Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2025 22:31 Dagur Sigurðsson sýndi nú alveg tilfinningar á hliðarlínunni í Zagreb í kvöld. Getty/Slavko Midzor Eftir tíu mánuði í starfi er Dagur Sigurðsson kominn með Króatíu í undanúrslit á HM í handbolta og því öruggt að liðið mun spila um verðlaun á mótinu. Króatíski miðillinn 24 Sata segir Dag hafa sýnt á sér nýja hlið eftir ótrúlegan sigur á Ungverjum í kvöld. Ungverjar voru á góðri leið með að landa sigri og náðu fjögurra marka forskoti þegar fimm og hálf mínúta voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar fimm síðustu mörkin, það síðasta gerði Marin Sipic á síðustu sekúndu leiksins, og þeir unnu 31-30. Króatískir fjölmiðlamenn báðu Dag, sem virðist hafa einstakt lag á að halda yfirvegun á ögurstundu í spennuleikjum, um að sýna tilfinningar sínar eftir sigurinn dramatíska í gærkvöld. Dagur mun þá hafa lyft höndum og sagt: „Ég er glaður“. Enda ekki annað hægt eftir rússíbanareiðina í gær, fyrir framan smekkfulla höll í Zagreb. Dagur bendir á að sigurinn sé enn kærkomnari eftir tvo erfiða leiki við Ísland og Slóveníu í aðdragandanum, og mikil meiðsli í herbúðum Króata. „Gerist bara á tíu ára fresti“ „Ungverjar spiluðu frábærlega. Þetta var erfitt fyrir okkur því við þurftum að berjast fyrir hverju einasta marki í síðustu tveimur leikjum. Það tók mikla orku frá okkur. Við það bætast svo öll meiðslin,“ sagði Dagur samkvæmt 24 Sata. Mario Sostaric og Filip Glavas fögnuðu vel eftir sigurinn í kvöld.Getty/Sanjin Strukic „Lokin á leiknum voru töfrum líkust. Ótrúleg. Það sem gerðist á lokasekúndunum gerist bara á tíu ára fresti. Ég verð að þakka öllum stuðningsmönnunum og leikmönnum því þeir gáfust ekki upp. Sumir þeirra fórnuðu líkamanum bókstaflega í þetta,“ sagði Dagur. Undir mikilli pressu en kominn í undanúrslit „Það voru margir leikmenn tilbúnir að taka ábyrgð og hjálpa liðinu. Við vissum að menn væru mjög þreyttir, og að það væri einstaklega mikið um meiðsli, en það var alltaf einhver nýr tilbúinn að stökkva til og hjálpa liðinu. Stórkostlegt,“ sagði Dagur og bætti við að ekkert sérstakt plan hefði verið varðandi síðustu sóknina sem endaði svo vel. Hann var ráðinn til að ná árangri í Króatíu, eftir mögur ár króatíska liðsins, og byrjaði á að koma liðinu inn á Ólympíuleikana í París en þar gekk hins vegar illa. Við það jókst pressan á Íslendingnum, og ekki síður þegar Króatar töpuðu fyrir Egyptalandi í fyrstu alvöru prófraun sinni á HM, á heimavelli. Síðan þá hefur hins vegar allt gengið Degi í hag. „Ég er kominn í undanúrslit eftir tíu mánuði [í starfi]. Við erum á réttri braut. Við spiluðum vel fyrir Ólympíuleikana og núna erum við í undanúrslitum. Þetta er ekki auðvelt starf, sjáið bara liðin sem blómstruðu í París því mörg þeirra eru ekki lengur á HM. Við verðum að njóta þessarar stundar. Við njótum þess að spila á heimavelli,“ sagði Dagur sem á nú fyrir höndum leik við Frakka á fimmtudagskvöld áður en spilað verður um verðlaun í Bærum í Noregi. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Ungverjar voru á góðri leið með að landa sigri og náðu fjögurra marka forskoti þegar fimm og hálf mínúta voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar fimm síðustu mörkin, það síðasta gerði Marin Sipic á síðustu sekúndu leiksins, og þeir unnu 31-30. Króatískir fjölmiðlamenn báðu Dag, sem virðist hafa einstakt lag á að halda yfirvegun á ögurstundu í spennuleikjum, um að sýna tilfinningar sínar eftir sigurinn dramatíska í gærkvöld. Dagur mun þá hafa lyft höndum og sagt: „Ég er glaður“. Enda ekki annað hægt eftir rússíbanareiðina í gær, fyrir framan smekkfulla höll í Zagreb. Dagur bendir á að sigurinn sé enn kærkomnari eftir tvo erfiða leiki við Ísland og Slóveníu í aðdragandanum, og mikil meiðsli í herbúðum Króata. „Gerist bara á tíu ára fresti“ „Ungverjar spiluðu frábærlega. Þetta var erfitt fyrir okkur því við þurftum að berjast fyrir hverju einasta marki í síðustu tveimur leikjum. Það tók mikla orku frá okkur. Við það bætast svo öll meiðslin,“ sagði Dagur samkvæmt 24 Sata. Mario Sostaric og Filip Glavas fögnuðu vel eftir sigurinn í kvöld.Getty/Sanjin Strukic „Lokin á leiknum voru töfrum líkust. Ótrúleg. Það sem gerðist á lokasekúndunum gerist bara á tíu ára fresti. Ég verð að þakka öllum stuðningsmönnunum og leikmönnum því þeir gáfust ekki upp. Sumir þeirra fórnuðu líkamanum bókstaflega í þetta,“ sagði Dagur. Undir mikilli pressu en kominn í undanúrslit „Það voru margir leikmenn tilbúnir að taka ábyrgð og hjálpa liðinu. Við vissum að menn væru mjög þreyttir, og að það væri einstaklega mikið um meiðsli, en það var alltaf einhver nýr tilbúinn að stökkva til og hjálpa liðinu. Stórkostlegt,“ sagði Dagur og bætti við að ekkert sérstakt plan hefði verið varðandi síðustu sóknina sem endaði svo vel. Hann var ráðinn til að ná árangri í Króatíu, eftir mögur ár króatíska liðsins, og byrjaði á að koma liðinu inn á Ólympíuleikana í París en þar gekk hins vegar illa. Við það jókst pressan á Íslendingnum, og ekki síður þegar Króatar töpuðu fyrir Egyptalandi í fyrstu alvöru prófraun sinni á HM, á heimavelli. Síðan þá hefur hins vegar allt gengið Degi í hag. „Ég er kominn í undanúrslit eftir tíu mánuði [í starfi]. Við erum á réttri braut. Við spiluðum vel fyrir Ólympíuleikana og núna erum við í undanúrslitum. Þetta er ekki auðvelt starf, sjáið bara liðin sem blómstruðu í París því mörg þeirra eru ekki lengur á HM. Við verðum að njóta þessarar stundar. Við njótum þess að spila á heimavelli,“ sagði Dagur sem á nú fyrir höndum leik við Frakka á fimmtudagskvöld áður en spilað verður um verðlaun í Bærum í Noregi.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira