Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar 31. janúar 2025 08:00 Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar. Öll ófrávíkjanlegu kosningaloforð félagasamtakanna, sem nærtækast er að líkja við Lionsklúbbinn Kidda, hafa til dæmis reynst sérlega frávíkjanleg. Fyrir ráðherrastólana þrjá fengu samtökin 48 strandveiðidaga að launum. Hvernig tryggja á að strandveiðiflotinn, sem klárar venjulega 48 daga kvóta á rúmlega þrjátíu dögum, fái að veiða fulla 48 daga er enn á huldu. Kætir þessi málamiðlun vart fjármála- og efnahagsráðherra sem, í rannsóknum sínum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu einfaldlega efnahagsleg sóun. Þá hafa félagasamtökin í gegnum tíðina lýst yfir algjörri andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þrátt fyrir það þræddi samráðherra þeirra í nýju ríkisstjórninni ganga sambandsins endilanga í leit að svörum um það hvort aðildarumsókn Íslands sé enn „virk“. Lengi lifir í gömlum ESB-glæðum, það er alveg ljóst. Kannski að félagasamtökin komi til með að kyngja ESB aðild, rétt eins og Bókun 35, Borgarlínu, brúnni yfir Fossvog og sölunni á Íslandsbanka, svo fátt eitt sé nefnt. Stærsta kosningamál samtakanna; lágmarks örorku- og ellilífeyrisbætur upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga, var þegar öllu er á botninn hvolft, loforð án innistæðu. Greinilegt er að aldrei átti að standa við gefin fyrirheit fyrst formaðurinn segir nú að forsenda fyrir efndum sé yfir 50% fylgi í kosningum. Þegar formaður félagasamtakanna er innt eftir svörum um meint svik við kjósendur er þess utan svarað með útúrsnúningum og skætingi við spyrjendur. Það stendur heldur ekki á svörum hjá formanninum orðvara þegar sjónum er beint að þeim kvart milljarð sem samtökin hafa fengið frá skattgreiðendum, án þess að uppfylla skilyrði laga. Er svar formannsins á þá leið að um samantekin ráð og samsæri Sjálfstæðisflokksins og auðvaldsins í landinu sé að ræða. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn þegja þunnu hljóði og tala um misbrest í framkvæmd. Reynt er að drepa málinu á dreif og Sjálfstæðisflokknum blandað í málið. Rétt er að benda áhugasömum á að Sjálfstæðisflokkurinn kláraði allar sínar skráningar árið 2022, árið sem lögin tóku gildi. Nú er árið 2025. En þar með var ekki öll sagan sögð. Einhverjum kann þó að þykja nóg um, svona á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Skópar týndist nýlega í menntaskóla hér í borg og þótti formanni félagasamtakanna upplagt að hringja í skólameistarann, lesa honum pistilinn og vísa í sambönd sín hjá lögreglunni. Svo virðist sem að gleymst hafi að senda umræddum formanni minnisblað um að hún væri orðin félags – og húsnæðismálaráðherra og að svona hagi maður sér ekki, hvort sem þú ert ráðherra, með sambönd í lögreglunni, eða ekki. Það er ljóst að af nógu verður að taka fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar að þing kemur loksins saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Jens Garðar Helgason Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar. Öll ófrávíkjanlegu kosningaloforð félagasamtakanna, sem nærtækast er að líkja við Lionsklúbbinn Kidda, hafa til dæmis reynst sérlega frávíkjanleg. Fyrir ráðherrastólana þrjá fengu samtökin 48 strandveiðidaga að launum. Hvernig tryggja á að strandveiðiflotinn, sem klárar venjulega 48 daga kvóta á rúmlega þrjátíu dögum, fái að veiða fulla 48 daga er enn á huldu. Kætir þessi málamiðlun vart fjármála- og efnahagsráðherra sem, í rannsóknum sínum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu einfaldlega efnahagsleg sóun. Þá hafa félagasamtökin í gegnum tíðina lýst yfir algjörri andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þrátt fyrir það þræddi samráðherra þeirra í nýju ríkisstjórninni ganga sambandsins endilanga í leit að svörum um það hvort aðildarumsókn Íslands sé enn „virk“. Lengi lifir í gömlum ESB-glæðum, það er alveg ljóst. Kannski að félagasamtökin komi til með að kyngja ESB aðild, rétt eins og Bókun 35, Borgarlínu, brúnni yfir Fossvog og sölunni á Íslandsbanka, svo fátt eitt sé nefnt. Stærsta kosningamál samtakanna; lágmarks örorku- og ellilífeyrisbætur upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga, var þegar öllu er á botninn hvolft, loforð án innistæðu. Greinilegt er að aldrei átti að standa við gefin fyrirheit fyrst formaðurinn segir nú að forsenda fyrir efndum sé yfir 50% fylgi í kosningum. Þegar formaður félagasamtakanna er innt eftir svörum um meint svik við kjósendur er þess utan svarað með útúrsnúningum og skætingi við spyrjendur. Það stendur heldur ekki á svörum hjá formanninum orðvara þegar sjónum er beint að þeim kvart milljarð sem samtökin hafa fengið frá skattgreiðendum, án þess að uppfylla skilyrði laga. Er svar formannsins á þá leið að um samantekin ráð og samsæri Sjálfstæðisflokksins og auðvaldsins í landinu sé að ræða. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn þegja þunnu hljóði og tala um misbrest í framkvæmd. Reynt er að drepa málinu á dreif og Sjálfstæðisflokknum blandað í málið. Rétt er að benda áhugasömum á að Sjálfstæðisflokkurinn kláraði allar sínar skráningar árið 2022, árið sem lögin tóku gildi. Nú er árið 2025. En þar með var ekki öll sagan sögð. Einhverjum kann þó að þykja nóg um, svona á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Skópar týndist nýlega í menntaskóla hér í borg og þótti formanni félagasamtakanna upplagt að hringja í skólameistarann, lesa honum pistilinn og vísa í sambönd sín hjá lögreglunni. Svo virðist sem að gleymst hafi að senda umræddum formanni minnisblað um að hún væri orðin félags – og húsnæðismálaráðherra og að svona hagi maður sér ekki, hvort sem þú ert ráðherra, með sambönd í lögreglunni, eða ekki. Það er ljóst að af nógu verður að taka fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar að þing kemur loksins saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun