Duvnjak átti að vera frá út mótið þegar upplýst var um meiðsli hans fyrir um viku síðan. Hann er aftur á móti á skýrslu hjá liðinu í kvöld.
Hann tók fullan þátt í upphitun og virðist klár í slaginn. Er hans þátttaka ás úr ermi Dags Sigurðssonar?
Stúkan í Zagreb fagnaði gríðarvel þegar Duvnjak var kynntur til leiks en yfirstandandi heimsmeistaramót verður hans síðasta með króatíska liðinu.
Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu landsliðsins og munar sannarlega um hann gegn strákunum okkar í kvöld.
Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19:30 og er lýst beint hér.