Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 08:00 Brottrekstur Ives Serneels virðist hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en Elísabet Gunnarsdóttir er tekin við af honum og mun stýra Belgum næstu árin. Samsett/Getty/RBFA Ives Serneels, forveri Elísabetar Gunnarsdóttur í starfi landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, hafði verið í fjórtán ár í starfi þegar honum var óvænt sagt upp með myndsímtali á föstudaginn. Belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws greinir frá þessu og virðist uppsögn Serneels hafa verið afar óvænt. Ljóst er að forráðamenn belgíska knattspyrnusambandsins hafa verið komnir með Elísabetu í sigtið því hún var svo formlega tilkynnt sem nýr þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í gær. Elísabet kvaðst í samtali við Vísi ekki vilja ræða brotthvarf Serneels en viðtal við hana birtist í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Var að fylgjast með landsliðskonum í Mílanó Serneels var staddur í Mílanó þegar hann var rekinn, og hafði kvöldið áður fylgst með fimm belgískum landsliðskonum spila í bikarleik Inter og Sassuolo. HLN segir að Serneels hafi verið í óða önn við að undirbúa belgíska liðið sem best fyrir Evrópumótið í Sviss í sumar, eftir að hafa stýrt því til sigurs gegn Úkraínu í umspili í byrjun desember. Eins og fyrr segir hafði Serneels verið lengi þjálfari belgíska liðsins og komið því inn á fyrstu stórmót þess; EM 2017 í Hollandi og EM 2022 í Englandi, þar sem liðið var einmitt í riðli með Íslandi og komst áfram í 8-liða úrslitin en féll svo úr leik. Elísabet heldur Onzia í teyminu HLN segir að vídjósímtalið við Serneels hafi verið stutt og honum einfaldlega tjáð að hans krafta væri ekki lengur óskað. Í kjölfarið var svo fleirum úr starfsliðinu í kringum belgíska landsliðið sagt upp, þar á meðal aðstoðarþjálfaranum Kris Van Der Haegen, þar sem það var þegar ljóst að nýr, erlendur þjálfari, sem nú er ljóst að er Elísabet, kæmi með sinn eigin aðstoðarþjálfara. Sá er sænskur og heitir Magnus Palsson. Fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, heldur hins vegar sæti sínu í þjálfarateyminu. Belgía og Ísland gerðu 1-1 jafntefli á síðasta EM, en Belgar komust áfram í 8-liða úrslitin, undir stjórn Ives Serneels sem nú hefur verið rekinn.Getty Á föstudaginn var einnig tilkynnt að þjálfari karlalandsliðs Belgíu, Domenico Tedesco, hefði verið rekinn. HLN bendir á það að í þeirri tilkynningu hafi birst ummæli frá Tedesco þar sem hann sagði meðal annars að „fallegri sögu væri því miður núna lokið“, en að í tilkynningunni um brotthvarf Serneels væru engin ummæli frá honum. Gæti mætt Íslandi á EM Elísabetu er ætlað að koma belgíska kvennalandsliðinu, sem er í 19. sæti heimslistans, upp á næsta stig. Hún á krefjandi verkefni fyrir höndum á EM í Sviss í sumar þar sem Belgía er í riðli með heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Sá möguleiki er fyrir hendi að Elísabet stýri svo Belgum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum, ef bæði lið komast upp úr sínum riðli. Belgíski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws greinir frá þessu og virðist uppsögn Serneels hafa verið afar óvænt. Ljóst er að forráðamenn belgíska knattspyrnusambandsins hafa verið komnir með Elísabetu í sigtið því hún var svo formlega tilkynnt sem nýr þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í gær. Elísabet kvaðst í samtali við Vísi ekki vilja ræða brotthvarf Serneels en viðtal við hana birtist í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Var að fylgjast með landsliðskonum í Mílanó Serneels var staddur í Mílanó þegar hann var rekinn, og hafði kvöldið áður fylgst með fimm belgískum landsliðskonum spila í bikarleik Inter og Sassuolo. HLN segir að Serneels hafi verið í óða önn við að undirbúa belgíska liðið sem best fyrir Evrópumótið í Sviss í sumar, eftir að hafa stýrt því til sigurs gegn Úkraínu í umspili í byrjun desember. Eins og fyrr segir hafði Serneels verið lengi þjálfari belgíska liðsins og komið því inn á fyrstu stórmót þess; EM 2017 í Hollandi og EM 2022 í Englandi, þar sem liðið var einmitt í riðli með Íslandi og komst áfram í 8-liða úrslitin en féll svo úr leik. Elísabet heldur Onzia í teyminu HLN segir að vídjósímtalið við Serneels hafi verið stutt og honum einfaldlega tjáð að hans krafta væri ekki lengur óskað. Í kjölfarið var svo fleirum úr starfsliðinu í kringum belgíska landsliðið sagt upp, þar á meðal aðstoðarþjálfaranum Kris Van Der Haegen, þar sem það var þegar ljóst að nýr, erlendur þjálfari, sem nú er ljóst að er Elísabet, kæmi með sinn eigin aðstoðarþjálfara. Sá er sænskur og heitir Magnus Palsson. Fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, heldur hins vegar sæti sínu í þjálfarateyminu. Belgía og Ísland gerðu 1-1 jafntefli á síðasta EM, en Belgar komust áfram í 8-liða úrslitin, undir stjórn Ives Serneels sem nú hefur verið rekinn.Getty Á föstudaginn var einnig tilkynnt að þjálfari karlalandsliðs Belgíu, Domenico Tedesco, hefði verið rekinn. HLN bendir á það að í þeirri tilkynningu hafi birst ummæli frá Tedesco þar sem hann sagði meðal annars að „fallegri sögu væri því miður núna lokið“, en að í tilkynningunni um brotthvarf Serneels væru engin ummæli frá honum. Gæti mætt Íslandi á EM Elísabetu er ætlað að koma belgíska kvennalandsliðinu, sem er í 19. sæti heimslistans, upp á næsta stig. Hún á krefjandi verkefni fyrir höndum á EM í Sviss í sumar þar sem Belgía er í riðli með heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Sá möguleiki er fyrir hendi að Elísabet stýri svo Belgum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum, ef bæði lið komast upp úr sínum riðli.
Belgíski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira