Sport

Dag­skráin í dag: Há­kon Arnar á Anfi­eld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Arnar vonast til að byrja leik kvöldsins.
Hákon Arnar vonast til að byrja leik kvöldsins. Image Photo Agency/Getty Images

Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson og liðsfélagar hans hjá franska knattspyrnufélaginu Lille mæta stórliði Liverpool á hinum sögufræga Anfield í Meistaradeild Evrópu síðar í dag. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport en alls eru sex viðburðir í beinni í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 er leikur Vals og Aþenu í Bónus-deild kvenna í körfubolta á dagskrá.

Klukkan 21.20 er komið að Bónus deildin – Extra á dagskrá. Þar verður farið yfir Bónus deild karla frá öðru sjónarhorni en gengur og gerist.

Vodafone Sport

Klukkan 15.20 tekur Galatasaray á móti Dynamo Kyiv í Evrópudeild karla í knattspyrnu.

Klukkan 17.35 er komið að leik Monaco og Aston Villa í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu.

Klukkan 19.50 hefst svo útsending frá Anfield þar sem Liverpool tekur á móti Lille. Heimamenn hafa unnið alla sex leiki sína í keppninni til þessa á meðan Lille hefur unnið fjóra, gert eitt jafntefli og tapað einum.

Klukkan 23.05 er leikur Canadiens og Lightning í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×