Fótbolti

Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn með Lille á Anfield í gærkvöldi en hér reynir Liverpool maðurinn Alexis Mac Allister að stoppa hann.
Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn með Lille á Anfield í gærkvöldi en hér reynir Liverpool maðurinn Alexis Mac Allister að stoppa hann. Getty/Richard Sellers

Það var nóg af mörgum í leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta og nú má sjá þessi mörk hér inn á Vísi.

Liverpool og Barcelona urðu í gærkvöldi fyrstu liðin til að tryggja sig formlega inn í sextán liða úrslitin. Það þýðir að þau eru í hópi þeirra átta sem sitja hjá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.

Liverpool hefur unnið alla sjö leiki sína í Meistaradeildinni á tímabilinu en liðið vann 2-1 sigur á Hákoni Haraldssyni og félögum í Lille á Anfield í gær. Lille jafnaði leikinn eftir að fylgt var eftir skoti frá íslenska landsliðsmanninum.

Mohamed Salah og Harvey Elliott skoruðu mörk Liverpool en þetta var fimmtugasta Evrópumark Salah fyrir Liverpool. Jonathan David skoraði mark Lille þegar hann fylgdi eftir skoti Hákons í varnarmann.

Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Lille

Barcelona hefur unnið sex af sjö leikjum en liðið vann dramatískan 5-4 sigur á Benfica í miklum markaleik í Lissabon í gærkvöldi. Raphinha skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu í uppbótartíma en hann skoraði tvö mörk í gærkvöldi.

Hin mörk Barcelona skoruðu Robert Lewandowski úr tveimur vítaspyrnum og Eric Garcia. Vangelis Pavlidis skoraði þrennu fyrir Benfica í fyrri hálfleiknum en fjórða markið var sjálfsmark.

Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Barcelona

Julián Álvarez skoraði bæði mörk Atletico Madrid í 2-1 endurkomusigri á Bayer Leverkusen. Atalanta vann 5-0 stórsigur á Sturm Graz, Bologna vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og Aston Villa tapaði 1-0 á útivelli á móti Mónakó.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Klippa: Mörkin úr leik Atletico og Leverkusen
Klippa: Mörkin úr leik Atalanta og Sturm Graz
Klippa: Markið úr leik Mónakó og Aston Villa
Klippa: Mörkin úr leik Bologna og Dortmund
Klippa: Mörkin úr leik Rauðu Stjörnunnar og PSV



Fleiri fréttir

Sjá meira


×