Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 08:02 Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Kraftur stuðningsfélag „Fyrst þegar við vissum að þetta væri krabbamein fengum við bæði áfall og það var ekki fyrr en ég fór að vinna í mínum málum einu og hálfu ári eftir lyfjameðferð að það fór að birta til hjá mér,“ segir Aron Bjarnason en hann og Dagbjört eiginkonan hans voru bæði 31 árs þegar hún greindist með eggjastokkakrabbamein í lok árs 2021. Þegar Dagbjört greindist voru börn þeirra aðeins 9 mánaða og þriggja ára og þau hjónin með eigið fyrirtæki með fjóra starfsmenn í fullri vinnu. Greiningin kom í miðjum Covid faraldri og var þeim ráðlagt að taka eldri dóttur þeirra af leiksskóla vegna hve veikt ónæmiskerfi Dagbjartar yrði í lyfjameðferðinni. Aron er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Jafningjastuðningurinn var ómetanlegur Aðstæðurnar neyddu Aron til að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis. Hann sá um börnin, studdi eiginkonu sína í erfiðri lyfjameðferð, sinnti spítalaferðum og hélt fyrirtækinu gangandi. Þetta álag, ásamt óvissunni um framtíðina, gerði það að verkum að fjölskyldan setti öll langtímamarkmið á ís. Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Hann sér í dag að hann fór í gegnum þennan tíma á hnefanum og byrjaði ekki að vinna almennilega úr áföllunum sem fylgdu þessi ferli fyrr en einu og hálfu ári eftir að lyfjameðferð lauk. Hann segir að Kraftur hafi hjálpað mikið til í hans sjálfsvinnu, meðal annars með aðstandendahittingum. Í dag er Dagbjört krabbameinslaus en er enn í endurhæfingu, sem hefur reynst lengri og erfiðari en þau áttu von á. Þau hjónin hafa verið bæði meðvituð um úrvinnsluna, að vinna í sjálfum sér og byggja sig upp saman og líta framtíðina björtum augum. „Kraftur hefur veitt bæði mér og konunni minni stað til þess að kynnast fólki í svipuðum aðstæðum og gefið okkur tækifæri til þess að ræða hlutina við fólk sem skilur það sem maður er að ganga í gegnum. Jafningjastuðningurinn hefur verið okkur báðum ómetanlegur.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Þegar Dagbjört greindist voru börn þeirra aðeins 9 mánaða og þriggja ára og þau hjónin með eigið fyrirtæki með fjóra starfsmenn í fullri vinnu. Greiningin kom í miðjum Covid faraldri og var þeim ráðlagt að taka eldri dóttur þeirra af leiksskóla vegna hve veikt ónæmiskerfi Dagbjartar yrði í lyfjameðferðinni. Aron er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Jafningjastuðningurinn var ómetanlegur Aðstæðurnar neyddu Aron til að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis. Hann sá um börnin, studdi eiginkonu sína í erfiðri lyfjameðferð, sinnti spítalaferðum og hélt fyrirtækinu gangandi. Þetta álag, ásamt óvissunni um framtíðina, gerði það að verkum að fjölskyldan setti öll langtímamarkmið á ís. Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Hann sér í dag að hann fór í gegnum þennan tíma á hnefanum og byrjaði ekki að vinna almennilega úr áföllunum sem fylgdu þessi ferli fyrr en einu og hálfu ári eftir að lyfjameðferð lauk. Hann segir að Kraftur hafi hjálpað mikið til í hans sjálfsvinnu, meðal annars með aðstandendahittingum. Í dag er Dagbjört krabbameinslaus en er enn í endurhæfingu, sem hefur reynst lengri og erfiðari en þau áttu von á. Þau hjónin hafa verið bæði meðvituð um úrvinnsluna, að vinna í sjálfum sér og byggja sig upp saman og líta framtíðina björtum augum. „Kraftur hefur veitt bæði mér og konunni minni stað til þess að kynnast fólki í svipuðum aðstæðum og gefið okkur tækifæri til þess að ræða hlutina við fólk sem skilur það sem maður er að ganga í gegnum. Jafningjastuðningurinn hefur verið okkur báðum ómetanlegur.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira