Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 07:28 Enginn átti von á að Dallas Mavericks myndu vilja losa sig við Luka Doncic. En Anthony Davis hefur greinilega heillað. Getty Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. Skiptin virðast koma upp úr þurru en Dave McMenamin hjá ESPN greindi frá dílnum í nótt. Viðræður hófust fyrir nokkrum dögum og hafa verið komnar á hreint í gærkvöldi. Auk Luka Doncic munu Lakers einnig fá kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Þá mun Utah Jazz einnig vera viðriðið skiptin og fá frá Lakers hinn unga Jalen Hood-Schifino og valrétt í annarri umferð í nýliðavalinu í ár. Sá valréttur kemur upprunalega frá Clippers. Þá senda Dallas einnig valrétt í annarri umferð í ár til Utah. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Luka Doncic er illviðráðanlegur og hér eru bæði Anthony Davis og LeBron James að reyna að ráða við hann.Getty Komið flestum á óvart Skiptin hafa komið flestum öðrum framkvæmdastjórum deildarinnar á óvart þar sem Doncic hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar og talinn ósnertanlegur. Skiptin komu einnig LeBron í opna skjöldu sem og öðrum leikmönnum og þjálfurum liðanna. Það var hins vegar Dallas-liðið sem bauð hinn 25 ára Doncic til Lakers og hefur framkvæmdastjórinn Rob Pelinka ekki þurft að hugsa sig tvisvar um. Doncic mun þar spila með hinum fertuga LeBron James og væntanlega taka við af honum sem núverandi andlit liðsins. Luka Doncic hefur verið mikið meiddur undanfarin ár.Instagram - anze9 Stór hluti leikmannanna sem verið er að senda á milli eru hins vegar meiddir. Doncic hefur verið meiddur í nokkrar vikur vegna tognunar í kálfa og óvíst hvenær hann snýr aftur á völlinn meðan Davis tognaði í kviðvöðva á þriðjudag og missir af nokkrum leikjum. Þá eru bæði Kleber og Hood-Schifino líka meiddir. Hinn 25 ára Doncic er á sínu sjöunda tímabili í NBA og er með meðaltöl upp á 28.1 stig, 8.3 fráköst og 7.8 stoðsendingar í 22 leikjum. Hann var valinn þriðji í nýliðavalinu 2018 og hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðan. Hins vegar hefur hann verið töluvert meiddur og ku það vera ástæðan fyrir því að Dallas-liðið ákvað að skipta honum. LeBron og Davis voru aðalmennirnir í Lakers-liðinu sem vann búbblutitilinn í Orlandó árið 2020. Síðan þá hefur gengið brösuglega hjá liðinu.Getty Hinn 31 árs Davis er líka dálítill meiðslapési þó hann hafi verið hraustur í ár. Hann er á sínu þrettánda tímabili í NBA, var valinn fyrstur árið 2012 af New Orleans Pelicans og spilaði þar í sjö tímabil áður en honum var skipt til Los Angeles Lakers þar sem hann vann titilinn árið 2020. Hann er með meðaltöl upp á 25.7 stig, 11.9 fráköst, 3.4 stoðsendingar og 2.1 blokk í 42 leikjum. Davis er einn besti varnarmaður deildarinnar. Eins og sakir standa er Lakers-liðið í fimmta sæti vesturdeildarinnar með 28 sigra og 19 töp. Dallas er þremur sætum neðar, í áttunda sæti, með 26 sigra og 23 töp. Það er þó bara augnabliksmynd og getur einn sigur til og frá haft mikil áhrif. NBA Bandaríkin Slóvenía Tengdar fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. 13. janúar 2025 15:47 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
Skiptin virðast koma upp úr þurru en Dave McMenamin hjá ESPN greindi frá dílnum í nótt. Viðræður hófust fyrir nokkrum dögum og hafa verið komnar á hreint í gærkvöldi. Auk Luka Doncic munu Lakers einnig fá kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Þá mun Utah Jazz einnig vera viðriðið skiptin og fá frá Lakers hinn unga Jalen Hood-Schifino og valrétt í annarri umferð í nýliðavalinu í ár. Sá valréttur kemur upprunalega frá Clippers. Þá senda Dallas einnig valrétt í annarri umferð í ár til Utah. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Luka Doncic er illviðráðanlegur og hér eru bæði Anthony Davis og LeBron James að reyna að ráða við hann.Getty Komið flestum á óvart Skiptin hafa komið flestum öðrum framkvæmdastjórum deildarinnar á óvart þar sem Doncic hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar og talinn ósnertanlegur. Skiptin komu einnig LeBron í opna skjöldu sem og öðrum leikmönnum og þjálfurum liðanna. Það var hins vegar Dallas-liðið sem bauð hinn 25 ára Doncic til Lakers og hefur framkvæmdastjórinn Rob Pelinka ekki þurft að hugsa sig tvisvar um. Doncic mun þar spila með hinum fertuga LeBron James og væntanlega taka við af honum sem núverandi andlit liðsins. Luka Doncic hefur verið mikið meiddur undanfarin ár.Instagram - anze9 Stór hluti leikmannanna sem verið er að senda á milli eru hins vegar meiddir. Doncic hefur verið meiddur í nokkrar vikur vegna tognunar í kálfa og óvíst hvenær hann snýr aftur á völlinn meðan Davis tognaði í kviðvöðva á þriðjudag og missir af nokkrum leikjum. Þá eru bæði Kleber og Hood-Schifino líka meiddir. Hinn 25 ára Doncic er á sínu sjöunda tímabili í NBA og er með meðaltöl upp á 28.1 stig, 8.3 fráköst og 7.8 stoðsendingar í 22 leikjum. Hann var valinn þriðji í nýliðavalinu 2018 og hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðan. Hins vegar hefur hann verið töluvert meiddur og ku það vera ástæðan fyrir því að Dallas-liðið ákvað að skipta honum. LeBron og Davis voru aðalmennirnir í Lakers-liðinu sem vann búbblutitilinn í Orlandó árið 2020. Síðan þá hefur gengið brösuglega hjá liðinu.Getty Hinn 31 árs Davis er líka dálítill meiðslapési þó hann hafi verið hraustur í ár. Hann er á sínu þrettánda tímabili í NBA, var valinn fyrstur árið 2012 af New Orleans Pelicans og spilaði þar í sjö tímabil áður en honum var skipt til Los Angeles Lakers þar sem hann vann titilinn árið 2020. Hann er með meðaltöl upp á 25.7 stig, 11.9 fráköst, 3.4 stoðsendingar og 2.1 blokk í 42 leikjum. Davis er einn besti varnarmaður deildarinnar. Eins og sakir standa er Lakers-liðið í fimmta sæti vesturdeildarinnar með 28 sigra og 19 töp. Dallas er þremur sætum neðar, í áttunda sæti, með 26 sigra og 23 töp. Það er þó bara augnabliksmynd og getur einn sigur til og frá haft mikil áhrif.
NBA Bandaríkin Slóvenía Tengdar fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. 13. janúar 2025 15:47 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. 13. janúar 2025 15:47