Lífið

Kennir ó­prúttnum aðila um Instagram að­förina að eigin­konunni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Justin Bieber og Hailey Baldwin á góðri stundu.
Justin Bieber og Hailey Baldwin á góðri stundu. Theo Wargo/Getty Images

Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber hætti um stund að fylgja eiginkonu sinni Hailey Baldwin á samfélagsmiðlinum Instagram. Þá fylgir hann tengdaföður sínum ekki lengur á miðlinum, Hollywood stjörnunni Stephen Baldwin. Hann segir að einhver hafi brotist inn á aðganginn og hætt að fylgja eiginkonunni.

Þetta kemur fram í umfjöllun Daily Mail þar sem segir að málið sé hið dularfyllsta. Justin sé enda staddur í skíðafríi með eiginkonunni í Aspen í Colorado ríki í Bandaríkjunum. Eftir að fregnir bárust af því að hann væri hættur að fylgja henni spruttu upp getugátur um það hvort Adam væri ekki lengur í paradís enda hjónin verið gift í sex ár.

Segir í umfjöllun miðilsins að söngvarinn hafi raunar nýlega farið í miklar hreinsanir á samfélagsmiðlinum. Þannig sé hann hættur að fylgja nokkrum einstaklingum líkt og tengdaföður sínum, eiginkonu sinni, vini sínum Usher, fyrrum umboðsmanni sínum Scooter Braun og einum af sínum bestu vinum Ryan Good.

„Einhver fór inn á aðganginn minn og hætti að fylgja eiginkonunni. Þetta er farið að verða grunsamlegt,“ skrifar söngvarinn nú á Instagram. Hjónin höfðu áður birt myndir af hvort öðru á samfélagsmiðlinum úr fríinu sem varð til þess að slá á áhyggjur aðdáenda.

Þau eignuðust sitt fyrsta barn saman í ágúst í fyrra, drenginn Jack Blues Bieber. Þó birti Bieber að sögn miðilsins einnig mynd af sér þar sem hann var einsamall í sófa í fríinu með svokallað bong á milli lappanna sem vakti ugg meðal nokkurra aðdáenda. Maríjúanareykingar eru löglegar í ríkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.