Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.
Einn til viðbótar var handtekinn grunaður um líkamsárás á skemmtistað og annar grunaður um vörslu fíkniefna. Þá var óvelkomnum vísað úr verslun og afskipti höfð af öðrum vegna þjófnaðar og fjársvika í matvöruverslun.
Ein tilkynning barst um innbrot í skóla og önnur um innbrot í fyrirtæki.
Lögregla hafði einnig afskipti af nokkrum ökumönnum og nokkur minniháttar umferðaróhöpp áttu sér stað. Í einu tilvikinu stakk ökumaður af eftir að hafa ekið á aðra bifreið en upplýsingar liggja fyrir um bílinn sem var ekið á brott.