Enginn megi vera krýndur formaður Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 19:03 Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir eru báðar þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. Ljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins mun vera talsvert breytt frá því sem verið hefur eftir næsta landsfund. Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún hverfa á braut en Vilhjálmur Árnason hyggst reyndar sækjast eftir endurkjöri sem ritari. Ljóst þykir að Áslaug Arna bjóði sig fram til formanns á fundi á morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson íhuga bæði formannsframboð og Guðlaugur segir stutt í að hann tilkynni um ákvörðun sína. Nokkur hafa verið orðuð við varaformannsembættið. Diljá eða Jens? Eða jafnvel Jón? Mest er rætt um Diljá Mist Einarsdóttur og Jens Garðar Helgason. Bæði íhuga nú stöðu sína en staðfesta ekkert í samtali við fréttastofu í dag. Nöfn Jóns Gunnarssonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa einnig verið nefnd. Jón sagðist þó ekki hafa velt því fyrir sér þegar fréttastofa náði tali af honum. Fréttastofa hefur rætt við fleiri tengda flokknum í dag og flestir eru á sama máli. Það sé mjög ólíklegt að Áslaug verði ein í framboði til formanns. „Það er ekki mjög Sjálfstæðisflokkslegt þegar staðan er svona að við krýnum einhvern til formanns. Mér finnst bara mjög heilbrigt að við tökumst á um þetta og göngum síðan sameinuð út af flokksfundi,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er aldrei slæmt að takast á innan flokks og velja á milli manna. Við sjálfstæðismenn höfum verið þekktir fyrir það að vera iðulega með prófkjör. Þannig það er ekkert athugavert við það og bara mjög eðlilegt ef það er valið á milli fólks,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, einnig þingmaður flokksins. Þrír líklegastir Bryndís segir línurnar vera að skýrast. „Mér finnst hljóðið í Guðlaugi Þór eins og það sé ólíklegra að hann fari í framboð en ekki. Fyrir fram hefði maður ekki átt von á því. Svo hefur maður heyrt að Guðrún Hafsteinsdóttir sé að íhuga framboð og það eru komnar áskoranir á hana. Þannig ég held að við séum að horfa á það að það geti í mesta lagi verið þessir þrír,“ segir Bryndís. Hér eru þau sem hafa verið orðuð við hin ýmsu embætti innan Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Grafík Diljá ætlar að nýta næstu daga í að meta stöðuna og ákveða svo hvort hún stefni á varaformennsku. „Auðvitað hlýtur landsfundurinn að horfa til þess að það sé einhver breidd í forystunni. Þannig maður þarf líka að taka það með í myndina. Það er meðal þess sem ég er að horfa á,“ segir Diljá. Þannig ef Guðlaugur fer ekki fram, þá ferð þú fram í varaformanninn? „Ég hef nú ekkert sett þetta nákvæmlega svona upp. Ég hef bara verið að heyra í flokksmönnum og fá að vita hvernig þeir eru stefndir fyrir landsfundi, hvað þeir eru að hugsa og sömuleiðis þeir heyrt í mér. Og hvort mínir kraftar gætu nýst þar með einhverjum hætti,“ segir Diljá. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Ljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins mun vera talsvert breytt frá því sem verið hefur eftir næsta landsfund. Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún hverfa á braut en Vilhjálmur Árnason hyggst reyndar sækjast eftir endurkjöri sem ritari. Ljóst þykir að Áslaug Arna bjóði sig fram til formanns á fundi á morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson íhuga bæði formannsframboð og Guðlaugur segir stutt í að hann tilkynni um ákvörðun sína. Nokkur hafa verið orðuð við varaformannsembættið. Diljá eða Jens? Eða jafnvel Jón? Mest er rætt um Diljá Mist Einarsdóttur og Jens Garðar Helgason. Bæði íhuga nú stöðu sína en staðfesta ekkert í samtali við fréttastofu í dag. Nöfn Jóns Gunnarssonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa einnig verið nefnd. Jón sagðist þó ekki hafa velt því fyrir sér þegar fréttastofa náði tali af honum. Fréttastofa hefur rætt við fleiri tengda flokknum í dag og flestir eru á sama máli. Það sé mjög ólíklegt að Áslaug verði ein í framboði til formanns. „Það er ekki mjög Sjálfstæðisflokkslegt þegar staðan er svona að við krýnum einhvern til formanns. Mér finnst bara mjög heilbrigt að við tökumst á um þetta og göngum síðan sameinuð út af flokksfundi,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er aldrei slæmt að takast á innan flokks og velja á milli manna. Við sjálfstæðismenn höfum verið þekktir fyrir það að vera iðulega með prófkjör. Þannig það er ekkert athugavert við það og bara mjög eðlilegt ef það er valið á milli fólks,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, einnig þingmaður flokksins. Þrír líklegastir Bryndís segir línurnar vera að skýrast. „Mér finnst hljóðið í Guðlaugi Þór eins og það sé ólíklegra að hann fari í framboð en ekki. Fyrir fram hefði maður ekki átt von á því. Svo hefur maður heyrt að Guðrún Hafsteinsdóttir sé að íhuga framboð og það eru komnar áskoranir á hana. Þannig ég held að við séum að horfa á það að það geti í mesta lagi verið þessir þrír,“ segir Bryndís. Hér eru þau sem hafa verið orðuð við hin ýmsu embætti innan Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Grafík Diljá ætlar að nýta næstu daga í að meta stöðuna og ákveða svo hvort hún stefni á varaformennsku. „Auðvitað hlýtur landsfundurinn að horfa til þess að það sé einhver breidd í forystunni. Þannig maður þarf líka að taka það með í myndina. Það er meðal þess sem ég er að horfa á,“ segir Diljá. Þannig ef Guðlaugur fer ekki fram, þá ferð þú fram í varaformanninn? „Ég hef nú ekkert sett þetta nákvæmlega svona upp. Ég hef bara verið að heyra í flokksmönnum og fá að vita hvernig þeir eru stefndir fyrir landsfundi, hvað þeir eru að hugsa og sömuleiðis þeir heyrt í mér. Og hvort mínir kraftar gætu nýst þar með einhverjum hætti,“ segir Diljá.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira