Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2025 18:04 Hermenn frá Austur-Kongó fóru yfir landamærin til Rúanda í dag og gáfust upp. Herinn hefur átt í miklum átökum við uppreisnarmenn M23, sem njóta stuðnings yfirvalda í Rúanda. EPA/MOISE NIYONZIMA Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið borgina, þar sem um tvær milljónir búa, eftir tiltölulega hörð átök undanfarið. Hundruð þúsunda eru talin hafa leitað skjóls í Goma undanfarnar vikur vegna átaka á svæðinu. Enn berast þó fregnir af átökum á tilteknum svæðum í Goma, samkvæmt frétt France24. Reuters hefur eftir íbúum í Goma að fólk sé hrætt og flestir haldi sig heima. Erfitt sé að segja til um hvernig uppreisnarmennirnir muni haga sér og staðan sé mjög óljós. Ráðamenn í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, sagt „stríðsástand“ ríkja og hafa sakað Rúanda um ráðast á ríkið og það samsvari stríðsyfirlýsingu. Austur-Kongó sleit formlegum samskiptum við Rúanda um helgina. Blaðamenn ytra hafa eftir leiðtoga friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu að M23 njóti beins stuðnings hers Rúanda. Hermenn séu í Goma. Asked if UN peacekeepers have seen Rwandan troops on the ground in Goma, U.N. peacekeeping chief Jean-Pierre Lacroix said: "There's no question that there are Rwandan troops in Goma supporting the M23. Of course, it's difficult to tell exactly what the numbers are."— Martin Plaut (@martinplaut) January 27, 2025 Eldur kviknaði í fangelsi í Goma í morgun og hefur AP fréttaveitan eftir fanga að á þriðja þúsund sem afplánuðu þar hafi flúið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið í gær og samþykkti ályktun þar sem kallað er eftir því að M23 hörfi frá Goma og eru árásir uppreisnarmannanna fordæmdar sem brot á fullveldi Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Fjöldi fólks hefur flúið frá Austur-Kongó til Rúanda vegna átakanna í Norður-Kivu.EPA/MOISE NIYONZIMA Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Í maí 2023 sendu Suður-Afríka, Malaví, Tansanía og önnur ríki hermenn til að hjálpa her Austur-Kongó. Í júlí í fyrra var svo samið um vopnahlé en það hélt ekki. Undanfarna viku hafa að minnsta kosti þrettán friðargæsluliðar fallið í átökum. Hermenn Rúanda skoða vopn sem hermenn frá Austur-Kongó afhentu þegar þeir fóru yfir landamærin og gáfust upp.EPA/MOISE NIYONZIMA Funda á næstu dögum William Ruto, forseti Kenía hefur boðað til skyndifundar þjóðarleiðtoga Austur-Afríku og stendur til að halda hann á næstu dögum. Þangað munu væntanlega mæta bæði Félix Tshisekedi og Paul Kagame, forsetar Austur-Kongó og Rúanda. Vonir eru bundnar við að þar verði hægt að draga úr spennu og stöðva átökin. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið borgina, þar sem um tvær milljónir búa, eftir tiltölulega hörð átök undanfarið. Hundruð þúsunda eru talin hafa leitað skjóls í Goma undanfarnar vikur vegna átaka á svæðinu. Enn berast þó fregnir af átökum á tilteknum svæðum í Goma, samkvæmt frétt France24. Reuters hefur eftir íbúum í Goma að fólk sé hrætt og flestir haldi sig heima. Erfitt sé að segja til um hvernig uppreisnarmennirnir muni haga sér og staðan sé mjög óljós. Ráðamenn í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, sagt „stríðsástand“ ríkja og hafa sakað Rúanda um ráðast á ríkið og það samsvari stríðsyfirlýsingu. Austur-Kongó sleit formlegum samskiptum við Rúanda um helgina. Blaðamenn ytra hafa eftir leiðtoga friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu að M23 njóti beins stuðnings hers Rúanda. Hermenn séu í Goma. Asked if UN peacekeepers have seen Rwandan troops on the ground in Goma, U.N. peacekeeping chief Jean-Pierre Lacroix said: "There's no question that there are Rwandan troops in Goma supporting the M23. Of course, it's difficult to tell exactly what the numbers are."— Martin Plaut (@martinplaut) January 27, 2025 Eldur kviknaði í fangelsi í Goma í morgun og hefur AP fréttaveitan eftir fanga að á þriðja þúsund sem afplánuðu þar hafi flúið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið í gær og samþykkti ályktun þar sem kallað er eftir því að M23 hörfi frá Goma og eru árásir uppreisnarmannanna fordæmdar sem brot á fullveldi Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Fjöldi fólks hefur flúið frá Austur-Kongó til Rúanda vegna átakanna í Norður-Kivu.EPA/MOISE NIYONZIMA Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Í maí 2023 sendu Suður-Afríka, Malaví, Tansanía og önnur ríki hermenn til að hjálpa her Austur-Kongó. Í júlí í fyrra var svo samið um vopnahlé en það hélt ekki. Undanfarna viku hafa að minnsta kosti þrettán friðargæsluliðar fallið í átökum. Hermenn Rúanda skoða vopn sem hermenn frá Austur-Kongó afhentu þegar þeir fóru yfir landamærin og gáfust upp.EPA/MOISE NIYONZIMA Funda á næstu dögum William Ruto, forseti Kenía hefur boðað til skyndifundar þjóðarleiðtoga Austur-Afríku og stendur til að halda hann á næstu dögum. Þangað munu væntanlega mæta bæði Félix Tshisekedi og Paul Kagame, forsetar Austur-Kongó og Rúanda. Vonir eru bundnar við að þar verði hægt að draga úr spennu og stöðva átökin.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira