Internazionale er eftir leikinn í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Juventus sem á leik inni.
Cecilía Rán hélt marki sínu hreinu í áttunda skiptið í fimmtán leikjum en hún á mikinn þátt í því að Inter hefur fengið fæst mörk á sig af öllum liðum deildarinnar.
Cecilía Rán varði öll fjögur skotin sem komu á hana í leiknum í dag.
Hún hefur alls varið 54 af 63 skotum sem hafa komið á hana í Seríu A í vetur en það gerir 86 prósent markvörslu.
Mörk Internazionale í leiknum skoruðu þær Michela Cambiaghi á 6. mínútu og Lina Magull á 71. mínútu.
Inter tapaði á móti Juventus í toppslag um síðustu helgi en hefur nú unnið ellefu af sautján leikjum og aðeins tapað tveimur leikjum.
Cecilía Rán hefur spilað fimmtán leiki, níu hafa unnist, fjórir endað með jafntefli og tveir hafa tapast.