Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2025 23:01 Strákarnir okkar. Þvílíkt lið. vísir/vilhelm Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. Það var töfrandi að vera í stúkunni í kvöld. Íslendingum fjölgaði mikið í stúkunni og þar erum við frábær ár eftir ár. Þetta hljómaði eins og tíu þúsund manna kór. Það er svo fallegt að búa til heimavöll fjarri Íslandi. Það kom strax í ljós að það var sami eldur og hundur í strákunum sem var gegn Slóveníu. Ótrúlegur andi og allir að fórna sér fyrir næsta mann. Dauðasynd að svindla. Frumkvæðið tekið strax og því var aldrei skilað. Það gaf aldrei almennilega á bátinn. Hvar var slæmi kaflinn? Blessunarlega var hann víðsfjarri í kvöld. Trúin er botnlaus hjá þessu magnaða liði okkar. Ég er eiginlega orðlaus að fylgjast með Aroni Pálmarssyni á þessu móti. Þvílíkt hungur og kraftur í manninum. Hann er eiginlega endurfæddur í þessu landsliði og tekur liðið á bakið hvað eftir annað. Algjörlega geggjaður og það ekki síður í vörn en sókn. Svo er það Viggó Kristjánsson. Fékk það stóra hlutverk að vera aðalmaðurinn hægra megin þar sem Ómar Ingi meiddist. Hann veldur því og rúmlega það. Þvílíkur töffari sem þessi gæi er og svægið hreinlega lekur af honum. Hann er óttalaus. Það má samt aðeins fara að hvíla hann. Verra að hann springi strax. Sérstaklega þar sem þjálfarinn virðist ekki hafa nokkra trú á manninum sem á að bakka Viggó upp. Að sjálfsögðu verður svo að nefna Viktor Gísla. Ekki láta þetta fallega, saklausa bros blekkja ykkur. Drengurinn er algjör „killer“ á vellinum. Maður er eiginlega orðinn uppiskroppa með lýsingarorð fyrir strákinn eftir fjóra leiki. Hann er augljóslega á frábærum stað og unun að fylgjast með honum blómstra. Það er algjörlega galið að gæinn sé bara vel yfir 50 prósent í markvörslu nánast alla leiki. Það er loksins að gerast að þessir frábæru leikmenn eru orðnir að liði. Heimsklassaliði. Þjálfararnir Snorri og Arnór fá mikið hrós fyrir það. Þeir eru á hraðferð með liðið í efsta klassa. Það eru allir að koma með eitthvað að borðinu og stríðsmennirnir sem fara fyrir vörninni virðast vera gerðir úr stáli. Liðið er svo gott sem komið í átta liða úrslit á mótinu eftir þennan sigur en með svona spilamennsku getur liðið gert mikinn usla á þessu móti. Aron sagði við mig um daginn að það væri sérstök ára í kringum þetta lið. Þar var engu logið. Það liggur svo sannarlega eitthvað í loftinu. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Það var töfrandi að vera í stúkunni í kvöld. Íslendingum fjölgaði mikið í stúkunni og þar erum við frábær ár eftir ár. Þetta hljómaði eins og tíu þúsund manna kór. Það er svo fallegt að búa til heimavöll fjarri Íslandi. Það kom strax í ljós að það var sami eldur og hundur í strákunum sem var gegn Slóveníu. Ótrúlegur andi og allir að fórna sér fyrir næsta mann. Dauðasynd að svindla. Frumkvæðið tekið strax og því var aldrei skilað. Það gaf aldrei almennilega á bátinn. Hvar var slæmi kaflinn? Blessunarlega var hann víðsfjarri í kvöld. Trúin er botnlaus hjá þessu magnaða liði okkar. Ég er eiginlega orðlaus að fylgjast með Aroni Pálmarssyni á þessu móti. Þvílíkt hungur og kraftur í manninum. Hann er eiginlega endurfæddur í þessu landsliði og tekur liðið á bakið hvað eftir annað. Algjörlega geggjaður og það ekki síður í vörn en sókn. Svo er það Viggó Kristjánsson. Fékk það stóra hlutverk að vera aðalmaðurinn hægra megin þar sem Ómar Ingi meiddist. Hann veldur því og rúmlega það. Þvílíkur töffari sem þessi gæi er og svægið hreinlega lekur af honum. Hann er óttalaus. Það má samt aðeins fara að hvíla hann. Verra að hann springi strax. Sérstaklega þar sem þjálfarinn virðist ekki hafa nokkra trú á manninum sem á að bakka Viggó upp. Að sjálfsögðu verður svo að nefna Viktor Gísla. Ekki láta þetta fallega, saklausa bros blekkja ykkur. Drengurinn er algjör „killer“ á vellinum. Maður er eiginlega orðinn uppiskroppa með lýsingarorð fyrir strákinn eftir fjóra leiki. Hann er augljóslega á frábærum stað og unun að fylgjast með honum blómstra. Það er algjörlega galið að gæinn sé bara vel yfir 50 prósent í markvörslu nánast alla leiki. Það er loksins að gerast að þessir frábæru leikmenn eru orðnir að liði. Heimsklassaliði. Þjálfararnir Snorri og Arnór fá mikið hrós fyrir það. Þeir eru á hraðferð með liðið í efsta klassa. Það eru allir að koma með eitthvað að borðinu og stríðsmennirnir sem fara fyrir vörninni virðast vera gerðir úr stáli. Liðið er svo gott sem komið í átta liða úrslit á mótinu eftir þennan sigur en með svona spilamennsku getur liðið gert mikinn usla á þessu móti. Aron sagði við mig um daginn að það væri sérstök ára í kringum þetta lið. Þar var engu logið. Það liggur svo sannarlega eitthvað í loftinu.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti