„Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 21:34 Snorri Steinn Guðjónsson var á tánum í kvöld, og greinilega búinn að undirbúa íslenska liðið frábærlega. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld. Ísland stakk af í upphafi leiks og hleypti Slóvenum aldrei nærri sér eftir það. Vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki og sigurinn gefur afar góð fyrirheit fyrir framhaldið í milliriðli þar sem keppni hefst á miðvikudaginn. „Auðvitað getum við alltaf týnt eitthvað til, dauðafæri og við skoruðum ekki mikið af mörkum. En leikurinn var bara þess eðlis. Gríðarleg ákefð og mikil barátta, eins og mátti reikna með. Mér fannst ég sjá strax í hvaða gír strákarnir voru. Risahrós á þá,“ sagði Snorri við Henry Birgi Gunnarsson strax eftir leik, og bætti við: „Það var mikið að fara yfir. Margt í gangi og frábært sóknarlið sem við lögðum mikla áherslu á að kortleggja. Ég lagði heimavinnu fyrir strákana og fékk mjög gott svar. Svo var Viktor náttúrulega ótrúlegur í markinu.“ Viðtalið má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Slóvenum En hvaðan kom þessi varnarleikur eiginlega? „Þetta er að gerjast einhvern veginn. Frá því að við hittumst þá hef ég kallað eftir þessum látum og einbeitingu. Að það sé eitthvað að frétta í rauninni. Ég fékk það og rúmlega það í þessum leik. Þetta er okkar leikur, og við erum ekkert frábærir ef við erum ekki svona. Auðvitað er kúnst að kalla það fram en við gerðum það,“ sagði Snorri. „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk“ Hann fékk það sem hann vildi frá mönnum í varnarleiknum í kvöld: „Engin spurning. Þegar þú spilar vörn þá áttu ekki að vera skemmtilegur. Það hentar illa. Það er ekki nóg að 1-2 séu klárir. Þetta gildir frá hornamanni til hornamanns. En þetta var bara riðillinn. Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar, þú kannski gerir það. Við þurfum að ná okkur niður og einbeita okkur að framhaldinu. Þó við séum í góðri stöðu þá getur hún verið fljót að fara,“ sagði Snorri sem var ekkert allt of sammála því að í kvöld hefði Ísland spilað nákvæmlega eins og hann vill sjá: „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk hjá okkur. En þessi leikur þróaðist svona. Það voru alveg tækifæri til að skora meira. Hann ver fullt af dauðafærum. Ef við ætlum að vera frekir þá þurfum við að gera þetta betur.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Ísland stakk af í upphafi leiks og hleypti Slóvenum aldrei nærri sér eftir það. Vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki og sigurinn gefur afar góð fyrirheit fyrir framhaldið í milliriðli þar sem keppni hefst á miðvikudaginn. „Auðvitað getum við alltaf týnt eitthvað til, dauðafæri og við skoruðum ekki mikið af mörkum. En leikurinn var bara þess eðlis. Gríðarleg ákefð og mikil barátta, eins og mátti reikna með. Mér fannst ég sjá strax í hvaða gír strákarnir voru. Risahrós á þá,“ sagði Snorri við Henry Birgi Gunnarsson strax eftir leik, og bætti við: „Það var mikið að fara yfir. Margt í gangi og frábært sóknarlið sem við lögðum mikla áherslu á að kortleggja. Ég lagði heimavinnu fyrir strákana og fékk mjög gott svar. Svo var Viktor náttúrulega ótrúlegur í markinu.“ Viðtalið má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Slóvenum En hvaðan kom þessi varnarleikur eiginlega? „Þetta er að gerjast einhvern veginn. Frá því að við hittumst þá hef ég kallað eftir þessum látum og einbeitingu. Að það sé eitthvað að frétta í rauninni. Ég fékk það og rúmlega það í þessum leik. Þetta er okkar leikur, og við erum ekkert frábærir ef við erum ekki svona. Auðvitað er kúnst að kalla það fram en við gerðum það,“ sagði Snorri. „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk“ Hann fékk það sem hann vildi frá mönnum í varnarleiknum í kvöld: „Engin spurning. Þegar þú spilar vörn þá áttu ekki að vera skemmtilegur. Það hentar illa. Það er ekki nóg að 1-2 séu klárir. Þetta gildir frá hornamanni til hornamanns. En þetta var bara riðillinn. Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar, þú kannski gerir það. Við þurfum að ná okkur niður og einbeita okkur að framhaldinu. Þó við séum í góðri stöðu þá getur hún verið fljót að fara,“ sagði Snorri sem var ekkert allt of sammála því að í kvöld hefði Ísland spilað nákvæmlega eins og hann vill sjá: „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk hjá okkur. En þessi leikur þróaðist svona. Það voru alveg tækifæri til að skora meira. Hann ver fullt af dauðafærum. Ef við ætlum að vera frekir þá þurfum við að gera þetta betur.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28
„Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða