Þar segja þær að hlýjar minningar frá síðasta sumri ylji í janúarstorminum og birta myndir af fjölskyldunni í toppmálum. „Er þá ekki upplagt að opinbera fréttirnar um að það fjölgar í litla költinu okkar í byrjun júní,“ skrifar Þorgerður. Hún segir að spennustigið á heimilinu nálgist rauða viðvörun.
Fyrst fréttist af því opinberlega að þær væru saman síðasta sumar. Þá fagnaði Katrín afmæli Þorgerðar með skemmtilegri ástarkveðju á Facebook sem hún kallaði reyndar vafasama kveðju.
„Það er náttúrulega gjörsamlega óviðeigandi hvað ástkona mín Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir er hjartahlý, klár, skemmtileg, hæfileikarík, geðgóð, þolinmóð, traust og heit,“ skrifaði Katrín á Facebook í júní.
Katrín hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir störf sín sem lögmaður og meðal annars starfað fyrir Öryrkjubandalagið. Þorgerður Ása er útvarpskona og vísnasöngkona, sem gaf út sína fyrstu plötu árið 2020.