Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 09:32 Nikolaj Jacobsen var nóg boðið og hann ýtti hinum óboðna gesti í burtu af vellinum. Skjáskot/RÚV Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Danmerkur, reiddist og ýtti í burtu aðgerðasinna sem hljóp inn á völlinn í Boxen í gær, þegar Danir og Tékkar áttust við á HM í handbolta. Maðurinn dreifði konfettí um gólfið og sameinuðust leikmenn og starfsmenn um að hreinsa til eftir hann. Þessi stórfurðulega uppákoma varð í upphafi seinni hálfleiks, þegar Danir voru 13-10 yfir í leik sem þeir unnu líkt og aðra leiki á HM, 28-22. Þeir voru þegar komnir áfram í 8-liða úrslit og mæta þar líklega Brasilíu. Þegar boðflennan hljóp inn á völlinn virtist það taka dágóða stund fyrir gæslumenn á vellinum að bregðast við. Jacobsen leiddist þófið og ákvað að taka málin í eigin hendur og hóf að ýta manninum í burtu, við mikinn fögnuð áhorfenda eins og sjá má. Ótrúleg uppákopma👀Nikolaj Jacobsen þjálfari Dana hafði engan húmor fyrir mótmælanda sem gekk inn á völlinn þar sem hann fékk nægan tíma til að athafna sig og dreifa confetti úr poka. Fimm mínútna töf varð á leik Tékka og Dana meðan draslið var hreinsað af vellinum🤡 pic.twitter.com/AI9FcwQmqb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 25, 2025 Einn af þeim sem stukku þá til, til að stöðva Jacobsen, var Hlynur Leifsson sem var eftirlitsmaður IHF í Herning í gær. https://t.co/ftkj9Cl0LH— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 25, 2025 Eftir þetta gekk hratt að losna við boðflennuna en hins vegar fór langur tími í að hreinsa völlinn eftir hann. Leikmenn liðanna létu ekki sitt eftir liggja í því, og voru handklæði og fleira nýtt til að sópa í burtu öllu konfettíinu svo hægt væri að halda leik áfram. Jacobsen var að sjálfsögðu spurður út í þessa uppákomu eftir leik, og viðbrögð sín sem féllu svo vel í kramið hjá áhorfendum: „Núna er hann búinn að fá næga athygli. Það var ekkert að gerast svo ég hugsaði með mér að það þyrfti að koma honum út. Núna þurfum við að komast heim og pakka svo við getum komið okkur til Noregs,“ sagði Jacobsen en Danir spila í Bærum í 8-liða úrslitum, sem og í undanúrslitum og úrslitum ef þeir komast þangað. „Það hefur gerst áður að menn séu að hlaupa svona inn á völlinn, en sem betur fer er það sjaldan,“ sagði Jacobsen sem ætlar sér að stýra Dönum til fjórða heimsmeistaratitilsins í röð. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Þessi stórfurðulega uppákoma varð í upphafi seinni hálfleiks, þegar Danir voru 13-10 yfir í leik sem þeir unnu líkt og aðra leiki á HM, 28-22. Þeir voru þegar komnir áfram í 8-liða úrslit og mæta þar líklega Brasilíu. Þegar boðflennan hljóp inn á völlinn virtist það taka dágóða stund fyrir gæslumenn á vellinum að bregðast við. Jacobsen leiddist þófið og ákvað að taka málin í eigin hendur og hóf að ýta manninum í burtu, við mikinn fögnuð áhorfenda eins og sjá má. Ótrúleg uppákopma👀Nikolaj Jacobsen þjálfari Dana hafði engan húmor fyrir mótmælanda sem gekk inn á völlinn þar sem hann fékk nægan tíma til að athafna sig og dreifa confetti úr poka. Fimm mínútna töf varð á leik Tékka og Dana meðan draslið var hreinsað af vellinum🤡 pic.twitter.com/AI9FcwQmqb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 25, 2025 Einn af þeim sem stukku þá til, til að stöðva Jacobsen, var Hlynur Leifsson sem var eftirlitsmaður IHF í Herning í gær. https://t.co/ftkj9Cl0LH— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 25, 2025 Eftir þetta gekk hratt að losna við boðflennuna en hins vegar fór langur tími í að hreinsa völlinn eftir hann. Leikmenn liðanna létu ekki sitt eftir liggja í því, og voru handklæði og fleira nýtt til að sópa í burtu öllu konfettíinu svo hægt væri að halda leik áfram. Jacobsen var að sjálfsögðu spurður út í þessa uppákomu eftir leik, og viðbrögð sín sem féllu svo vel í kramið hjá áhorfendum: „Núna er hann búinn að fá næga athygli. Það var ekkert að gerast svo ég hugsaði með mér að það þyrfti að koma honum út. Núna þurfum við að komast heim og pakka svo við getum komið okkur til Noregs,“ sagði Jacobsen en Danir spila í Bærum í 8-liða úrslitum, sem og í undanúrslitum og úrslitum ef þeir komast þangað. „Það hefur gerst áður að menn séu að hlaupa svona inn á völlinn, en sem betur fer er það sjaldan,“ sagði Jacobsen sem ætlar sér að stýra Dönum til fjórða heimsmeistaratitilsins í röð.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira