Kitty amma fylgist nefnilega afar vel með leikjum Golden State Warriors og þá sérstaklega frammistöðu uppáhaldsins síns sem er Stephen Curry.
Hún horfir á leiki liðsins á League Pass og skráir niður úrslit og tölfræði Curry í minnisbókina sína.
Myndbandið barst alla leið til Curry og það stóð ekki á svari frá kappanum.
Curry deildi myndbandinu með Kitty ömmu og tilkynnti henni að henni væri nú boðið á leik með Golden State Warriors þegar liðið spilar við Brooklyn Nets í mars. Warriors mætir þá í heimasveit ömmunnar í New York.
„Við munum þá taka vel á móti þér og taktu endilega minnisbókina þína með. Þú þarft ekki að horfa á leikinn á League Pass, heldur getur þú séð hann í eigin persónu. Sjáumst í New York,“ sagði Stephen Curry.
Það má búast við því að hún fái gjafir frá kappanum og örugglega eiginhandaráritun.
„Vá, sagði Kitty þegar hún frétti af þessu og klappaði saman höndunum í æsingi. „Steph Curry, ég trúi þessu ekki,“ sagði Kitty amma.
Hér fyrir neðan má sjá meira um þetta og öll myndböndin með því að fletta.