Viktor Örn Hallgrímsson, markvörður, fékk mikið hrós frá samherja sínum og þá taldi Elvar Örn vörn Íslands aftur hafa verið magnaða líkt og í sigrinum á Slóveníu á dögunum.
„Viktor Gísli byrjaði frábærlega, veit ekki hversu marga bolta hann var með í byrjun leiks. Varnarleikurinn var frábær allan leikinn. Fannst við laga sóknarleikinn frá síðasta leik, komumst í fullt að færum. Kom tímabil þar sem við vorum ekki að skora úr færunum en við komumst í færin og vorum að spila vel,“ sagði Elvar Örn um leik kvöldsins.
Viðtalið við hann má sjá hér að neðan.
„Fílingurinn þegar við vorum í vörninni, leið eins og þeir kæmust ekki í gegn,“ sagði Elvar.
Leikurinn varð talsvert opnari í síðari hálfleik.
„Við fórum að nýta færin betur. Þeir fara aðeins að opna okkur í seinni en fannst vörnin samt frábær. Vorum að spila vel og Viktor Gísli að verja fullt af boltum.“
Næsti leikur er gegn Króatíu á föstudagskvöld. Sigur þar tryggir strákunum farseðil í 8-liða úrslit mótsins.
„Maður getur ekki fagnað of lengi. Maður er strax byrjaður að hugsa um næsta leik,“ sagði Elvar Örn að lokum.