Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Margrét Helga Erlingsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. janúar 2025 12:03 Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Rögnu Kristínar Guðbrandsdóttur um enn fleiri aukaverkanir ADHD-lyfja hjá fullorðnum. Vísir/Bjarni Ný íslensk rannsókn sýnir að einn af hverjum 264 sem hófu lyfjameðferð við ADHD fór í fyrsta geðrofið eða maníu innan árs frá töku lyfjanna. Geðrof og manía eru sjaldgæfar en grafalvarlegar aukaverkanir ADHD lyfja. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Rögnu Kristínar Guðbrandsdóttur, læknis og doktorsnema. Hún kynnti rannsóknina á læknadögum sem nú fara fram. Hún segir að kveikjan að rannsókninni sé sú mikla aukning á ávísunum ADHD-lyfja til fullorðinna á síðustu árum. Hún skoðaði lyfjanotkunina í samhengi við innlagnir á geðdeildir vegna maníu eða geðrofa innan árs frá töku ADHD-lyfjanna. „Við sáum það í minni rannsókn - og aðrar rannsóknir hafa sýnt það einnig - að geðrof og maníur eru tiltölulega sjaldgæfar aukaverkanir þessara lyfja og almennt er talið að hættan sé svona 0,1-1% við notkun á lyfjunum. Við sáum það í okkar rannsókn að hættan á geðrofi og maníu í kjölfar þessara lyfja er 0,38% eða einn af hverjum 264 sem byrjar á lyfjunum fer í fyrsta geðrofið eða maníuna innan árs frá því þeir hófu meðferð. Fólk sem hefur enga fyrri sögu um geðrof eða maníu og byrjar síðan á lyfjunum og fer í geðrof eða maníu og þarf að leggjast inn á spítala þannig að þetta eru talsvert alvarleg veikindi innan árs frá því þeir hófu meðferð á lyfjunum,“ segir Ragna. Læknar verði að horfa til fjölskyldusögu skjólstæðinga Ragna bindur vonir við að rannsóknin opni augu fólks gagnvart þessari sjaldgæfu en alvarlegu aukaverkun og að læknar muni í auknum mæli líta til fjölskyldusögu skjólstæðings um geðrof áður en ákvörðun er tekin um ávísun. „Að okkar mati þá mætti gera betur í þessum efnum og fyrsta skrefið er að læknar og einstaklingar sem fara á þessi lyf séu meðvitaðir um þennan möguleika á að þessar aukaverkanir komi fram og þá þarf að vega og meta gagnsemi lyfjanna miðað við áhættuna sem hlýst af því að skrifa upp á þau og þá sérstaklega mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa fyrri sögu um geðrof eða maníu eða fjölskyldusögu eða eitthvað slíkt að það sé farið mjög varlega í ávísunum á þessum lyfjum til þeirra.“ Heilbrigðismál ADHD Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu. 28. desember 2024 19:21 Rannsaka tengsl sköpunargáfu og ADHD Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki. 10. október 2024 15:43 Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, var kjörinn varaformaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í Reykjavík í dag. 5. október 2024 22:21 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Rögnu Kristínar Guðbrandsdóttur, læknis og doktorsnema. Hún kynnti rannsóknina á læknadögum sem nú fara fram. Hún segir að kveikjan að rannsókninni sé sú mikla aukning á ávísunum ADHD-lyfja til fullorðinna á síðustu árum. Hún skoðaði lyfjanotkunina í samhengi við innlagnir á geðdeildir vegna maníu eða geðrofa innan árs frá töku ADHD-lyfjanna. „Við sáum það í minni rannsókn - og aðrar rannsóknir hafa sýnt það einnig - að geðrof og maníur eru tiltölulega sjaldgæfar aukaverkanir þessara lyfja og almennt er talið að hættan sé svona 0,1-1% við notkun á lyfjunum. Við sáum það í okkar rannsókn að hættan á geðrofi og maníu í kjölfar þessara lyfja er 0,38% eða einn af hverjum 264 sem byrjar á lyfjunum fer í fyrsta geðrofið eða maníuna innan árs frá því þeir hófu meðferð. Fólk sem hefur enga fyrri sögu um geðrof eða maníu og byrjar síðan á lyfjunum og fer í geðrof eða maníu og þarf að leggjast inn á spítala þannig að þetta eru talsvert alvarleg veikindi innan árs frá því þeir hófu meðferð á lyfjunum,“ segir Ragna. Læknar verði að horfa til fjölskyldusögu skjólstæðinga Ragna bindur vonir við að rannsóknin opni augu fólks gagnvart þessari sjaldgæfu en alvarlegu aukaverkun og að læknar muni í auknum mæli líta til fjölskyldusögu skjólstæðings um geðrof áður en ákvörðun er tekin um ávísun. „Að okkar mati þá mætti gera betur í þessum efnum og fyrsta skrefið er að læknar og einstaklingar sem fara á þessi lyf séu meðvitaðir um þennan möguleika á að þessar aukaverkanir komi fram og þá þarf að vega og meta gagnsemi lyfjanna miðað við áhættuna sem hlýst af því að skrifa upp á þau og þá sérstaklega mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa fyrri sögu um geðrof eða maníu eða fjölskyldusögu eða eitthvað slíkt að það sé farið mjög varlega í ávísunum á þessum lyfjum til þeirra.“
Heilbrigðismál ADHD Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu. 28. desember 2024 19:21 Rannsaka tengsl sköpunargáfu og ADHD Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki. 10. október 2024 15:43 Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, var kjörinn varaformaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í Reykjavík í dag. 5. október 2024 22:21 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu. 28. desember 2024 19:21
Rannsaka tengsl sköpunargáfu og ADHD Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki. 10. október 2024 15:43
Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, var kjörinn varaformaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í Reykjavík í dag. 5. október 2024 22:21