„Þetta er svona svindlmaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 08:31 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið einn besti markvörður heimsmeistaramótins til þessa. Hér fagnar hann einu af þeim fjölmörgu skotum sem hann hefur varið. Vísir/Vilhelm Viktor Gísli Hallgrímsson hefur átt magnað heimsmeistaramót til þessa enda hefur hann átt stórleiki í íslenska markinu leik eftir leik. Strákarnir í Besta sætinu spöruðu ekki stóru orðin um einn besta markvörðinn á heimsmeistaramótinu. Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Viktor Gísli byrjar leikinn eins og það hafi verið að framlengja síðasta leik. Hann var rosalegur til að byrja með,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvað er að gerast með gaurinn? Hann er rosalegur,“ sagði Bjarni Fritzson. „Viktor Gísli er að verða einn af bestu markvörðum í heimi. Hann er besti eða einn af þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Einar Jónsson. „Vörnin okkar er þannig að við náum að pressa menn í þannig skot að honum líður vel með það. Við getum ekki búist við svona frammistöðu frá honum leik eftir leik. Auðvitað fengum við ekki sömu frammistöðu í sextíu mínútur í þessum leik en í þrjátíu mínútur þá hékk hann í fimmtíu prósent markvörslu,“ sagði Einar. „Að koma eftir síðasta leik og í raun og veru að halda áfram er stórkostlegt. Það er meira en að segja það,“ sagði Einar. „Við höfum beðið svo ótrúlega lengi eftir svona markverði. Þetta er svona svindlmaður,“ sagði Bjarni. „Við höfum verið með fullt af fínum markvörðum og allt það. En svona svindlmaður eins og Landin í Danmörku eða Omeyer í Frakklandi. Einhverjir gaurar sem unnu bara leiki og unnu bara mót, ekki alveg einir en smá. Slátruðu leikjum á svona rosalega háu leveli,“ sagði Bjarni. Það má hlusta á meira um frammistöðu Viktors Gísla og landsliðsins í þættinum sem er í heild sinni hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00 „Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. 23. janúar 2025 18:01 Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig. 23. janúar 2025 09:18 Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. 22. janúar 2025 23:01 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Viktor Gísli byrjar leikinn eins og það hafi verið að framlengja síðasta leik. Hann var rosalegur til að byrja með,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvað er að gerast með gaurinn? Hann er rosalegur,“ sagði Bjarni Fritzson. „Viktor Gísli er að verða einn af bestu markvörðum í heimi. Hann er besti eða einn af þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Einar Jónsson. „Vörnin okkar er þannig að við náum að pressa menn í þannig skot að honum líður vel með það. Við getum ekki búist við svona frammistöðu frá honum leik eftir leik. Auðvitað fengum við ekki sömu frammistöðu í sextíu mínútur í þessum leik en í þrjátíu mínútur þá hékk hann í fimmtíu prósent markvörslu,“ sagði Einar. „Að koma eftir síðasta leik og í raun og veru að halda áfram er stórkostlegt. Það er meira en að segja það,“ sagði Einar. „Við höfum beðið svo ótrúlega lengi eftir svona markverði. Þetta er svona svindlmaður,“ sagði Bjarni. „Við höfum verið með fullt af fínum markvörðum og allt það. En svona svindlmaður eins og Landin í Danmörku eða Omeyer í Frakklandi. Einhverjir gaurar sem unnu bara leiki og unnu bara mót, ekki alveg einir en smá. Slátruðu leikjum á svona rosalega háu leveli,“ sagði Bjarni. Það má hlusta á meira um frammistöðu Viktors Gísla og landsliðsins í þættinum sem er í heild sinni hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00 „Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. 23. janúar 2025 18:01 Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig. 23. janúar 2025 09:18 Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. 22. janúar 2025 23:01 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00
„Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. 23. janúar 2025 18:01
Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig. 23. janúar 2025 09:18
Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. 22. janúar 2025 23:01