sérhæfir sig í hinu ýmsu viðhaldi fasteigna. Anný Björk hefur undanfarin ár starfað fyrir framleiðslufyrirtækið True North.
Parið opinberaði samband sitt í mars 2023. Hjúin búa saman í fallegu sumarhúsi rétt fyrir utan Reykjavík sem þau hafa verið að gera upp.
Heiðar opnaði sig upp á gátt í Einkalífinu á Vísi fyrir örfáum árum síðan. Þar sagði hann sagði frá því að æska sín hefði einkennst af mikilli óreiðu.