„Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2025 21:39 Systkinin sátt. Vísir/Vilhelm „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. Ísland var 13-9 yfir eftir fyrri hálfleik og hleypti Egyptum aldrei of nærri sér í seinni hálfleik, og vann að lokum þriggja marka sigur, 27-24. Liðið er því efst í milliriðli IV með sex stig og í góðri stöðu upp á að komast í 8-liða úrslitin. „Þetta var ekkert sturlaður leikur hjá okkur en samt vorum við með þægilega forystu allan tímann. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið í „cruise control“, en við gerðum okkar. Auðvitað eru hlutir sem þarf að fínpússa og þeir eru klókir allan tímann. Síðan eru nokkur færi sem fóru forgörðum hjá okkur. Þetta er leikur mistaka og það lið sem gerir færri endar sem sigurvegari. Mér fannst við nokkuð yfirvegaðir í dag, og flottir,“ sagði Gísli. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli eftir sigurinn gegn Egyptum „Pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum“ Gísli gerði hverja árásina á fætur annarri á vörn Egypta en fannst hann ekki alltaf uppskera eins og til var sáð, vegna þýska dómaraparsins: „Það fer svakalega í taugarnar á mér að þeir leyfi ekki leiknum að fljóta aðeins lengur. Mér fannst svakalega mikið um að þeir fengju að gera aðeins meira, og beðið með flautið, en svo var það öfugt hjá okkur. Það var alveg 2-3 sinnum þar sem það var klárt víti en eins og þeir hefðu tekið fyrir fram ákvörðun um að dæma ekki víti. Það er margt í þessu auðvitað, en maður þarf bara að halda áfram. Ef við gerum okkar hundrað prósent eru okkur allir vegir færir,“ sagði Gísli og hélt áfram: „Það er pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum til að fá eitthvað. En í Guðanna bænum, hvað er í gangi? Ég er jákvæður hérna! Króatar eru næsti leikur, hérna í Zagreb. Ég veit ekki hvað höllin hérna tekur marga en ég er ógeðslega spenntur fyrir andrúmsloftinu sem verður hérna,“ sagði Gísli sem eins og allir Íslendingar bíður nú afar spenntur fyrir leiknum við Króata á föstudagskvöld. Gæsahúð allan tímann vegna áhorfenda Þar vonast Hafnfirðingurinn eftir sams konar stuðningi og í kvöld en hann var hæstánægður með íslensku áhorfendurna: „Gæsahúð, án gríns, allan tímann. Þau mættu með hnefann uppi og að sjá þennan bláa vegg í horninu er alveg geðveikt. Það gefur okkur þessi extra prósent og í svona erfiðum leikjum þá eru það svona hlutir sem skiptir máli. Djöfull er ég sáttur með stuðningsmennina.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Ísland var 13-9 yfir eftir fyrri hálfleik og hleypti Egyptum aldrei of nærri sér í seinni hálfleik, og vann að lokum þriggja marka sigur, 27-24. Liðið er því efst í milliriðli IV með sex stig og í góðri stöðu upp á að komast í 8-liða úrslitin. „Þetta var ekkert sturlaður leikur hjá okkur en samt vorum við með þægilega forystu allan tímann. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið í „cruise control“, en við gerðum okkar. Auðvitað eru hlutir sem þarf að fínpússa og þeir eru klókir allan tímann. Síðan eru nokkur færi sem fóru forgörðum hjá okkur. Þetta er leikur mistaka og það lið sem gerir færri endar sem sigurvegari. Mér fannst við nokkuð yfirvegaðir í dag, og flottir,“ sagði Gísli. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli eftir sigurinn gegn Egyptum „Pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum“ Gísli gerði hverja árásina á fætur annarri á vörn Egypta en fannst hann ekki alltaf uppskera eins og til var sáð, vegna þýska dómaraparsins: „Það fer svakalega í taugarnar á mér að þeir leyfi ekki leiknum að fljóta aðeins lengur. Mér fannst svakalega mikið um að þeir fengju að gera aðeins meira, og beðið með flautið, en svo var það öfugt hjá okkur. Það var alveg 2-3 sinnum þar sem það var klárt víti en eins og þeir hefðu tekið fyrir fram ákvörðun um að dæma ekki víti. Það er margt í þessu auðvitað, en maður þarf bara að halda áfram. Ef við gerum okkar hundrað prósent eru okkur allir vegir færir,“ sagði Gísli og hélt áfram: „Það er pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum til að fá eitthvað. En í Guðanna bænum, hvað er í gangi? Ég er jákvæður hérna! Króatar eru næsti leikur, hérna í Zagreb. Ég veit ekki hvað höllin hérna tekur marga en ég er ógeðslega spenntur fyrir andrúmsloftinu sem verður hérna,“ sagði Gísli sem eins og allir Íslendingar bíður nú afar spenntur fyrir leiknum við Króata á föstudagskvöld. Gæsahúð allan tímann vegna áhorfenda Þar vonast Hafnfirðingurinn eftir sams konar stuðningi og í kvöld en hann var hæstánægður með íslensku áhorfendurna: „Gæsahúð, án gríns, allan tímann. Þau mættu með hnefann uppi og að sjá þennan bláa vegg í horninu er alveg geðveikt. Það gefur okkur þessi extra prósent og í svona erfiðum leikjum þá eru það svona hlutir sem skiptir máli. Djöfull er ég sáttur með stuðningsmennina.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36
„Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn