Sabalenka tapaði fyrir Madison Keys í úrslitaleiknum í kvennaflokki um helgina. Ekkert varð því af því að hún ynni Opna ástralska þriðja árið í röð.
Sabalenka var svekkt með niðurstöðuna og eyðilagði tennisspaða sinn áður en hún gekk af velli. Henni rann svo reiðin og hún þótti halda fína tölu á verðlaunaafhendingunni.
En þegar í búningsklefann var komið þóttust Sabalenka og þjálfarateymi hennar pissa á bikarinn sem hún fékk fyrir að lenda í 2. sætinu. Myndband af því fór í dreifingu á samfélagsmiðla og margir hafa sakað Sabalenku og þjálfara hennar um vanvirðingu.
Let's all pee on it. 😂😂 #sabalenka pic.twitter.com/aJL30vn9BQ
— Tennis GIFs🎾🎥 (tip jar🫙📌) (@tennis_gifs) January 25, 2025
Aðrir vildu meina að um saklaust grín væri að ræða og ekki ætti að gera mál úr þessari uppákomu.
Hin 26 ára Sabalenka er í efsta sæti heimslistans í einliðaleik. Hún hefur unnið þrjú risamót á ferlinum; Opna ástralska tvisvar og Opna bandaríska einu sinni.