„Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2025 23:01 Pep hefur trú á sínum mönnum þó gengið hafi ekki verið nægilega gott. Martin Rickett/Getty Images Pep Guardiola segir að flestir leikmenn sínir hjá Manchester City hafi verið hjá félaginu í fleiri ár og það þurfi meira en slæman tveggja mánaða kafla til að breyta skoðun Spánverjans á þeim. Manchester City vann Chelsea 3-1 í ensku úrvalsdeildinni. Pep ákvað að setja nýju mennina Abdukodir Khusanov – tvítugan miðvörð – og Omar Marmoush – 25 ára framherja - í byrjunarliðið. Sá fyrrnefndi byrjaði skelfilega og gaf mark áður en meistararnir komu til baka. „Við höfum átt erfitt uppdráttar undanfarið og þetta hefur verið virkilega erfitt tímabil. Flestir leikmennirnir hafa verið hér í átta eða níu ár og ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum,“ sagði Guardiola og hélt áfram. „Við verðum að átta okkur á því að það sem við erum að gera er ekki nóg. Ég bað þá um að stíga upp og við gerðum það. Við sköpuðum nóg af færum til að skora mörk og þegar öllu er á botninn hvolft er ég virkilega ánægður með sigurinn.“ „Auðvitað þurfum við ferska fætur með Omar og Khusanov. Nú eigum við lokaleik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.“ Þjálfarinn var spurður út í skelfilega byrjun Khusanov í treyju Man City. „Þetta er ekki auðvelt fyrir hann. Hann æfir einu sinni með liðinu og þarf síðan að spila gegn Nicolas Jackson, Cole Palmer, Noni Madueke og Jadon Sancho. Það er ferli að kaupa svona ungan leikmann. Hann mun læra. Svona aðstæður eru besti lærdómurinn sem maður getur fengið.“ Um Marmoush: „Virkilega góð frammistaða. Tengingin við aðra leikmenn og frábærar hreyfingar. Fyrsti leikurinn og hann meðhöndlar breytingar vel og á ótrúleg hlaup.“ „Ef við sendum ekki boltann okkar á milli erum við eitt versta liðið. Við þurfum boltann til að lifa af,“ sagði Pep að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Sjá meira
Pep ákvað að setja nýju mennina Abdukodir Khusanov – tvítugan miðvörð – og Omar Marmoush – 25 ára framherja - í byrjunarliðið. Sá fyrrnefndi byrjaði skelfilega og gaf mark áður en meistararnir komu til baka. „Við höfum átt erfitt uppdráttar undanfarið og þetta hefur verið virkilega erfitt tímabil. Flestir leikmennirnir hafa verið hér í átta eða níu ár og ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum,“ sagði Guardiola og hélt áfram. „Við verðum að átta okkur á því að það sem við erum að gera er ekki nóg. Ég bað þá um að stíga upp og við gerðum það. Við sköpuðum nóg af færum til að skora mörk og þegar öllu er á botninn hvolft er ég virkilega ánægður með sigurinn.“ „Auðvitað þurfum við ferska fætur með Omar og Khusanov. Nú eigum við lokaleik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.“ Þjálfarinn var spurður út í skelfilega byrjun Khusanov í treyju Man City. „Þetta er ekki auðvelt fyrir hann. Hann æfir einu sinni með liðinu og þarf síðan að spila gegn Nicolas Jackson, Cole Palmer, Noni Madueke og Jadon Sancho. Það er ferli að kaupa svona ungan leikmann. Hann mun læra. Svona aðstæður eru besti lærdómurinn sem maður getur fengið.“ Um Marmoush: „Virkilega góð frammistaða. Tengingin við aðra leikmenn og frábærar hreyfingar. Fyrsti leikurinn og hann meðhöndlar breytingar vel og á ótrúleg hlaup.“ „Ef við sendum ekki boltann okkar á milli erum við eitt versta liðið. Við þurfum boltann til að lifa af,“ sagði Pep að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti