„Sem betur fer spilum við innanhúss” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 30. janúar 2025 21:59 Justin James fór mikinn. vísir/diego Álftanes mætti í Breiðholtið í kvöld þar sem þeir mættu ÍR í Bónus deild karla. Álftanes vann leikinn 75-94 en þrátt fyrir 19 stiga mun var leikurinn gríðarlega jafn lengi vel. Justin James leikmaður Álftanes átti stórleik þar sem hann gerði 34 stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar. „Leikurinn var mjög fýsískur, ÍR liðið á skilið mikið hrós, þeir börðust mjög vel. Þeir náðu muninum niður í eitthvað um átta stig. Þeir spiluðu mjög fýsískt og höfðu greinilega mikið sjálfstraust í seinni hálfleiknum. Þannig hrós á þá, en við spiluðu heilt yfir mjög góðan leik í öllum fjórum leikhlutum, þannig ég er stoltur af mínum mönnum,” sagði Justin James en hann hefur verið að stíga upp undanfarið fyrir Álftanes. Það voru miklar væntingar fyrir honum þegar hann kom, þar sem hann hefur áður spilað í NBA deildinni og hann virðist vera standa undir þeim núna. „Mér finnst ég vera búinn að læra betur inn á okkar leikstíl og læra inn á liðsfélaga mína. Ég er þakklátur fyrir því að Álftanes var tilbúið til þess að gefa mér tækifæri eftir að ég var ekki búinn að spila körfubolta í 18 mánuði. Eftir að hafa verið frá leiknum svona lengi, er það frábær tilfinning að vera kominn aftur að spila leikinn sem ég elska.” Bónus-deildin er gríðarlega jöfn og með þessum sigri jafnar Álftanes fjögur önnur lið af stigum í deildinni. Nú þegar það eru ekki margir leikir eftir fram að úrslitakeppni er hver og einn einasti leikur gríðarlega mikilvægur. „Aðalatriðið er bara að halda sig í aðalatriðunum og taka þetta einn leik í einu. Mér finnst við hafa staðið okkur mjög vel í að koma inn í hvern leik eins og það sé úrslitakeppnisleikur. Það síðasta sem við ættum að vera gera er að horfa fram á veginn eða horfa á stöðuna í deildinni. Besta í stöðunni er bara að dominera hvern dag, hvort sem það er æfing, eða leikur. Bara að gefa allt á hverjum einasta degi, og mér finnst við hafa verið að standa okkur vel í því.” Þetta hefur verið fram úr vonum Að vera svona lengi frá leiknum og koma svo í íslenska körfubolta getur verið áskorun en Justin hefur verið ánægður með upplifun sína hingað til. „Í hreinskilni sagt hefur þetta verið fram úr vonum. Álftanes er frábær bær og stuðningsmenn eiga hrós skilið, þeir eru frábærir, takk fyrir að mæta leikina og sýna stuðning. Ég elska liðsfélaga mína, þjálfarana og allt liðið. Samböndin eru að myndast og styrkjast og ég elska það að spila körfubolta hér.” Kuldinn á Íslandi hefur sín áhrif en það virðist ekki vera nægilega mikill mínus til að hafa mikil áhrif á Justin. „Það er kalt,” segir Justin og hlær. „En þetta hefur verið allt í lagi fyrir mig, ég spilaði körfubolta í Wyoming, þannig ég er ágætlega vanur kuldanum. Körfuboltinn hjálpar og sem betur fer spilum við innanhúss,” sagði Justin léttur að endingu. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Uppgjör: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar fara út með bara eitt mark í forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Sjá meira
„Leikurinn var mjög fýsískur, ÍR liðið á skilið mikið hrós, þeir börðust mjög vel. Þeir náðu muninum niður í eitthvað um átta stig. Þeir spiluðu mjög fýsískt og höfðu greinilega mikið sjálfstraust í seinni hálfleiknum. Þannig hrós á þá, en við spiluðu heilt yfir mjög góðan leik í öllum fjórum leikhlutum, þannig ég er stoltur af mínum mönnum,” sagði Justin James en hann hefur verið að stíga upp undanfarið fyrir Álftanes. Það voru miklar væntingar fyrir honum þegar hann kom, þar sem hann hefur áður spilað í NBA deildinni og hann virðist vera standa undir þeim núna. „Mér finnst ég vera búinn að læra betur inn á okkar leikstíl og læra inn á liðsfélaga mína. Ég er þakklátur fyrir því að Álftanes var tilbúið til þess að gefa mér tækifæri eftir að ég var ekki búinn að spila körfubolta í 18 mánuði. Eftir að hafa verið frá leiknum svona lengi, er það frábær tilfinning að vera kominn aftur að spila leikinn sem ég elska.” Bónus-deildin er gríðarlega jöfn og með þessum sigri jafnar Álftanes fjögur önnur lið af stigum í deildinni. Nú þegar það eru ekki margir leikir eftir fram að úrslitakeppni er hver og einn einasti leikur gríðarlega mikilvægur. „Aðalatriðið er bara að halda sig í aðalatriðunum og taka þetta einn leik í einu. Mér finnst við hafa staðið okkur mjög vel í að koma inn í hvern leik eins og það sé úrslitakeppnisleikur. Það síðasta sem við ættum að vera gera er að horfa fram á veginn eða horfa á stöðuna í deildinni. Besta í stöðunni er bara að dominera hvern dag, hvort sem það er æfing, eða leikur. Bara að gefa allt á hverjum einasta degi, og mér finnst við hafa verið að standa okkur vel í því.” Þetta hefur verið fram úr vonum Að vera svona lengi frá leiknum og koma svo í íslenska körfubolta getur verið áskorun en Justin hefur verið ánægður með upplifun sína hingað til. „Í hreinskilni sagt hefur þetta verið fram úr vonum. Álftanes er frábær bær og stuðningsmenn eiga hrós skilið, þeir eru frábærir, takk fyrir að mæta leikina og sýna stuðning. Ég elska liðsfélaga mína, þjálfarana og allt liðið. Samböndin eru að myndast og styrkjast og ég elska það að spila körfubolta hér.” Kuldinn á Íslandi hefur sín áhrif en það virðist ekki vera nægilega mikill mínus til að hafa mikil áhrif á Justin. „Það er kalt,” segir Justin og hlær. „En þetta hefur verið allt í lagi fyrir mig, ég spilaði körfubolta í Wyoming, þannig ég er ágætlega vanur kuldanum. Körfuboltinn hjálpar og sem betur fer spilum við innanhúss,” sagði Justin léttur að endingu.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Uppgjör: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar fara út með bara eitt mark í forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Sjá meira