Fótbolti

For­seta FIFA boðið á inn­setningu Donald Trump

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianni Infantino var meðal boðsgesta þegar Donald Trumo sór embættiseið sem nýr forseti Bandaríkjanna.
Gianni Infantino var meðal boðsgesta þegar Donald Trumo sór embættiseið sem nýr forseti Bandaríkjanna. Getty/Shawn Thew-Pool/EPA/JALAL MORCHIDI

Donald Trump sór í gær embættiseið sem nýr forseti Bandaríkjanna og meðal áhorfenda voru margir af hans bestu mönnum. Gianni Infantino, forseti FIFA, tilheyrir þeim hópi.

Trump verður forseti Bandaríkjanna þegar Bandaríkjamenn halda heimsmeistaramót karla í fótbolta með Kanada og Mexíkó sumarið 2026. Þetta verður í fyrsta sinn í 32 ár sem Bandaríkjamenn halda stærsta fótboltamót heims.

Infantino sagði frá því á samfélagsmiðlum að það væri mikill heiður fyrir sig að mæta á sigurhátíð Trump í Washington DC eins og hann orðaði það.

„Þvílíkur heiður og forréttindi fyrir mig að fá að mæta á innsetninguna sem og að Trump hafi minnst á mig í ræðu sinni,“ skrifaði Gianni Infantino, sem er ekki síður umdeildur eins og Trump.

Trump og Infantino eru góðir vinir en forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins kom þrisvar sinnum í heimsókn í Hvíta húsið þegar Trump var síðast forseti Bandaríkjanna.

Þeir voru báðir kosnir forsetar árið 2016. Infantino hefur haldið starfinu síðan en Trump er mættur á ný eftir fjögurra ára fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×