Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 11:30 Nicolás Bono er einn af burðarásum í sóknarleik Argentínu. Getty/Luka Stanzl Það er líklega ekki margt sem ber að varast fyrir íslenska landsliðið í dag, gegn slöku liði Argentínu. Ísland verður að vinna leikinn en þarf svo að treysta á að Grænhöfðaeyjar taki stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía taki stig gegn Króatíu. Þrír síðustu leikirnir í milliriðli Íslands eru spilaðir í Zagreb í dag, allir á sama stað, og eiga Ísland og Argentína fyrsta leik klukkan 14:30. Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mætast klukkan 17 og loks Króatía og Slóvenía klukkan 19:30. Líklega ræðst það því ekki fyrr en klukkan nálgast níu í kvöld hvort að Ísland kemst í 8-liða úrslit mótsins, en líklegast er að Króatía og Egyptaland vinni sína leiki og taki tvö efstu sætin. Argentínumenn hafa unnið tvo leiki á mótinu til þessa, gegn Barein og Grænhöfðaeyjum, en steinlegið gegn sterkari mótherjum. Þeir töpuðu 34-23 gegn Slóveníu, 33-18 gegn KRóatíu og 39-25 gegn Egyptalandi. Þegar Argentínu hefur tekist að stríða Evrópuþjóðum á HM, eða hreinlega vinna þær eins og í stórsigrinum á Norður-Makedónínu fyrir tveimur árum, hafa Simonet-bræður verið áberandi. Þeir Diego, sem orðinn er 35 ára, og yngri bróðir hans Pablo eru hins vegar ekki með á mótinu í ár og það er mikið áfall fyrir argentínska liðið. Liðsfélagi Orra og hornamaður Benidorm Af lykilmönnum í liði Argentínu núna mætti því kannski helst nefna miðjumanninn Pedro Martínez Cami, sem er liðsfélagi Orra Freys Þorkelssonar hjá Sporting Lissabon. Þeir Nicolás Bono, sem leikur með næstneðsta liði Frakklands, Istres, hafa skorað 13 mörk hvor í fimm leikjum á mótinu til þessa en hægri hornamaðurinn Ramiro Martínez, sem spilar með Benidorm á Spáni, er langmarkahæstur Argentínu með 22 mörk. Markvörðurinn Leonel Maciel er einnig titlaður sem einn af lykilmönnum Argentínu en hann stendur Viktori Gísla Hallgrímssyni hins vegar langt að baki og er aðeins með 25% markvörslu á mótinu til þessa. Eins og fyrr segir verður Ísland að vinna Argentínu í dag til að eiga enn möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Engu máli skiptir hve stóran sigur Ísland vinnur. Liðið þarf bara að vinna og treysta á að Egyptum og Króötum takist ekki báðum að vinna sinn leik síðar í dag. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
Þrír síðustu leikirnir í milliriðli Íslands eru spilaðir í Zagreb í dag, allir á sama stað, og eiga Ísland og Argentína fyrsta leik klukkan 14:30. Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mætast klukkan 17 og loks Króatía og Slóvenía klukkan 19:30. Líklega ræðst það því ekki fyrr en klukkan nálgast níu í kvöld hvort að Ísland kemst í 8-liða úrslit mótsins, en líklegast er að Króatía og Egyptaland vinni sína leiki og taki tvö efstu sætin. Argentínumenn hafa unnið tvo leiki á mótinu til þessa, gegn Barein og Grænhöfðaeyjum, en steinlegið gegn sterkari mótherjum. Þeir töpuðu 34-23 gegn Slóveníu, 33-18 gegn KRóatíu og 39-25 gegn Egyptalandi. Þegar Argentínu hefur tekist að stríða Evrópuþjóðum á HM, eða hreinlega vinna þær eins og í stórsigrinum á Norður-Makedónínu fyrir tveimur árum, hafa Simonet-bræður verið áberandi. Þeir Diego, sem orðinn er 35 ára, og yngri bróðir hans Pablo eru hins vegar ekki með á mótinu í ár og það er mikið áfall fyrir argentínska liðið. Liðsfélagi Orra og hornamaður Benidorm Af lykilmönnum í liði Argentínu núna mætti því kannski helst nefna miðjumanninn Pedro Martínez Cami, sem er liðsfélagi Orra Freys Þorkelssonar hjá Sporting Lissabon. Þeir Nicolás Bono, sem leikur með næstneðsta liði Frakklands, Istres, hafa skorað 13 mörk hvor í fimm leikjum á mótinu til þessa en hægri hornamaðurinn Ramiro Martínez, sem spilar með Benidorm á Spáni, er langmarkahæstur Argentínu með 22 mörk. Markvörðurinn Leonel Maciel er einnig titlaður sem einn af lykilmönnum Argentínu en hann stendur Viktori Gísla Hallgrímssyni hins vegar langt að baki og er aðeins með 25% markvörslu á mótinu til þessa. Eins og fyrr segir verður Ísland að vinna Argentínu í dag til að eiga enn möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Engu máli skiptir hve stóran sigur Ísland vinnur. Liðið þarf bara að vinna og treysta á að Egyptum og Króötum takist ekki báðum að vinna sinn leik síðar í dag.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira