Mikilvægi þess að eiga hetjur Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 29. janúar 2025 07:01 Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþróttum voru haldnir með glæsilegri umgjörð í Laugardalshöllinni í vikunni. Þar var magnað að sjá þann mikla kraft sem býr í afreksíþróttafólkinu okkar. Hápunktur kvöldsins var þegar Baldvin Þór Magnússon setti nýtt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi með glæsilegu hlaupi, aðeins átta dögum eftir að hann setti nýtt met í 3.000 metra hlaupi. Þetta var ekki bara stór stund fyrir Baldvin heldur fyrir hreyfinguna alla. Á meðan á hlaupinu stóð mátti sjá hvernig gamlar frjálsíþróttakempur lifðu sig inn í augnablikið og strax eftir hlaupið flykktust ungir iðkendur að hetjunni sinni til að fá myndir og eiginhandaáritanir. Afrek sem þessi í glæsilegri umgjörð á Íslandi gefur allri íþróttahreyfingunni kraft og hvatningu til að halda áfram því óeigingjarna eldhugastarfi sem hreyfingin á Íslandi byggir á. Afreksstarf og grasrótarstarf ganga hönd í hönd þar sem stuðningur við grasrótina og barna- og unglingastarf skapar grunninn fyrir afreksmenn framtíðarinnar sem verða fyrirmyndir fyrir fjöldann. Við viljum öll að börnin okkar nái árangri í lífinu, hreyfi sig, stundi útivist og séu virk félagslega. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf snýst ekki bara um að efla líkamlegt heilbrigði heldur stuðlar þátttaka í íþróttastarfi einnig að sterkari sjálfsmynd, betri námsárangri og heilsu og hefur mikið forvarnagildi. Til að stuðla að þátttöku og jákvæðum áhrifum íþrótta á börnin okkar er mikilvægt að þau eigi góðar fyrirmyndir í öflugu afreksfólki, þjálfurum og okkur foreldrunum. Það er því til mikils að vinna að stjórnvöld stuðli að öflugri umgjörð fyrir íþróttahreyfinguna út um allt land. Öflug aðstaða og fagleg þjálfun skipta höfuðmáli þegar kemur að því að virkja börn og ungmenni til þátttöku eins lengi og hægt er á sama tíma og afreksfólkið okkar fær tækifæri til að ná eins langt og hægt er. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Íþróttir barna Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþróttum voru haldnir með glæsilegri umgjörð í Laugardalshöllinni í vikunni. Þar var magnað að sjá þann mikla kraft sem býr í afreksíþróttafólkinu okkar. Hápunktur kvöldsins var þegar Baldvin Þór Magnússon setti nýtt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi með glæsilegu hlaupi, aðeins átta dögum eftir að hann setti nýtt met í 3.000 metra hlaupi. Þetta var ekki bara stór stund fyrir Baldvin heldur fyrir hreyfinguna alla. Á meðan á hlaupinu stóð mátti sjá hvernig gamlar frjálsíþróttakempur lifðu sig inn í augnablikið og strax eftir hlaupið flykktust ungir iðkendur að hetjunni sinni til að fá myndir og eiginhandaáritanir. Afrek sem þessi í glæsilegri umgjörð á Íslandi gefur allri íþróttahreyfingunni kraft og hvatningu til að halda áfram því óeigingjarna eldhugastarfi sem hreyfingin á Íslandi byggir á. Afreksstarf og grasrótarstarf ganga hönd í hönd þar sem stuðningur við grasrótina og barna- og unglingastarf skapar grunninn fyrir afreksmenn framtíðarinnar sem verða fyrirmyndir fyrir fjöldann. Við viljum öll að börnin okkar nái árangri í lífinu, hreyfi sig, stundi útivist og séu virk félagslega. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf snýst ekki bara um að efla líkamlegt heilbrigði heldur stuðlar þátttaka í íþróttastarfi einnig að sterkari sjálfsmynd, betri námsárangri og heilsu og hefur mikið forvarnagildi. Til að stuðla að þátttöku og jákvæðum áhrifum íþrótta á börnin okkar er mikilvægt að þau eigi góðar fyrirmyndir í öflugu afreksfólki, þjálfurum og okkur foreldrunum. Það er því til mikils að vinna að stjórnvöld stuðli að öflugri umgjörð fyrir íþróttahreyfinguna út um allt land. Öflug aðstaða og fagleg þjálfun skipta höfuðmáli þegar kemur að því að virkja börn og ungmenni til þátttöku eins lengi og hægt er á sama tíma og afreksfólkið okkar fær tækifæri til að ná eins langt og hægt er. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar