Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 12:57 Flóttafólk gengur í átt að landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í síðustu viku. Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Stjórnvöld í Gvatemala búa sig nú undir að taka á móti þúsundum einstaklinga sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda úr landi. Stefnt er að því að reyna að virkja fólkið og nýta reynslu þess í þágu efnahagslífsins. Samkvæmt Pew Research Center var áætlað að um 675 þúsund Gvatemalar byggju ólöglega í Bandaríkjunum árið 2022. Þeir eru einn stærsti hópurinn meðal ólöglegra íbúa, á eftir Mexíkóum, Indverjum og einstaklingum frá El Salvador. Gríðarleg fátækt ríkir í Gvatemala og margir eru án vinnu. Þá búa landsmenn við erfiðar veðuraðstæður sem hafa farið versnandi vegna loftslagsbreytinga, auk þess sem skipulögð glæpastarfsemi er landlæg. Tölur benda til þess að fjöldi reyni ítrekað að komast til Bandaríkjanna og ná þar fótfestu en 40 prósent þeirra sem voru fluttir úr landi árið 2020 höfðu áður freistað gæfunnar. Á síðasta ári voru farin það bil sjö flug á viku með ólöglega innflytjendur frá Bandaríkjunum til Gvatemala. Það jafngildir um þúsund manns. Stjórnvöld í Gvatemala virðast samstarfsfús þegar kemur að áætlunum Trump um að gefa í en segjast aðeins geta tekið við um 2.500 á viku. Forsetinn Bernardo Arévalo hefur leitast við að fullvissa þá sem bíða milli vonar og ótta í Bandaríkjunum að tekið verði vel á móti þeim heima. Til stendur að efla móttökuáætlanir og freista þess að koma fólkinu til starfa. Margir bíða nú við landamærin, eftir að allar umsóknir og öll úrvinnsla var sett á ís í gær.Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Þar er meðal annars horft til þess að nýta þá tungumálahæfileika og hæfni sem það hefur öðlast í Bandaríkjunum. Þá hefur fólkinu einnig verið lofað sálrænum stuðningi. Í umfjöllun um málið segir New York Times skoðanir skiptar meðal þeirra sem hafa þegar verið fluttir frá Bandaríkjunum og aftur til Gvatemala. Sumir séu staðráðnir í að reyna aftur, til að mynda til að sameinast fjölskyldum sínum, en aðrir hyggist freista þess að skapa sér líf í heimalandinu. Fyrir suma getur það reynst afar erfitt, þar sem þeir hafa látið allar eigur sínar frá sér til að fjármagna drauminn um betra líf í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Gvatemala Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Samkvæmt Pew Research Center var áætlað að um 675 þúsund Gvatemalar byggju ólöglega í Bandaríkjunum árið 2022. Þeir eru einn stærsti hópurinn meðal ólöglegra íbúa, á eftir Mexíkóum, Indverjum og einstaklingum frá El Salvador. Gríðarleg fátækt ríkir í Gvatemala og margir eru án vinnu. Þá búa landsmenn við erfiðar veðuraðstæður sem hafa farið versnandi vegna loftslagsbreytinga, auk þess sem skipulögð glæpastarfsemi er landlæg. Tölur benda til þess að fjöldi reyni ítrekað að komast til Bandaríkjanna og ná þar fótfestu en 40 prósent þeirra sem voru fluttir úr landi árið 2020 höfðu áður freistað gæfunnar. Á síðasta ári voru farin það bil sjö flug á viku með ólöglega innflytjendur frá Bandaríkjunum til Gvatemala. Það jafngildir um þúsund manns. Stjórnvöld í Gvatemala virðast samstarfsfús þegar kemur að áætlunum Trump um að gefa í en segjast aðeins geta tekið við um 2.500 á viku. Forsetinn Bernardo Arévalo hefur leitast við að fullvissa þá sem bíða milli vonar og ótta í Bandaríkjunum að tekið verði vel á móti þeim heima. Til stendur að efla móttökuáætlanir og freista þess að koma fólkinu til starfa. Margir bíða nú við landamærin, eftir að allar umsóknir og öll úrvinnsla var sett á ís í gær.Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Þar er meðal annars horft til þess að nýta þá tungumálahæfileika og hæfni sem það hefur öðlast í Bandaríkjunum. Þá hefur fólkinu einnig verið lofað sálrænum stuðningi. Í umfjöllun um málið segir New York Times skoðanir skiptar meðal þeirra sem hafa þegar verið fluttir frá Bandaríkjunum og aftur til Gvatemala. Sumir séu staðráðnir í að reyna aftur, til að mynda til að sameinast fjölskyldum sínum, en aðrir hyggist freista þess að skapa sér líf í heimalandinu. Fyrir suma getur það reynst afar erfitt, þar sem þeir hafa látið allar eigur sínar frá sér til að fjármagna drauminn um betra líf í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Gvatemala Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira