Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 10:02 Cody Gakpo í leik með Liverpool. Hann vildi fá að spila á móti sínum gömlu félögum í PSV Eindhoven í kvöld. Getty/Andrew Powell Lykilmaður Liverpool fékk skilaboð frá æðri máttarvöldum löngu áður en dyrnar til Liverpool opnuðust. Í kvöld mætir hann sínu gamla félagi. Hollendingurinn Cody Gakpo er að eiga mjög gott tímabil með Liverpool en hann skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Eins og margir vita þá er Cody Gakpo mjög trúaður maður og hann hefur sagt frá samskiptum sínum við prest þegar hann var enn leikmaður hollenska félagsins PSV Eindhoven. Cody Gakpo er nú kominn með fjórtán mörk og fimm stoðsendingum með Liverpool á leiktíðinni. Frá 1. desember hefur hann skorað sjö mörk í tíu deildarleikjum. Framundan er leikur á móti hans gamla félagi PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í kvöld. Gakpo bað Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, um að fá að spila þennan leik en Slot hvílir marga leikmenn í leiknum þar sem að Liverpool er öruggt áfram. Fyrir leikinn rifjaði Cody Gakpo upp samtal sitt við hollenska prestinn. „Ég er trúaður maður. Einn dag hitti ég prestinn minn í gömlu kirkjunni minni í Hollandi en með honum var annar prestur sem var vinur hans. Hinn presturinn sagði við mig að guð hefði sagt honum að ég myndi fara til Liverpool. Ég hló bara að þessu og svaraði. Já, gott mál, við sjáum til,“ sagði Cody Gakpo. „Það var þegar smá áhugi frá Manchester United en svo ákvað United að kaupa Antony sumarið 2022,“ sagði Gakpo. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Á þeim tímapunkti gat ég farið til Leeds, Southampton eða verið áfram hjá PSV. Ég lagðist á bæn og bað guð um leiðsögn. Ég sagði ef ég skora einu sinni þá fer ég til Southampton, ef ég skora tvisvar þá fer ég til Leeds en ef ég skora þrennu þá verð ég áfram hjá PSV,“ sagði Gakpo. „Daginn eftir var leikurinn og ég skoraði tvisvar. Ég átti líka þátt í þriðja markinu og til að byrja með var það skráð sjálfsmark. Svo tvö mörk. Allt í lagi þá er það bara Leeds,“ sagði Gakpo. „Ég var ánægður með ákvörðun mína en svo gáfu þeir mér markið eftir leikinn. Ég skoraði því þrennu og örlögin breyttust. Ég ákvað að vera áfram hjá PSV,“ sagði Gakpo. Gakpo var kominn með níu mörk og tólf stoðsendingar tímabilinu 2022-23 þegar Liverpool keypti hann á 42 milljónir ounda í janúar. Mánuði fyrri hafði hann skoraði þrjú mörk fyrir hollenska landsliðið á HM í Katar. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Hollendingurinn Cody Gakpo er að eiga mjög gott tímabil með Liverpool en hann skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Eins og margir vita þá er Cody Gakpo mjög trúaður maður og hann hefur sagt frá samskiptum sínum við prest þegar hann var enn leikmaður hollenska félagsins PSV Eindhoven. Cody Gakpo er nú kominn með fjórtán mörk og fimm stoðsendingum með Liverpool á leiktíðinni. Frá 1. desember hefur hann skorað sjö mörk í tíu deildarleikjum. Framundan er leikur á móti hans gamla félagi PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í kvöld. Gakpo bað Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, um að fá að spila þennan leik en Slot hvílir marga leikmenn í leiknum þar sem að Liverpool er öruggt áfram. Fyrir leikinn rifjaði Cody Gakpo upp samtal sitt við hollenska prestinn. „Ég er trúaður maður. Einn dag hitti ég prestinn minn í gömlu kirkjunni minni í Hollandi en með honum var annar prestur sem var vinur hans. Hinn presturinn sagði við mig að guð hefði sagt honum að ég myndi fara til Liverpool. Ég hló bara að þessu og svaraði. Já, gott mál, við sjáum til,“ sagði Cody Gakpo. „Það var þegar smá áhugi frá Manchester United en svo ákvað United að kaupa Antony sumarið 2022,“ sagði Gakpo. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Á þeim tímapunkti gat ég farið til Leeds, Southampton eða verið áfram hjá PSV. Ég lagðist á bæn og bað guð um leiðsögn. Ég sagði ef ég skora einu sinni þá fer ég til Southampton, ef ég skora tvisvar þá fer ég til Leeds en ef ég skora þrennu þá verð ég áfram hjá PSV,“ sagði Gakpo. „Daginn eftir var leikurinn og ég skoraði tvisvar. Ég átti líka þátt í þriðja markinu og til að byrja með var það skráð sjálfsmark. Svo tvö mörk. Allt í lagi þá er það bara Leeds,“ sagði Gakpo. „Ég var ánægður með ákvörðun mína en svo gáfu þeir mér markið eftir leikinn. Ég skoraði því þrennu og örlögin breyttust. Ég ákvað að vera áfram hjá PSV,“ sagði Gakpo. Gakpo var kominn með níu mörk og tólf stoðsendingar tímabilinu 2022-23 þegar Liverpool keypti hann á 42 milljónir ounda í janúar. Mánuði fyrri hafði hann skoraði þrjú mörk fyrir hollenska landsliðið á HM í Katar. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira