Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 13:35 Tijjani Reijnders fagnar jöfnunarmarki sínu í uppbótartíma en þá var enn tími fyrir AC Milan til að skora sigurmark. Getty Stuðningsmenn ítalska stórveldisins AC Milan eru hundóánægðir með bandaríska eigandann Gerry Cardinale og beittu nýrri aðferð til að láta óánægju sína í ljós í dag, í heimaleik gegn Parma. Þeir ættu hins vegar að geta glaðst yfir úrslitum leiksins. Heitustu stuðningsmenn Milan, eða Milan ultras, ákváðu að steinþegja á leiknum í dag til að mótmæla eignarhaldi Cardinale. Þess vegna heyrðist aðeins ómurinn af stuðningssöngvum þeirra sem fylgt höfðu Parma á leikinn, í frekar undarlegu andrúmslofti á San Siro samkvæmt ítölskum miðlum. Hvort þessi hegðun stuðningsmanna hafði einhver áhrif á leikinn er óvíst en honum lauk með hádramatískum 3-2 sigri Milan. Parma komst yfir í tvígang, með mörkum frá Matteo Cancellieri og Enrico Delprato. Christian Pulisic, landi eigandans Cardinale, jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu á 38. mínútu en Parma komst í 2-1 þegar tíu mínútur voru eftir. Tvö mörk frá Milan í uppbótartíma Stuðningsmenn Milan klöppuðu þá í kaldhæðni fyrir eigendum félagsins en enn átti nóg eftir að gerast. Strahinja Pavlovic virtist hafa jafnað metin á 88. mínútu, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Í staðinn náði Tijjani Reijnders að jafna eftir stungusendingu í uppbótartíma, og enn var tími til stefnu fyrir sigurmark. Parma sendi marga menn fram og var nálægt því að skora en í staðinn brunuðu heimamenn fram í skyndisókn og Samuel Chukwueze náði að koma boltanum í netið og tryggja Milan 3-2 sigur, fyrir framan Kyle Walker sem var áhorfandi á leiknum í dag eftir komuna frá Manchester City. Eftir sigurinn er Milan með 34 stig í 6. sæti deildarinnar en Parma er í 16. sæti með 20 stig. Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. 25. janúar 2025 11:47 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Sjá meira
Heitustu stuðningsmenn Milan, eða Milan ultras, ákváðu að steinþegja á leiknum í dag til að mótmæla eignarhaldi Cardinale. Þess vegna heyrðist aðeins ómurinn af stuðningssöngvum þeirra sem fylgt höfðu Parma á leikinn, í frekar undarlegu andrúmslofti á San Siro samkvæmt ítölskum miðlum. Hvort þessi hegðun stuðningsmanna hafði einhver áhrif á leikinn er óvíst en honum lauk með hádramatískum 3-2 sigri Milan. Parma komst yfir í tvígang, með mörkum frá Matteo Cancellieri og Enrico Delprato. Christian Pulisic, landi eigandans Cardinale, jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu á 38. mínútu en Parma komst í 2-1 þegar tíu mínútur voru eftir. Tvö mörk frá Milan í uppbótartíma Stuðningsmenn Milan klöppuðu þá í kaldhæðni fyrir eigendum félagsins en enn átti nóg eftir að gerast. Strahinja Pavlovic virtist hafa jafnað metin á 88. mínútu, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Í staðinn náði Tijjani Reijnders að jafna eftir stungusendingu í uppbótartíma, og enn var tími til stefnu fyrir sigurmark. Parma sendi marga menn fram og var nálægt því að skora en í staðinn brunuðu heimamenn fram í skyndisókn og Samuel Chukwueze náði að koma boltanum í netið og tryggja Milan 3-2 sigur, fyrir framan Kyle Walker sem var áhorfandi á leiknum í dag eftir komuna frá Manchester City. Eftir sigurinn er Milan með 34 stig í 6. sæti deildarinnar en Parma er í 16. sæti með 20 stig.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. 25. janúar 2025 11:47 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Sjá meira
„Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. 25. janúar 2025 11:47