Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir nutu þess að keppa saman í Miami um helgina. Talking Elite Fitness Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir kepptu saman um helgina á Wodapalooza stórmótinu í Miami. Úr varð söguleg stund sem margir höfðu gaman af. Í skemmtilegu viðtali við Talking Elite Fitness mátti sjá hversu gaman íslensku CrossFit goðsagnirnar höfðu af því að keppa saman í fyrsta sinn. Spyrillinn talaði um að þær hafi með þessu „gefið CrossFit heiminum jólagjöf“ eins og hún orðaði það. Hugmyndin kom frá Anníe Mist Í viðtalinu kom einnig fram að hugmyndin að þessu kom frá Anníe Mist. Katrín og Sara bentu báðar á Anníe þegar þær voru spurðar út í það. „Ég þurfti að setja mér markmið og hafa eitthvað til að æfa fyrir. Fá að vita hvort ég gæti þetta ennþá. Ég sá möguleikann á því að setja saman lið og keppa í liðakeppninni á Wodapalooza. Ég hafði fyrst samband við Katrínu,“ sagði Anníe og hélt áfram: „Katrín sagði strax að við værum ekki að fara vinna þetta og þetta ætti þá bara snúast um að hafa gaman. Já þetta verður til gamans en ég ætla samt að reyna að vinna,“ sagði Anníe hlæjandi. Katrín er mikil keppnismanneskja eins og þær allar. Hún er hætt að keppa en ákvað að koma til baka fyrir þetta mót til að fá að upplifa að keppa við hlið þeirra Anníe og Söru. „Ég sagði bara til gamans og hún sagði: Ó,“ sagði Katrín brosandi. Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega „Skilaboðin sem ég fékk frá Anníe: Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega og þetta snýst bara um að hafa gaman. Ég talaði um að ég væri að keppa helgina á undan en hún sagði: Ég er að koma til baka eftir barnsburð og Katrín er hætt. Ég sagði þá allt í lagi. Svo þegar við mættum hingað þá var bara talað um að vinna þessa æfingu,“ sagði Sara létt. Þær tala allir um það að þekkja ekki líkamann sinn eins vel og áður þar sem þær eru allar að koma til baka, Anníe úr barnsburðarleyfi, Katrín úr bakmeiðslum og Sara úr hnémeiðslum. „Við erum kannski smá ryðgaðar en okkar plan var gert eins og við værum í okkar besta formi,“ sagði Sara. Anníe segir að þær hafi gert afdrifarík mistök sem hafi kostað þær mikið. „Við hefðum átt að gera betur í einni æfingunni því það var bara vandræðalegt,“ sagði Anníe en bætti við: „Það var kjánalegt en ég er stolt af okkur eftir fyrstu æfinguna í dag,“ sagði Anníe. Hinar taka undir það. Hlæja af þessu þegar þær eru orðnar gamlar „Við gerðum það sem við gátum. Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá okkur á fyrsta deginum þá voru við að deyja úr hlátri um kvöldið,“ sagði Katrín. „Við vorum kannski pirraðar fyrst á eftir en svo hlógum við mikið saman. Við bjuggum til ótrúlega minningar saman og við verðum enn að hlæja af þessu þegar við verðum orðnar 65 ára gamlar,“ sagði Katrín. Það má sjá þerra skemmtilega spjall þeirra hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) CrossFit Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sjá meira
Í skemmtilegu viðtali við Talking Elite Fitness mátti sjá hversu gaman íslensku CrossFit goðsagnirnar höfðu af því að keppa saman í fyrsta sinn. Spyrillinn talaði um að þær hafi með þessu „gefið CrossFit heiminum jólagjöf“ eins og hún orðaði það. Hugmyndin kom frá Anníe Mist Í viðtalinu kom einnig fram að hugmyndin að þessu kom frá Anníe Mist. Katrín og Sara bentu báðar á Anníe þegar þær voru spurðar út í það. „Ég þurfti að setja mér markmið og hafa eitthvað til að æfa fyrir. Fá að vita hvort ég gæti þetta ennþá. Ég sá möguleikann á því að setja saman lið og keppa í liðakeppninni á Wodapalooza. Ég hafði fyrst samband við Katrínu,“ sagði Anníe og hélt áfram: „Katrín sagði strax að við værum ekki að fara vinna þetta og þetta ætti þá bara snúast um að hafa gaman. Já þetta verður til gamans en ég ætla samt að reyna að vinna,“ sagði Anníe hlæjandi. Katrín er mikil keppnismanneskja eins og þær allar. Hún er hætt að keppa en ákvað að koma til baka fyrir þetta mót til að fá að upplifa að keppa við hlið þeirra Anníe og Söru. „Ég sagði bara til gamans og hún sagði: Ó,“ sagði Katrín brosandi. Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega „Skilaboðin sem ég fékk frá Anníe: Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega og þetta snýst bara um að hafa gaman. Ég talaði um að ég væri að keppa helgina á undan en hún sagði: Ég er að koma til baka eftir barnsburð og Katrín er hætt. Ég sagði þá allt í lagi. Svo þegar við mættum hingað þá var bara talað um að vinna þessa æfingu,“ sagði Sara létt. Þær tala allir um það að þekkja ekki líkamann sinn eins vel og áður þar sem þær eru allar að koma til baka, Anníe úr barnsburðarleyfi, Katrín úr bakmeiðslum og Sara úr hnémeiðslum. „Við erum kannski smá ryðgaðar en okkar plan var gert eins og við værum í okkar besta formi,“ sagði Sara. Anníe segir að þær hafi gert afdrifarík mistök sem hafi kostað þær mikið. „Við hefðum átt að gera betur í einni æfingunni því það var bara vandræðalegt,“ sagði Anníe en bætti við: „Það var kjánalegt en ég er stolt af okkur eftir fyrstu æfinguna í dag,“ sagði Anníe. Hinar taka undir það. Hlæja af þessu þegar þær eru orðnar gamlar „Við gerðum það sem við gátum. Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá okkur á fyrsta deginum þá voru við að deyja úr hlátri um kvöldið,“ sagði Katrín. „Við vorum kannski pirraðar fyrst á eftir en svo hlógum við mikið saman. Við bjuggum til ótrúlega minningar saman og við verðum enn að hlæja af þessu þegar við verðum orðnar 65 ára gamlar,“ sagði Katrín. Það má sjá þerra skemmtilega spjall þeirra hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness)
CrossFit Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sjá meira