Loksins brosti Dagur Sigurðsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 10:01 Króötum þykir Dagur Sigurðsson vera mjög alvörugefinn en hann brosti eftir frábæran sigur á Frökkum í undanúrslitleik HM. Getty/Luka Stanzl Króatískir fjölmiðlamenn hafa saknað þess hversu Dagur Sigurðsson hefur brosað lítið síðan að hann tók við handboltalandsliði þeirra. Dagur hefur verið að gera frábæra hluti með króatíska landsliðið á heimsmeistaramótinu í ár og hefur hjálpað liðinu að komast upp úr lægð síðustu ára. Fréttamenn króatíska miðilsins 24 Sata eru í hópi þeirra sem vildu sjá landsliðsþjálfarann brosa meira en þeir fögnuðu því sérstaklega að sjá bros íslenska þjálfarans eftir sigur Króatíu á Frakklandi í undanúrslitaleik HM. Króatar bjuggu til ævintýralegt umhverfi í höllinni og liðið þeirra svaraði með því að komast í 18-9 á móti Evrópumeisturum Frakka sem höfðu einnig unnið silfur á síðasta heimsmeistaramóti. Króatar lönduðu síðan flottum sigri og eru öruggir með sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti síðan 2013. „Króatíska geðshræringin fékk hinn kalda Skandinava til að brosa loksins,“ skrifaði blaðamaður 24 Sata. „Við höfðum séð svo lítið af brosi Dags Sigurðssonar en nú fengum við að sjá ósvikið bros, bros sem sendir skilaboðin um að honum líði nú eins og hann sé hluti af þessari þjóð. Að honum líði núna eins og hann sé Hrvatsson.“ Dagur varð auðvitað fyrsti útlendingurinn til að stýra landsliði Króata og það var stórt skrefa að taka fyrir handboltasambandið þar. Það efast enginn um þá ákvörðun í dag og nú er liðið aðeins einum leik frá heimsmeistaratitli. Mótherjinn verður Danmörk á morgun. Danir eru miklu sigurstranglegri í úrslitaleiknum enda hafa þeir verið óstöðvandi á þessu móti og unnu undanúrslitaleikinn sinn á Portúgal með þrettán mörkum. Þeir hafa líka ekki tapað leik á heimsmeistari í átta ár. Við verðum því að sjá til hvort að Hrvatsson ævintýrið fái líka góðan endi eins og þegar Dagur skrifaði ævintýrið með þýska landsliðinu sem varð Evrópumeistari undir hans stjórn árið 2016 þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Dagur Sigurðsson er einum sigri frá sögulegum þjálfarasigri eftir að hann kom króatíska landsliðinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. 31. janúar 2025 10:01 „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Dagur Sigurðsson var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir frábæran sigur króatíska landsliðsins á því franska í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í gærkvöldi. 31. janúar 2025 06:41 Dagur og lærisveinar hans í úrslit Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. 30. janúar 2025 21:51 Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. 29. janúar 2025 09:33 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Dagur hefur verið að gera frábæra hluti með króatíska landsliðið á heimsmeistaramótinu í ár og hefur hjálpað liðinu að komast upp úr lægð síðustu ára. Fréttamenn króatíska miðilsins 24 Sata eru í hópi þeirra sem vildu sjá landsliðsþjálfarann brosa meira en þeir fögnuðu því sérstaklega að sjá bros íslenska þjálfarans eftir sigur Króatíu á Frakklandi í undanúrslitaleik HM. Króatar bjuggu til ævintýralegt umhverfi í höllinni og liðið þeirra svaraði með því að komast í 18-9 á móti Evrópumeisturum Frakka sem höfðu einnig unnið silfur á síðasta heimsmeistaramóti. Króatar lönduðu síðan flottum sigri og eru öruggir með sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti síðan 2013. „Króatíska geðshræringin fékk hinn kalda Skandinava til að brosa loksins,“ skrifaði blaðamaður 24 Sata. „Við höfðum séð svo lítið af brosi Dags Sigurðssonar en nú fengum við að sjá ósvikið bros, bros sem sendir skilaboðin um að honum líði nú eins og hann sé hluti af þessari þjóð. Að honum líði núna eins og hann sé Hrvatsson.“ Dagur varð auðvitað fyrsti útlendingurinn til að stýra landsliði Króata og það var stórt skrefa að taka fyrir handboltasambandið þar. Það efast enginn um þá ákvörðun í dag og nú er liðið aðeins einum leik frá heimsmeistaratitli. Mótherjinn verður Danmörk á morgun. Danir eru miklu sigurstranglegri í úrslitaleiknum enda hafa þeir verið óstöðvandi á þessu móti og unnu undanúrslitaleikinn sinn á Portúgal með þrettán mörkum. Þeir hafa líka ekki tapað leik á heimsmeistari í átta ár. Við verðum því að sjá til hvort að Hrvatsson ævintýrið fái líka góðan endi eins og þegar Dagur skrifaði ævintýrið með þýska landsliðinu sem varð Evrópumeistari undir hans stjórn árið 2016 þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Dagur Sigurðsson er einum sigri frá sögulegum þjálfarasigri eftir að hann kom króatíska landsliðinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. 31. janúar 2025 10:01 „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Dagur Sigurðsson var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir frábæran sigur króatíska landsliðsins á því franska í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í gærkvöldi. 31. janúar 2025 06:41 Dagur og lærisveinar hans í úrslit Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. 30. janúar 2025 21:51 Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. 29. janúar 2025 09:33 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Dagur Sigurðsson er einum sigri frá sögulegum þjálfarasigri eftir að hann kom króatíska landsliðinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. 31. janúar 2025 10:01
„Ég gæti ekki verið ánægðari“ Dagur Sigurðsson var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir frábæran sigur króatíska landsliðsins á því franska í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í gærkvöldi. 31. janúar 2025 06:41
Dagur og lærisveinar hans í úrslit Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. 30. janúar 2025 21:51
Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. 29. janúar 2025 09:33