Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. janúar 2025 22:24 Hákon Arnar Haraldsson „skoraði“ fimmta mark Lille. MB Media/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson kom að marki í 6-1 stórsigri Lille gegn Stuttgart og liðið tryggði sig beint áfram í sextán liða úrslit. Stuttgart er úr leik, eina liðið sem var í umspilssæti en datt út. Aston Villa tókst einnig að tryggja sig beint áfram með 4-2 sigri gegn Celtic. Hákon kom inn á 63. mínútu fyrir Angel Gomes og skoraði fimmta mark Lille. Skot hans rataði á markið en var varið, frákastið skoppaði svo af varnarmanni og í netið. Skráð sem sjálfsmark. Lille og Aston Villa komast beint áfram á kostnað AC Milan (tapaði gegn Dinamo Zagreb) og Atalanta (gerði jafntefli við Barcelona). Sigur Lille þýðir að Stuttgart er úr leik, liðið var í 24. sæti fyrir leik en datt niður í 26. sæti. Manchester City tók umspilssætið sem Stuttgart átti fyrir leik. Man. City, Club Brugge og Sporting eru með jafnmörg stig í 22. -24. sæti, Dinamo Zagreb er einnig með ellefu stig en situr í 25. sæti, utan umspils, vegna slakrar markatölu. Juventus og Celtic eru svo í 20. – 21. sæti með tólf stig. Brest, Mónakó, Benfica og PSG eru þar fyrir ofan með þrettán stig. PSV er í 14. sæti með fjórtán stig. Liðin í 9. – 14. sæti eru svo jöfn með fimmtán stig. Þar endar Atalanta efst, Borussia Dortmund, Real Madrid, Bayern Munchen og AC Milan fylgja svo eftir. Staðan í Meistaradeildinni eftir lokaumferðina. Önnur lið áttu ekki möguleika á því að komast áfram.vísir Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Atalanta og mistókst að taka toppsætið af Liverpool, sem tapaði gegn PSV. Börsungar enda því í öðru sæti, með betri markatölu en Arsenal sem vann 2-1 gegn Girona, og betri markatölu en Inter sem vann 3-0 gegn AS Monaco. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Hákon kom inn á 63. mínútu fyrir Angel Gomes og skoraði fimmta mark Lille. Skot hans rataði á markið en var varið, frákastið skoppaði svo af varnarmanni og í netið. Skráð sem sjálfsmark. Lille og Aston Villa komast beint áfram á kostnað AC Milan (tapaði gegn Dinamo Zagreb) og Atalanta (gerði jafntefli við Barcelona). Sigur Lille þýðir að Stuttgart er úr leik, liðið var í 24. sæti fyrir leik en datt niður í 26. sæti. Manchester City tók umspilssætið sem Stuttgart átti fyrir leik. Man. City, Club Brugge og Sporting eru með jafnmörg stig í 22. -24. sæti, Dinamo Zagreb er einnig með ellefu stig en situr í 25. sæti, utan umspils, vegna slakrar markatölu. Juventus og Celtic eru svo í 20. – 21. sæti með tólf stig. Brest, Mónakó, Benfica og PSG eru þar fyrir ofan með þrettán stig. PSV er í 14. sæti með fjórtán stig. Liðin í 9. – 14. sæti eru svo jöfn með fimmtán stig. Þar endar Atalanta efst, Borussia Dortmund, Real Madrid, Bayern Munchen og AC Milan fylgja svo eftir. Staðan í Meistaradeildinni eftir lokaumferðina. Önnur lið áttu ekki möguleika á því að komast áfram.vísir Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Atalanta og mistókst að taka toppsætið af Liverpool, sem tapaði gegn PSV. Börsungar enda því í öðru sæti, með betri markatölu en Arsenal sem vann 2-1 gegn Girona, og betri markatölu en Inter sem vann 3-0 gegn AS Monaco.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira