Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 08:40 Sara Sigmunsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir keppa saman í liði á mótinu í Miami. @wodapalooza Það styttist í stóru stundina þegar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir taka höndum saman og keppa í sama liði á einu stærsta CrossFit móti heims. Hér erum við að tala liðakeppnna á TYR Wodapalooza Fitness hátíðinni á Flórída. Þetta er tveggja daga keppni og liðin eru troðfull af mörgu af besta CrossFit fólki heims. Keppnin verður haldin um helgina. Brian Friend á B. Friendly Fitness vefnum hefur reynt að spá í spilin fyrir keppnina í Miami en hann hefur ekki allt of mikla trú á íslensku CrossFit goðsögnunum. Allar eru þær vissulega að koma til baka, Anníe Mist úr barnsburðarleyfi, Katrín Tanja úr bakmeiðslum og Sara er að koma til baka úr áralangri glímu við hnémeiðsli. Katrín er reyndar hætt að keppa i CrossFit en gerði smá undanþágu til að keppa með Anníe og Söru. Fjarvera þeirra þriggja frá keppni síðasta árs á örugglega mikinn þátt í að þeim er ekki spáð betra gengi. Sumir vilja eflaust líka halda því fram að þær séu komnar yfir sitt besta en það hefur aldrei borgað sig að vanmeta keppnisskap þessara drottninga. Brian spáir íslensku dætrunum samt bara tíunda sæti mótsins. Sigri spáir hann „Yeti Outkast“ liðinu en í því eru Emma Lawson, Shelby Neal og Danilelle Brandon. Í annað sætið setur hann lið „Froggy Girls Who Don´t Run“ sem er skipað þeim Kyru Milligan, Oliviu Kerstetter og Dani Speegle. Þriðja sætið í spánni fær síðan lið Reyte Salt Baes sem er skipað þeim Abigail Domit, Arielle Loewen og Emily Rolfe. Lið íslensku dætranna er síðan eins og áður sagði í tíunda sætinu hjá Brian. Ekkert hræðileg spá en okkar konur ætla sér örugglega að enda ofar. Ísland á annan fulltrúa í keppninni því unga og öfluga Bergrós Björnsdóttir keppir í liði með öðrum tveimur stórefnilegum CrossFit konum. Þær kalla sig „Little McDottir Coming in Hotter“ en með Bergrós í liði eru þær Reese LittleWood og Lucy McGonigle. Þeim er spáð átjánda sætinu. Þetta er fjölmenn keppni því alls taka fjörutíu lið þátt hjá konum og 39 lið eru með hjá körlunum. Lið Petrick Vellner er spáð sigri hjá körlunum en hann er með þá Jeffrey Adler og Jayson Hoppe með sér í liði og þeim er spáð aðeins betra gengi en þeim Justin Medeiros, Dallin Pepper og Willy George sem skipa lið Team GoWod. Hér fyrir neðan má sjá alla spána hans Brians. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) CrossFit Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Hér erum við að tala liðakeppnna á TYR Wodapalooza Fitness hátíðinni á Flórída. Þetta er tveggja daga keppni og liðin eru troðfull af mörgu af besta CrossFit fólki heims. Keppnin verður haldin um helgina. Brian Friend á B. Friendly Fitness vefnum hefur reynt að spá í spilin fyrir keppnina í Miami en hann hefur ekki allt of mikla trú á íslensku CrossFit goðsögnunum. Allar eru þær vissulega að koma til baka, Anníe Mist úr barnsburðarleyfi, Katrín Tanja úr bakmeiðslum og Sara er að koma til baka úr áralangri glímu við hnémeiðsli. Katrín er reyndar hætt að keppa i CrossFit en gerði smá undanþágu til að keppa með Anníe og Söru. Fjarvera þeirra þriggja frá keppni síðasta árs á örugglega mikinn þátt í að þeim er ekki spáð betra gengi. Sumir vilja eflaust líka halda því fram að þær séu komnar yfir sitt besta en það hefur aldrei borgað sig að vanmeta keppnisskap þessara drottninga. Brian spáir íslensku dætrunum samt bara tíunda sæti mótsins. Sigri spáir hann „Yeti Outkast“ liðinu en í því eru Emma Lawson, Shelby Neal og Danilelle Brandon. Í annað sætið setur hann lið „Froggy Girls Who Don´t Run“ sem er skipað þeim Kyru Milligan, Oliviu Kerstetter og Dani Speegle. Þriðja sætið í spánni fær síðan lið Reyte Salt Baes sem er skipað þeim Abigail Domit, Arielle Loewen og Emily Rolfe. Lið íslensku dætranna er síðan eins og áður sagði í tíunda sætinu hjá Brian. Ekkert hræðileg spá en okkar konur ætla sér örugglega að enda ofar. Ísland á annan fulltrúa í keppninni því unga og öfluga Bergrós Björnsdóttir keppir í liði með öðrum tveimur stórefnilegum CrossFit konum. Þær kalla sig „Little McDottir Coming in Hotter“ en með Bergrós í liði eru þær Reese LittleWood og Lucy McGonigle. Þeim er spáð átjánda sætinu. Þetta er fjölmenn keppni því alls taka fjörutíu lið þátt hjá konum og 39 lið eru með hjá körlunum. Lið Petrick Vellner er spáð sigri hjá körlunum en hann er með þá Jeffrey Adler og Jayson Hoppe með sér í liði og þeim er spáð aðeins betra gengi en þeim Justin Medeiros, Dallin Pepper og Willy George sem skipa lið Team GoWod. Hér fyrir neðan má sjá alla spána hans Brians. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness)
CrossFit Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira