Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 07:46 Mánagarði var lokað í kjölfar sýkingarinnar og leikskólinn þrifinn og sótthreinsaður. Vísir/Einar Matvælastofnun segir að komið hafi í ljós í kjölfar hópsýkingarinnar á leikskólanum Mánagarði í október síðastliðnum að nauðsynlegt væri að skerpa á þekkingu og meðvitund almennings og matvælaframleiðenda um mikilvægi réttar meðhöndlunar á kjöti. Þetta segir í tilkynningu á vef MAST. Allt að 45 börn veiktust í hópsýkingunni og fjöldi var lagður inn á sjúkrahús, þar af fimm á gjörgæslu. Heildarfjöldi þeirra sem veiktust var 49 en meðal smitaðra voru starfsmaður og fjölskyldumeðlimir barns á leikskólanum. Rannsókn leiddi í ljós shigatoxín-myndandi E. coli (STEC) í nautgripa- og lambahakki en hakkið reyndist hafa verið geymt of lengi við stofuhita og ekki eldað í gegn. mánMatvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga (HES) hafa ákveðið að ráðast í tímabundið átaksverkefni til að auka vitund í samfélaginu og áherslu á eftirlit. Verkefnið mun standa yfir í tvö ár. „Við framleiðslu og framreiðslu kjöts bera allir í keðjunni, allt frá bónda til neytanda, ábyrgð á að tryggja matvælaöryggi, þ.m.t. að lágmarka E. coli mengun. Hreinir gripir þurfa að koma frá bónda, matvælaöryggiskerfi sláturhúsa og annarra matvælafyrirtækja þurfa að vera skilvirk og meðferð matvæla við matreiðslu þarf að vera rétt. Til að tryggja að svo sé þarf að vera til staðar fullnægjandi þekking og viðeigandi verkferlar,“ segir í tilkynningu á vef MAST. „Átaksverkefni MAST og HES beinist því að auka þekkingu og stuðla að bættum verkferlum fyrirtækjanna. Meginmarkmiðið með þessu er að minnka líkur á að sjúkdómsvaldandi E. coli (t.d. STEC (shigatoxín myndandi E. coli)) berist með kjöti í fólk, einkum börn og aðra viðkvæma hópa. Verkefnið kallar einnig á gerð og endurskoðun tiltekinna leiðbeininga. Vinna við framkvæmd átaksverkefnisins er hafin.“ E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef MAST. Allt að 45 börn veiktust í hópsýkingunni og fjöldi var lagður inn á sjúkrahús, þar af fimm á gjörgæslu. Heildarfjöldi þeirra sem veiktust var 49 en meðal smitaðra voru starfsmaður og fjölskyldumeðlimir barns á leikskólanum. Rannsókn leiddi í ljós shigatoxín-myndandi E. coli (STEC) í nautgripa- og lambahakki en hakkið reyndist hafa verið geymt of lengi við stofuhita og ekki eldað í gegn. mánMatvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga (HES) hafa ákveðið að ráðast í tímabundið átaksverkefni til að auka vitund í samfélaginu og áherslu á eftirlit. Verkefnið mun standa yfir í tvö ár. „Við framleiðslu og framreiðslu kjöts bera allir í keðjunni, allt frá bónda til neytanda, ábyrgð á að tryggja matvælaöryggi, þ.m.t. að lágmarka E. coli mengun. Hreinir gripir þurfa að koma frá bónda, matvælaöryggiskerfi sláturhúsa og annarra matvælafyrirtækja þurfa að vera skilvirk og meðferð matvæla við matreiðslu þarf að vera rétt. Til að tryggja að svo sé þarf að vera til staðar fullnægjandi þekking og viðeigandi verkferlar,“ segir í tilkynningu á vef MAST. „Átaksverkefni MAST og HES beinist því að auka þekkingu og stuðla að bættum verkferlum fyrirtækjanna. Meginmarkmiðið með þessu er að minnka líkur á að sjúkdómsvaldandi E. coli (t.d. STEC (shigatoxín myndandi E. coli)) berist með kjöti í fólk, einkum börn og aðra viðkvæma hópa. Verkefnið kallar einnig á gerð og endurskoðun tiltekinna leiðbeininga. Vinna við framkvæmd átaksverkefnisins er hafin.“
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira