„Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. janúar 2025 22:41 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, sá breytingar í formi bætinga hjá sínum mönnum í kvöld. Hann er ekki í virkri leit að nýjum leikmanni en útilokar ekkert. vísir / diego Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, var ánægður með 111-100 sigur og frammistöðu sinna manna í skemmtilegum leik gegn KR. Þó sé ekki tímabært að tala um að Álftanes sé að slíta sig laust frá fallbaráttu. Hvort breytinga sé von eins og á síðasta ári veit guð einn. „Þetta var mjög flott frammistaða og skemmtilegur leikur. Varð mjög opinn, bæði lið að skora mikið og hitta vel. Þetta varð svolítil keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð. Það var það sem við ræddum í leiknum. [KR-ingar] spiluðu fantafínan leik og eru náttúrulega í góðum takti. Frábært lið, mjög vel spilandi. Já, bara hörkuleikur og gaman að vinna hann,“ sagði Kjartan fljótlega eftir leik. Grunnurinn að þessum góða sigri var lagður þriðja leikhluta. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik voru Álftnesingar með afgerandi forystu þegar fjórði leikhluti hófst. „Það voru ákveðin varnaratriði sem bötnuðu hjá okkur. Margt af því var bara eitthvað sem strákarnir fundu sjálfir út úr, lausnir á gólfinu, og svo líka eitthvað sem við ræddum um. Svo fannst mér sóknin líka mjög markviss á þeim tíma,“ sagði Kjartan um þann kafla leiksins. Hann greindi svo frá því að Dúi Þór Jónsson hafi verið fjarverandi úr liði Álftaness í kvöld vegna meiðsla í nára, áður en talið barst að næstu tveimur leikjum gegn ÍR (úti) og Haukum (heima). Þar gefst Álftnesingum tækifæri á að tengja saman sigra og slíta sig lausa frá fallbaráttunni, en Kjartan fer ekki fram úr sér og hugsar bara um einn leik í einu. „Það er ekki hægt að vera að horfa eitthvað lengra en það að næst er ÍR, sem er bara virkilega vel spilandi lið og rosalega orkumikið. Við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir það núna um helgina og stefnum á að eiga frábæran leik þar.“ Guð einn veit Að lokum var Kjartan svo spurður hvort einhverjar breytingar séu í vændum áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Nei við erum ekki að skoða en ég sagði það líka í fyrra [þegar Álftanes fékk Norbertas Giga á lokadegi gluggans, rétt eftir að hafa samið við Róbert Sean Birmingham]. Maður er að reka sig á það að það eru viðbætur alls staðar og maður er að heyra alls konar orðróma. Mér fannst við fá viðbætur í kvöld í formi aukins krafts og svoleiðis hjá strákunum. Þannig að við erum ekki að skoða, en gerist eitthvað? Guð einn veit það,“ sagði Kjartan þá. Bónus-deild karla UMF Álftanes KR Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
„Þetta var mjög flott frammistaða og skemmtilegur leikur. Varð mjög opinn, bæði lið að skora mikið og hitta vel. Þetta varð svolítil keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð. Það var það sem við ræddum í leiknum. [KR-ingar] spiluðu fantafínan leik og eru náttúrulega í góðum takti. Frábært lið, mjög vel spilandi. Já, bara hörkuleikur og gaman að vinna hann,“ sagði Kjartan fljótlega eftir leik. Grunnurinn að þessum góða sigri var lagður þriðja leikhluta. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik voru Álftnesingar með afgerandi forystu þegar fjórði leikhluti hófst. „Það voru ákveðin varnaratriði sem bötnuðu hjá okkur. Margt af því var bara eitthvað sem strákarnir fundu sjálfir út úr, lausnir á gólfinu, og svo líka eitthvað sem við ræddum um. Svo fannst mér sóknin líka mjög markviss á þeim tíma,“ sagði Kjartan um þann kafla leiksins. Hann greindi svo frá því að Dúi Þór Jónsson hafi verið fjarverandi úr liði Álftaness í kvöld vegna meiðsla í nára, áður en talið barst að næstu tveimur leikjum gegn ÍR (úti) og Haukum (heima). Þar gefst Álftnesingum tækifæri á að tengja saman sigra og slíta sig lausa frá fallbaráttunni, en Kjartan fer ekki fram úr sér og hugsar bara um einn leik í einu. „Það er ekki hægt að vera að horfa eitthvað lengra en það að næst er ÍR, sem er bara virkilega vel spilandi lið og rosalega orkumikið. Við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir það núna um helgina og stefnum á að eiga frábæran leik þar.“ Guð einn veit Að lokum var Kjartan svo spurður hvort einhverjar breytingar séu í vændum áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Nei við erum ekki að skoða en ég sagði það líka í fyrra [þegar Álftanes fékk Norbertas Giga á lokadegi gluggans, rétt eftir að hafa samið við Róbert Sean Birmingham]. Maður er að reka sig á það að það eru viðbætur alls staðar og maður er að heyra alls konar orðróma. Mér fannst við fá viðbætur í kvöld í formi aukins krafts og svoleiðis hjá strákunum. Þannig að við erum ekki að skoða, en gerist eitthvað? Guð einn veit það,“ sagði Kjartan þá.
Bónus-deild karla UMF Álftanes KR Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira