Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 09:22 Snorri Steinn Guðjónsson sést hér einbeittur fyrir leik Íslands og Egyptalands á dögunum. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í ár og jafnar bæði og slær met með sigri í fimmta leiknum í röð í kvöld. Það eru liðin fjórtán ár síðan Ísland vann fimm leiki í röð á HM í fyrsta og eina skiptið. Því náði íslenska liðið með því að vinna fimm fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð 2011. Leikurinn í kvöld er á móti Degi Sigurðssyni og lærisveinum í Króatíu sem eru á heimavelli. Það verður því mjög erfitt fyrir íslenska liðið að halda áfram sigurgöngu sinni. Það eru reyndar fleiri met í boði fyrir Snorra Stein Guðjónsson og strákana í Zagreb í kvöld. Snorri Steinn hefur nefnilega stýrt íslenska liðinu til sigurs á sex leikjum í röð á stórmóti því íslensku strákarnir unnu einnig tvo síðustu leiki sína á EM í fyrra. Ísland endaði EM með því að vinna Króatíu og Austurríki en það dugði þó ekki liðinu til að komast upp úr milliriðlinum. Sex sigurleikir í röð á stórmótum er metjöfnun. Guðmundur Guðmundsson náði að stýra íslenska liðinu til sigurs í sex leikjum í röð frá 2010 til 2012. Sá fyrsti var bronsleikurinn á móti Póllandi á EM í Austurríki 2010 og hinir fimm voru á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð árið eftir. Guðmundur er hingað til eini þjálfarinn sem hefur stýrt íslenska landsliðinu til sigurs á fimm leikjum í röð á einu stórmóti en því náði hann tvisvar. Fyrst á HM í Svíþjóð 2011 og svo aftur á Ólympíuleikunum í London 2012. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir flesta sigurleiki íslenska landsliðsins í röð á stórmóti. Flestir sigurleikir Íslands í röð á stórmóti 5 sigrar í röð: HM í Svíþjóð 2011 (Guðmundur Guðmundsson) 5 sigrar í röð: ÓL í London 2012 (Guðmundur Guðmundsson) 4 sigrar í röð: HM í Króatíu 2025 (Snorri Steinn Guðjónsson) 4 sigrar í röð: HM í Portúgal 2003 (Guðmundur Guðmundsson) 4 sigrar í röð: HM í Kumamoto 1997 (Þorbjörn Jensson) 3 sigrar í röð: ÓL í Los Angeles 1984 (Bogdan Kowalczyk) 3 sigrar í röð: HM á Íslandi 1995 (Þorbergur Aðalsteinsson) 3 sigrar í röð: HM í Þýskalandi 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 3 sigrar í röð: EM í Ungverjalandi 2022 (Guðmundur Guðmundsson) HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Það eru liðin fjórtán ár síðan Ísland vann fimm leiki í röð á HM í fyrsta og eina skiptið. Því náði íslenska liðið með því að vinna fimm fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð 2011. Leikurinn í kvöld er á móti Degi Sigurðssyni og lærisveinum í Króatíu sem eru á heimavelli. Það verður því mjög erfitt fyrir íslenska liðið að halda áfram sigurgöngu sinni. Það eru reyndar fleiri met í boði fyrir Snorra Stein Guðjónsson og strákana í Zagreb í kvöld. Snorri Steinn hefur nefnilega stýrt íslenska liðinu til sigurs á sex leikjum í röð á stórmóti því íslensku strákarnir unnu einnig tvo síðustu leiki sína á EM í fyrra. Ísland endaði EM með því að vinna Króatíu og Austurríki en það dugði þó ekki liðinu til að komast upp úr milliriðlinum. Sex sigurleikir í röð á stórmótum er metjöfnun. Guðmundur Guðmundsson náði að stýra íslenska liðinu til sigurs í sex leikjum í röð frá 2010 til 2012. Sá fyrsti var bronsleikurinn á móti Póllandi á EM í Austurríki 2010 og hinir fimm voru á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð árið eftir. Guðmundur er hingað til eini þjálfarinn sem hefur stýrt íslenska landsliðinu til sigurs á fimm leikjum í röð á einu stórmóti en því náði hann tvisvar. Fyrst á HM í Svíþjóð 2011 og svo aftur á Ólympíuleikunum í London 2012. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir flesta sigurleiki íslenska landsliðsins í röð á stórmóti. Flestir sigurleikir Íslands í röð á stórmóti 5 sigrar í röð: HM í Svíþjóð 2011 (Guðmundur Guðmundsson) 5 sigrar í röð: ÓL í London 2012 (Guðmundur Guðmundsson) 4 sigrar í röð: HM í Króatíu 2025 (Snorri Steinn Guðjónsson) 4 sigrar í röð: HM í Portúgal 2003 (Guðmundur Guðmundsson) 4 sigrar í röð: HM í Kumamoto 1997 (Þorbjörn Jensson) 3 sigrar í röð: ÓL í Los Angeles 1984 (Bogdan Kowalczyk) 3 sigrar í röð: HM á Íslandi 1995 (Þorbergur Aðalsteinsson) 3 sigrar í röð: HM í Þýskalandi 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 3 sigrar í röð: EM í Ungverjalandi 2022 (Guðmundur Guðmundsson)
Flestir sigurleikir Íslands í röð á stórmóti 5 sigrar í röð: HM í Svíþjóð 2011 (Guðmundur Guðmundsson) 5 sigrar í röð: ÓL í London 2012 (Guðmundur Guðmundsson) 4 sigrar í röð: HM í Króatíu 2025 (Snorri Steinn Guðjónsson) 4 sigrar í röð: HM í Portúgal 2003 (Guðmundur Guðmundsson) 4 sigrar í röð: HM í Kumamoto 1997 (Þorbjörn Jensson) 3 sigrar í röð: ÓL í Los Angeles 1984 (Bogdan Kowalczyk) 3 sigrar í röð: HM á Íslandi 1995 (Þorbergur Aðalsteinsson) 3 sigrar í röð: HM í Þýskalandi 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 3 sigrar í röð: EM í Ungverjalandi 2022 (Guðmundur Guðmundsson)
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira