Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 14:30 Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad um langt árabil en er nú tekin við belgíska landsliðinu. RBFA Tine Schryvers, fyrrverandi landsliðskona Belgíu, lék undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í tvö ár. Hún hrósar Elísabetu, eða Betu eins og hún er kölluð, í hástert í belgískum fjölmiðlum. Beta er nýtekin við belgíska landsliðinu eftir að Ives Serneels var rekinn. Þetta er hennar fyrsta starf eftir að hún ákvað að segja skilið við sænska félagið Kristianstad, þar sem Beta var potturinn og pannan í miklum uppgangstímum en hún stýrði liðinu í um fimmtán ár. Tine Schryvers þekkir það að spila fyrir belgíska landsliðið og undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.Getty Á þessum tíma, eða árin 2017-18, lék Schryvers undir stjórn Betu: „Ég átti tvö krefjandi ár þarna sem höfðu mikil áhrif á mig, en sambandið við hana [Elísabetu] var alltaf mjög gott. Ég get fullyrt það að hún myndi vaða í gegnum eld fyrir leikmenn sína. Treystið mér, því allir sem spilað hafa fyrir hana myndu segja það sama: Hún er mjög aðdáunarverð kona. Hún er full af ákefð og býst við miklu frá sínum leikmönnum, en með hvetjandi hætti. Og hún forðast aldrei að taka umræðuna,“ sagði Schryvers við Sporza. Stjórnendur belgíska knattspyrnusambandsins vilja sjá landsliðið komast á enn hærra stig undir stjórn Betu, en liðið er í 19. sæti heimslistans og á leið á EM í Sviss í sumar. „Það er stór fullyrðing en ég tel að hún henti fullkomlega fyrir liðið á þessum tímapunkti. Kristianstad var í tómu tjóni þegar hún kom en hún fyllti liðið af orku og lífi og kom því í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Schryvers. Schryvers segir að Beta sé ekki bara mjög góð í að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á leikmenn, heldur sé hún einnig taktískur snillingur. „Hún mun fá leikmenn til að berjast fyrir sína þjóð, því hún er ekki ánægð nema að hún fái 200% framlag. Hún býst við miklu af manni en ef hún fær það þá gefur hún líka mikið til baka. Þannig nær hún því besta fram í leikmönnum,“ sagði Schryvers, en hvað með taktísku hlið þjálfunarinnar? „Hvað þau mál snertir er hún einn besti þjálfari sem ég hef séð á síðustu árum. Hvað þetta varðar er hún einnig algjörlega klikkuð, í allra besta og jákvæðasta skilningi. Hún er með reynslu og þekkingu, og leggur aldrei af stað í æfingu eða leik án þess að vera með alveg skýra áætlun.“ Belgíski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Beta er nýtekin við belgíska landsliðinu eftir að Ives Serneels var rekinn. Þetta er hennar fyrsta starf eftir að hún ákvað að segja skilið við sænska félagið Kristianstad, þar sem Beta var potturinn og pannan í miklum uppgangstímum en hún stýrði liðinu í um fimmtán ár. Tine Schryvers þekkir það að spila fyrir belgíska landsliðið og undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.Getty Á þessum tíma, eða árin 2017-18, lék Schryvers undir stjórn Betu: „Ég átti tvö krefjandi ár þarna sem höfðu mikil áhrif á mig, en sambandið við hana [Elísabetu] var alltaf mjög gott. Ég get fullyrt það að hún myndi vaða í gegnum eld fyrir leikmenn sína. Treystið mér, því allir sem spilað hafa fyrir hana myndu segja það sama: Hún er mjög aðdáunarverð kona. Hún er full af ákefð og býst við miklu frá sínum leikmönnum, en með hvetjandi hætti. Og hún forðast aldrei að taka umræðuna,“ sagði Schryvers við Sporza. Stjórnendur belgíska knattspyrnusambandsins vilja sjá landsliðið komast á enn hærra stig undir stjórn Betu, en liðið er í 19. sæti heimslistans og á leið á EM í Sviss í sumar. „Það er stór fullyrðing en ég tel að hún henti fullkomlega fyrir liðið á þessum tímapunkti. Kristianstad var í tómu tjóni þegar hún kom en hún fyllti liðið af orku og lífi og kom því í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Schryvers. Schryvers segir að Beta sé ekki bara mjög góð í að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á leikmenn, heldur sé hún einnig taktískur snillingur. „Hún mun fá leikmenn til að berjast fyrir sína þjóð, því hún er ekki ánægð nema að hún fái 200% framlag. Hún býst við miklu af manni en ef hún fær það þá gefur hún líka mikið til baka. Þannig nær hún því besta fram í leikmönnum,“ sagði Schryvers, en hvað með taktísku hlið þjálfunarinnar? „Hvað þau mál snertir er hún einn besti þjálfari sem ég hef séð á síðustu árum. Hvað þetta varðar er hún einnig algjörlega klikkuð, í allra besta og jákvæðasta skilningi. Hún er með reynslu og þekkingu, og leggur aldrei af stað í æfingu eða leik án þess að vera með alveg skýra áætlun.“
Belgíski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn