Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar 20. janúar 2025 14:33 Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga: Áhugamönnum um þessa virkjun og aðrar svíður að ekkert skuli ganga í framkvæmdum eftir að alþingi er búið að setja virkjunina í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Menn virðast telja að málinu ljúki með atkvæðagreiðslunni á þingi ‒ og svokallað „leyfisveitingaferli“ sé til óþurftar. Að minnsta kosti eigi efasemdarmenn og gagnrýnendur að loka munni snarlega. Og síðasti orku- og umhverfisráðherra kallaði þá nánast þjóðníðinga sem leyfðu sér að standa í kærumálum og tefja hinar þjóðnauðsynlegu framkvæmdir. Er þetta svona? Rammaáætlun var komið á með lögum árið 2011 ‒ í ríkisstjórn D og S ‒ og fyrsta áætlunin samkvæmt þeim lögum var samþykkt á alþingi vorið 2013. Veit allt um það af því ég var framsögumaður umhverfisnefndar þegar málið kom til afgreiðslu á alþingi. Í greinargerð („athugasemdum“ heitir það á þingmállýskunni) með lagafrumvarpinu eru skýrð meginatriði hins nýja kerfis um verndar- og orkunýtingu landsvæða: „Lagt er til að stjórnvöldum sé heimilt en ekki skylt að veita leyfi til orkuvinnslu vegna þeirra virkjunarkosta sem falla í nýtingarhluta áætlunarinnar. Verndar- og nýtingaráætlunin feli því ekki í sér afstöðu þingsins til þess hvaða virkjunarkostir skuli nýttir á tímabilinu heldur eingöngu hvaða virkjunarkostir geti farið í hefðbundið leyfisveitingarferli og hvaða virkjunum er heimilt að gera ráð fyrir í skipulagi sveitarfélaga.“ Takið eftir: „heimilt en ekki skylt“ að veita leyfi. Og samþykktin felur ekki „í sér afstöðu þingsins“ til virkjunarframkvæmda heldur „eingöngu“ til þess hvaða kostir getir farið í leyfisveitingaferlið. Ákvörðun þingsins um landsvæði og virkjunarkosti snýst ekki um það að nú skuli virkja þessa á eða þetta jarðvarmasvæði en ekki aðra/annað ‒ heldur taka alþingismenn fyrst og fremst ákvörðun um það hvaða landsvæði skuli friða fyrir orkunýtingu ‒ og nýta þá með öðrum hætti, svo sem til útivistar, ferðamennsku, landbúnaðar, vísindarannsókna o.s.frv. Þeir kostir/svæði sem ekki fá þessa vernd falla í svokallaðan orkunýtingarflokk. Væntanlegir framkvæmendur standa þá frammi fyrir hinu „hefðbundna leyfisveitingarferli“ ‒ sem meðal annars felur í sér mat á umhverfisákvörðunum og rétt almennings til upplýsinga og áhrifa samkvæmt innleiðingu Árósasamningsins í lagasafnið. Öðruvísi, mjög stutt: Áður þurfti samþykki alþingis til allra umtalsverðra virkjunarframkvæmda á landinu. Virkjanirnar voru þá samþykktar inn í raforkulögin ‒ og eftir samþykktina höfðu framkvæmendur meira og minna frjálsar hendur ‒ án umhverfismats og Árósasamnings. Um aldamótin var þessu breytt ‒ til hagræðis fyrir framkvæmendur ‒ þannig að valdið var fært úr höndum þingsins og til iðnaðarráðherra, sem veitti virkjunarleyfi, að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Um svipað leyti var svo tekið upp umhverfismatið, og smám saman Árósaáfangar sem tryggðu almenningi aukinn rétt. Þetta breyttist svo með rammaáætlun, sem hér komst á að frumkvæði Samfylkingarinnar 2011 og 2013. Þá var ákveðið að eftir rækilega faglega vinnu tæki alþingi afstöðu til tillagna um skiptingu tiltekinna svæða/kosta í verndar- og orkunýtingarflokk (og gæti svo geymt sumt í biðflokki). Kostirnir/svæðin í orkunýtingarflokki héldu svo áfram, einsog áður, í sitt ferli. Það er hins vegar ekki Alþingi sem tekur ákvörðun um að virkja. Sem áður segir: Stjórnvöldum er heimilt en ekki skylt að veita virkjunarleyfi. Atkvæðagreiðslan á þinginu lýsir ekki afstöðu til að virkja á einstökum stöðum heldur eingöngu til þess hvað getur farið í hefðbundið leyfisveitingarferli. Hvammsvirkjun hefur gengið illa í þessu ferli ‒ en það er ekki rammaáætlun að kenna eða þakka. Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Mörður Árnason Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga: Áhugamönnum um þessa virkjun og aðrar svíður að ekkert skuli ganga í framkvæmdum eftir að alþingi er búið að setja virkjunina í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Menn virðast telja að málinu ljúki með atkvæðagreiðslunni á þingi ‒ og svokallað „leyfisveitingaferli“ sé til óþurftar. Að minnsta kosti eigi efasemdarmenn og gagnrýnendur að loka munni snarlega. Og síðasti orku- og umhverfisráðherra kallaði þá nánast þjóðníðinga sem leyfðu sér að standa í kærumálum og tefja hinar þjóðnauðsynlegu framkvæmdir. Er þetta svona? Rammaáætlun var komið á með lögum árið 2011 ‒ í ríkisstjórn D og S ‒ og fyrsta áætlunin samkvæmt þeim lögum var samþykkt á alþingi vorið 2013. Veit allt um það af því ég var framsögumaður umhverfisnefndar þegar málið kom til afgreiðslu á alþingi. Í greinargerð („athugasemdum“ heitir það á þingmállýskunni) með lagafrumvarpinu eru skýrð meginatriði hins nýja kerfis um verndar- og orkunýtingu landsvæða: „Lagt er til að stjórnvöldum sé heimilt en ekki skylt að veita leyfi til orkuvinnslu vegna þeirra virkjunarkosta sem falla í nýtingarhluta áætlunarinnar. Verndar- og nýtingaráætlunin feli því ekki í sér afstöðu þingsins til þess hvaða virkjunarkostir skuli nýttir á tímabilinu heldur eingöngu hvaða virkjunarkostir geti farið í hefðbundið leyfisveitingarferli og hvaða virkjunum er heimilt að gera ráð fyrir í skipulagi sveitarfélaga.“ Takið eftir: „heimilt en ekki skylt“ að veita leyfi. Og samþykktin felur ekki „í sér afstöðu þingsins“ til virkjunarframkvæmda heldur „eingöngu“ til þess hvaða kostir getir farið í leyfisveitingaferlið. Ákvörðun þingsins um landsvæði og virkjunarkosti snýst ekki um það að nú skuli virkja þessa á eða þetta jarðvarmasvæði en ekki aðra/annað ‒ heldur taka alþingismenn fyrst og fremst ákvörðun um það hvaða landsvæði skuli friða fyrir orkunýtingu ‒ og nýta þá með öðrum hætti, svo sem til útivistar, ferðamennsku, landbúnaðar, vísindarannsókna o.s.frv. Þeir kostir/svæði sem ekki fá þessa vernd falla í svokallaðan orkunýtingarflokk. Væntanlegir framkvæmendur standa þá frammi fyrir hinu „hefðbundna leyfisveitingarferli“ ‒ sem meðal annars felur í sér mat á umhverfisákvörðunum og rétt almennings til upplýsinga og áhrifa samkvæmt innleiðingu Árósasamningsins í lagasafnið. Öðruvísi, mjög stutt: Áður þurfti samþykki alþingis til allra umtalsverðra virkjunarframkvæmda á landinu. Virkjanirnar voru þá samþykktar inn í raforkulögin ‒ og eftir samþykktina höfðu framkvæmendur meira og minna frjálsar hendur ‒ án umhverfismats og Árósasamnings. Um aldamótin var þessu breytt ‒ til hagræðis fyrir framkvæmendur ‒ þannig að valdið var fært úr höndum þingsins og til iðnaðarráðherra, sem veitti virkjunarleyfi, að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Um svipað leyti var svo tekið upp umhverfismatið, og smám saman Árósaáfangar sem tryggðu almenningi aukinn rétt. Þetta breyttist svo með rammaáætlun, sem hér komst á að frumkvæði Samfylkingarinnar 2011 og 2013. Þá var ákveðið að eftir rækilega faglega vinnu tæki alþingi afstöðu til tillagna um skiptingu tiltekinna svæða/kosta í verndar- og orkunýtingarflokk (og gæti svo geymt sumt í biðflokki). Kostirnir/svæðin í orkunýtingarflokki héldu svo áfram, einsog áður, í sitt ferli. Það er hins vegar ekki Alþingi sem tekur ákvörðun um að virkja. Sem áður segir: Stjórnvöldum er heimilt en ekki skylt að veita virkjunarleyfi. Atkvæðagreiðslan á þinginu lýsir ekki afstöðu til að virkja á einstökum stöðum heldur eingöngu til þess hvað getur farið í hefðbundið leyfisveitingarferli. Hvammsvirkjun hefur gengið illa í þessu ferli ‒ en það er ekki rammaáætlun að kenna eða þakka. Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun